Vikan


Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 49
finningalaus gagnvart ölLu þvi, sem ekki leiðir til fullnægingar þeirrar ástríðu. Burt með hylli heimsins! Hann minntist þess hvernig hann hafði sjálfur yfirgefið heimili sitt fimmtán ára gamall, haltrandi og spottaður fyrir ófríðleik sinn og. ójafnt göngulag og hóf ferð sína umbverfis heiminn. Hafði hann hugsað eitt andartak um móðurina, sem hann skildi eftir sig og horfði á hann fjarlægjast? Einkasóninn, sem hún hafði hrifið úr hrömmum dauðans. Florimond var af sama tagi. Hann bjó yfir sama þægilega tilfinn- ingaleysinu, sem mundi gera honum auðveldara að ná því markmiði, sem hann hafði sett sér, án þess að villast af vegi. Eina leiðin til að særa hann alvarlega var, að koma í veg fyrir leit hans að þekking- unni sem frjór hugur hans krafðist. Hann leitaði fullnægingar hug- ans miklu meira en fullnægju hjartans. Meðan de Peyrac velti fyrir sér skapgerð og lunderni sonar síns, hugsaði hann, að þegar hann væri orðinn fullorðinn maður og hefði loks brotizt undan fjölskyldu sinni, kynni hann stundum að reynast skeytingarlaus eða jafnvel harðbrjósta og jafnvel ennfremur vegna þess, að hann þurfti ekki að yfirvinna samskonar ágalla og faðir hans, örótt andlit og vanskapaðan líkama. Glæsilegt útlit hans myndi slétta fyrir hann marga brautina. — Pabbi, sagði Florimond lágt. -— Þú ert miklu sterkari en ég. Hvernig varðst Þú svona sterkur? — Það gerir löng ævi, sonur minn. Á þessum tíma hef ég aldrei haft tima til að láta vöðva mína ryðga. — Það er nú það, sagði Florimond. r— Hvernig gat ég Þjálfað mig í gönuhlaupum í Boston, þegar maður fékk ekkert annað að gera en kúra yfir hebreskum bókum? — Sérðu eftir ,því að þú iærðir þessa fáu imánuði í skóla? — Ég efast um það; mér lánaðist að lesa Efxodus á frummálinu og grískunni minni fór mikið fram af að lesa Plató. — Gott. Og nú i þeim skóla, sem þú gengur i undir minni yfirstjórn, færðu tækifæri til að styrkja líkamann svo vel sem hugann. Kvartarðu undan þvi að þjálfunin hafi ekki verið nógu ströng í dag? — Drottinn minn, nei! hrópaði Florimond, því hann var stirður frá hvirfli til ilja. Greifinn hreiðraði um sig við eldinn og hallaði sér upp að bakpok- unum. Allt umhverfis þá lá skógurinn i ískaldri þögn, sem ekkert rauf nema þessi brestandi hljóð, sem þeir gátu ekki útskýrt, en gerðu þeim bilt við. — Þú ert sterkari en ég, pabbi, endurtók Florimond. Þessir síðustu dagar höfðu verið lítilþægu stolti hans þörf Íexía. — Ekki á allan hátt, sonur minn. Hjarta þitt er óhindrað og ein- lægt. Tilfinningaleysi þitt verndar þig eins og brynja og gerir þér kleift að leysa af hendi ýmis verkefni, sem ég get ekki lengur, því hjarta mitt er fangið. — Áttu við að- ástin geri mann veikari? spurði Florimond. — Nei, en að verða ábyrgur fyi-ir ást annarra er gifurleg takmörkun á frelsi manns, eða Því sem við köllum frelsi á vori lífsins. Sjáðu til, ástin eins og allur annar mikill fróðleikur auðgar okkui', en i Biblíunni segir að sá sem auki þekkingu auki sorg. Vertu ekki of áfjáður um að gína yfir öllu, Florimond, en hafnaðu engu sem lífið hefur að bjóða þér, af ótta við að Það kunni að valda þér kvöl. Það barnalega er að viljum gapa yfir öllu á einum og sama tinia. Listin að lifa er í því fólgin að láta eitt aflið taka við af öðru. Ungur mað- ur nýtur frelsisins, en fullorðinn maður kann að elska og Það er dá- samleg reynsla. — Heldurðu að ég muni nokkru sinni kynnast því? — Kyxjnast hverju? — Ástinni, sem þú ert að tala um. — Þá verðurðu að ávinna þér það, sonur minn, og gjalda fyrir það. — Það sýnist mér ....... Og aðrir verða að gjalda fyrir það líka, sagði Florimond og neri á sér auma kálfana. Peyrac greifi hló hjartanlega. Hann og Florimond skildu ævinlega hvor annan, án Þess að þurfa að segja allt út í æsar. Florimond hló líka og leit glettnislega á hann. — Þú ert glaðlyndari, pabbi, síðan þú komst með mömmu aftur til okkar. — Þú líka, sonur minn. Þeir þögnuðu og hugsuðu óljósar hugsanir. Hvor í sína áttina, en báðir höfðu Angelique íyrir hugskotsjónum sínum; smám saman beind- ust hugsanir að manninum sem Peyrac var að veita eftirför. Mann- inum sem hafði komið til þeirra til að gera þeim illt, eins og úlfur. — Pabbi, veiztu hvern Pont-Briand liðsforingi