Vikan


Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 50

Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 50
hann sin fyrir nú — en um andartakið, þegar hann kom aftur til með- vitundar og fann, að höfuð hans lá á hjám hennar með móðurlegar línurnar í barminum yfir sér. Sú umhyggja, sem hún hafði sýnt honum þetta andartak, snerti hann inn að innstu sálarrótum, svo hann fann á víxl til veiklyndis og fagnaðar. I ímyndun sinni sá hann þennan breytta svip sem færðist í augu hennar, mildan umhyggjusamlegan. Hann hafði fundið umburðarlyndið i þessu augnaráði, umburðarlyndi sem honum fannst hann ekki eiga skilið, en var sem baisam að hjarta hans og hann heyrði heillandi rödd hennar: — Svona nú, hvað er að? f>ér eruð ekki með sjálfum yður, Moniseur de Pont-Briand. Þar að auki vissi hann að hún hafði rétt fyrir sér. Hann hafði gert sér grein fyrir því, á þeirri sömu stundu og hún leit á hann með sínum dásamlegu augum, augum sem virtust sjá í gegnum hann, augum sem höfðu skynjað eitthvað óvenjulegt við hann. Hann hafði vitað, að hann var fórnarlamb hræðilegs vilja, sem hann gat ekki hrist af sér, vilja, sem hélt huga hans í heijargreipum og hann myndi aldrei geta varpað af sér aí eigin rammleik. Og það sem þessi illi andi hafði áætlað hafði farið eftir. Hann hafði leikið sitt hlutverk í þvi, en honum hafði brugðið og nú var honum útvisað og allir myndu virða hann vettugi. Hann hafði yfirgefið Wapassou, frjáls um stund frá þeirri hugsun, sem honum hafði verið innprentuð, af þessum illa vilja; það var höggið, sem hann hafði fengið á höfuðið, sem fríjaði hann undan honum um hríð, en áhrif þess höfðu bráðlega hríslazt af honum og hann hafði staulazt áfram sína leið með sömu hugmyndir og áður. Hann skynjaði hana meira en sá hana fyrir sér, eins og anda sem gengi honum við hlið, en anda sem ekki var lengur aðeins kynferðis- legur, heldur hafði breytzt i vingjarnlegri og efnislausari návist, sam- úðarfyllri vesöld hans, návist, sem hann gat talað við endrum og eins í lágum hljóðum. — Þér, madame.... Ef til vill getið þér bjargað mér frá honum, sem stjórnar mér og hefur mig að þræli sinum. Það gæti hent sig, að þér kynnuð að hjálpa mér að hrista hann af mér.... En nei, þvi miður! Það er óhugsandi. Hann er sterkari en þér.... Hann er sjálft Aflið.... Við getum ekkert gert, er það? Hann er sterkari en við. Stundum fannst honum sem hann sæi kjólinn hennar milli bláleitra greinanna. En það var alltaf óljóst og dauft. En augun, sem hann sá svo greinilega fyrir hugskotssjónum sínum, voru ekki augu konunnar sem hann unpi, heldur blá augu, þýð og brosmild og þó sterk og ósveigj- anleg. Og röddin, sem hann heyrði var heit og ákveðin: — Konan verður þín .... Pont-Briand rak upp háan hlátur, sem bergmálaði um auðan skóginn og föla dali, en Húróninn á eftir honum leit á hann útundan sér með augum, sem voru eins og tjarnir af svörtu vatni. Lautinantinn tautaði við sjálfan sig og flissaði eins og flón. —> Nei, konan verður aldrei mín, faðir og þú vissir það, áður en þú sendir mig, þú sem veizt allt — ó, faðir! Eh það var rétt að freista þess, var ekki svo? Og það var ein leiðin til að losna við manninn, sem þú vilt losna við. Leiðin til að hitta de Peyrac í hjartastað ....! Svo ávarpaði hann bláu augun: — Hversvegna þú, faðir? Og hvers- vegna ég? Hann hélt áfram að tauta meðan hann skálmaði haltrandi áfram og þrúgurnar sporuðu snjóinn. Annar ótti bjó í honum meðan hann hélt áfram ferð sinni. Hefði hann hugsað af skynsemi hefði hann álitið, að Peyrac myndi aldrei veita honum eftirför. Hann myndi aldrei þora að leggja af stað út á larvdið á þessum árstíma. Sá maður einn, sem farið hefur margar ferðir einn um þetta svæði, myndi taka slíka áhættu. En eitthvað, laust við skyn- semi, sagði honum að Peyrac greifi gæti hvað sem væri og hann hugsaði um hann sem dularfullan anda, sem stæði í sambandi við náttúruöflin, stóra, svarta veru, sem klöngraðist yfir, þar sem venjulegir menn myndu hrapa, yfirþyrmdir og villtir, næstum áður en þeir höfðu lagt af stað. Hvemig gat hann hafa verið svona flfldjarfur, svo vitstola að voga að bjóða slíkum manni byrginn. Hann hlaut að hafa verið viti sínu fjær. Hann hafði nú náð landamærum Maine og stóð og horfði yfir hið eyðilega Megantic vatnasvæði. Það myndi taka hann aðra viku eða jafnveí tvær að ná heim til virkisins, vina sinna og öryggis síns! En í þeim fögnuði að hafa lokið fyrsta hluta ferðarinnar hafði hann ein- íaldlega viðurkennt að allt það land sem lá að baki honum sunnan Appalachian fjalla, væri þegar tilheyrandi manninum, sem hafði sagt: — Ég ætla að gera Maine að konungdæmi mínu. Hann þekkti að hann var kominn að landamærum lands de Peyracs greifa. Hann hafði þegar viðurkennt að þessi umdeildu svæði lægju undir þeim sigurvegara, sem hafði tekið jómfrúrdóm þeirra og þrengt sér á hestum inn i miðjan skóginn, að hinum villtu vötnum og setzt þar að, ákveðinn í að láta þar sín lög gilda og afla sér þar fjár og frama. Varðstöðin i Wapassou, grafin ofan i svartan klett, var eins og herskip, sem kastað hafði akker- um og akkerið var þegar fast i jörðinni. Það yrði ekki hlaupið að því að draga það inn. Maðurinn, sem þar hafði varpað akkerinu, var þar ekki aðeins af tilviljun; hann vissi hvað fyrir honum vakti og hvað hann ætlaði að gera. Svo sterk var þessi tilfinning, að alla leiðina hafði Pont-Briand ekki getað losnað undan þeirri tilhugsun, að þegar hann væri kominn til Megantic hefði hann flúið Peyrac, því þá væri hann kominn út af svæði hans og nú var hann hér. Að lokum var hann kominn; hann hallaði sér upp að tré, tilfinninga- sljór í þeim gagnsæa dauða, sem veturinn hafði í för með sér og varp- aði öndinni þunglega með samblandi af von og örvæntingu. Eftir fáein skref myndi hann leggja af stað niður brattann, niður á sléttuna, myndi týnast í hvíta skugga, myndi felast hægt og hægt sjónum og Peyrac myndi ekki ná til hans. En á flótta myndi hann ná til St. Lawrence og timburvirkisins Þar, síðan upp til þorpanna, sem byggð voru úr steini umhverfis yddaðan kirkjuturninn. og gríðarstóra bónda- býlið, sem hann myndi ganga inn í og setjast við gríðarstórt eldstæðið, til að éta heilan bóg af söltuðu svínakjöti og skola þvi niður með brennandi koníaki, en framar öllu væri honum borgið þar í Kanada.... öll réttincti áskitin, Opera Mundi, Paris. — Framh. í næsta blaði 50 VIKAN »•tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.