Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 45
B.B. King „Konungur blues-ins“.
átrúnaðargoð nútímans, sem not-
ar blues fyrir grundvöllinn að
tónlist sinni, sem er nokkurs-
konar endaleysa af hljómum og
hávaða. „Krakkarnir taka á móti
þessari tónlist með galopnum
örmum. Ef þau fengju ekki þessa
tónlist, sem er hröð og hávaer,
myndu þau bara í staðinn gera
einhvern fjárann af sér. Þessi
tónlist er ákaflega mikilvægur
hluti í lífi þessara ungmenna. Ef
foreldrarnir vilja raunverulega
leggja sig fram við að skilja sín
börn, þá ættu þeir að reyna að
skilja tónlistina sem þau dýrka.“
Margir hljóðfæraleikarar halda
því fram að einungis , blökku-
menn geti leikið blues. „Það eru
til nokkrar stórkostlegar blues-
hljómsveitir, skipaðar eingöngu
hvítum mönnum," segir Muddy
Waters, sá mikli blues-leikari frá
Chicago, og ef til vill sá sem
lagði grunvöllinn að því að
blues-inn var endurvakinn. „Þeir
geta spilað hvað sem er. En þeir
fóru ekki í baptistakirkju á
hverjum sunnudegi eins og ég
gerði. Þeir hafa ekki þessa dá-
samlegu „soul“ tilfinningu djúpt
í hjartanu eins og ég. Og þeir
geta ekki komið boðunum til
skila. Þeir eru að spila blues
hvíta mannsins. Ég spila bara
blues. Þann sama blues og lang-
afi minn söng á ökrunum, þegar
húsbóndi hans sveiflaði svipunni
yfir höfðinu á honum.“
Mjög fáir hvítir blues-leikarar
þræta fyrir þetta. Bæði í Eng-
landi og í Ameríku, þar sem
hljóðfæraleikarar eins og Eric
Clapton, John Mayall og Mike
Bloomfield leika blues, keppast
hvítir hljóðfæraleikarar við að
fá blökkumenn með sér í hljóm-
sveitir og reyna svo að lifa að
hætti þeirra (blökku).. Bloom-
field, sem var alinn upp í gyð-
Muddy Waters: „Spila sania blues og
afi .. . .“
ingahverfi Chicago, var vanur að
fara yfir í hinn hluta borgarinn-
ar, þar semi hann hlustaði á
blakka söngvara og músikanta
túlka blues-inn. Þá var hann að-
eins unglingur. „Maður verður
að týna miklu af þessu hvíta í
manni,“ segir hann, „ef maður
á að geta spilað blues. Blessaður,
maður, ég hef spilað sums stað-
ar í Chicago þar sem hvítt and-
lit hafði ekki sézt í mörg ár“.
Þó eru þeir til, sem telja að
nokkrir hvítingjar geti „haft“
blues. B. B. King, sem oft hefur
verið nefndur „Konungur Blues-
ins“ segir til dæmis: „Janis Jop-
lin syngur blues engu síður en
hvaða blökkumaður sem er.“
Janis Joplin er ákaflega sér-
stæð stúlka, aðeins 26 ára gömul.
Á hljómleikum syngur hún
þannig, að andlit hennar engist
Framhald á bls. 40
Blood, Sweat & Tears, ein vinsælasta
blues-hljómsveitin vestanhafs um
þessar mundir.
29. tbi. VIKAN 45