minnir mig á? spurði Florimond allt i einu. — Hann er að vísu fingerðari og ekki eins viðbjóðslegur, en sama manngerðin. Það er skelfilegt hvað hann minn- ir mig mikið á Montadour kaptein. — Og hver var þessi Montadour kapteinn? — Það var svínið, sem konungurinn setti á vörð um höllina okkar, ásamt hermönnunum, sá sem móðgaði og svivirti móður mina með augnaráðinu einu saman. Hvað eftir annað langaði mig til að reka hann í gegn. En ég var aðeins barn og gat ekkert gert til að verja hana. Þarna voru allt of margir hermenn og þeir voru allt of valda- miklir. Konungurinn sjálfur ætlaði að koma móður minni á kné og neyða hana til uppgjafar. Hann þagnaði og vafði um sig skikkjunni. Þögn stóð svo lengi að Joffrey de Peyrac hélt að hann hefði sofnað, en allt í einu hélt strákurinn áfram: — Þú segir að hjarta mitt sé enn lokað og tilfinningalaust, en þar hefurðu rangt fyrir þér faðir. — Jæja, ekki vænti ég að þú sérst ástfanginn. — Nei, ekki á þann hátt sem þú meinar. En ég hef sár í hjarta mínu, sem gefur mér ákaflega lítinn frið, því nú um nokkuð langt skeið hef ég Þjáðst af hræðilegu hatri. Ýg hata mennina sem drápu litla bróður minn Charles-Henri. Ég unni honum ........... Hann reis upp við dogg og það glampaði á augu hans, þegar hann leit í áttina að eldinum. •— Já, ég hef haft rangt fyrir mér, hugsaði greifinn. Hjarta hans er lifandi. Florimond hélt áfram og útskýrði. — Hann var hálfbróðir minn, sonurinn sem móðir mín átti með du Plessis Belliére marskálki. — Já, ég veit það. ___ Hann var aðdáanlegt barn og ég unni honum. Ég er viss um að það var Montaaour sem drap hann með sinum eigin höndum til að hefna sin á móður minni, af því hún vildi ekkert hafa með hann að gera. I-Iann var maður sem var líkur Pont-Briand, sem montaði sig á meðal okkar fyrir nokkrum dögum, ánægður með sjálfan sig og þetta sjálfumglaða glott ...... Nákvæmlega sami svipurinn. Og þegar ég hugsa um Montadour fer ég að hata alla þessa slagferðugu, óupp- dregnu Frakka með sjálfumglöðu glottin, og þó er ég Frakki sjálfur. Stundum er ég reiður við móður mína fyrir að hún skyldi ekki leyfa mér að taka litla bróður minn með mér á hestinuim; ég hefði ef til vill getað bjargað iífi hans. Auðvitað var hann mjög ungur. Eg veit svosem ekki hvort óg hefði getað bjargað honum. Þegar ég lít tiL baka sé ég að ég var aðeins barn sjálfur .......... Mér fannst það ekki Þá, en ég var ekkert annað en berhent barn............ þrátt fyrir sverðið. Og móðir mín var jafnvel enn varnarlausari .......... Ég gat ekkert gert til að verja hana til að slíta hana úr klónum á grimmum ofsækjend- um, ég gat ekki betur gert en að leggja af stað í ieit að þér og nú hef ég fundið þig og við erum báðir sterkir, þú eiginmaður hermar og ég sonur hennar. En það er of seint, þeim vannst timi til að ljúka heigulsverki sínu og ekkert getur aftur Lifgað litla Charles-Henri .... — Jú, dag nokkurn getur hann orðið þér lifandi á vissan hátt. — Hvað áttu við? —■ Daginn sem þú eignast son sjálfur. Florimond starði undrandi á föður sinn og andvarpaði svo. — Það er rétt! Það var rétt af þér að minna mig á það. Þakka þér fyrir það, pabbi! Hann lokaði augunum og virtist þreytulegur. Allan þann tíma, sem hann hafði verið að tala, hafði hann talað í stuttum setningum, eins og hann væri smám saman að svipta ofan af sannleika, sem hann hafði hingað til ekki viljað standa augliti til auglits við. Og fyrir greifann hafði hann lyft upp einu horni af þeirri dularfullu hulu, sem grúfði yfir þvi óþekkta og grimmúðuga lífi Angelique, sem hún hafði lifað langt .fjarri honum. Hún hafði aldrei talað um son sinn Charles-Henri. Af tillitssemi við hann sjálfsagt, en ef til vill einnig af ótta. En blæddi móðurhjartað minna fyrir hann en Florimond? Smán, sálarkvöl og hjálparleysi herjuðú á hjarta unga mannsins og Joffrey. de Peyrac fannst að þeir deildu sömu reiðinni eins og menn, sem hefðu verið móðgaðir saman. Þessi reiði hafði búið i' hjarta hans, allt síðan þeir yfirgáfu Wapassou í leit að Pont-Bricmd. Reiði þeirra var næstum af sama toga. Reiði særðrar ástar og stóð rótum i sömu fornu oð eyðandi lind fortiðarinnar, sem hafði hafnað þeim báðum, barni og iföður, sviknum og yfirbuguðum. Hann hall- aði sér í átt til sonar síns, til að reyna að létta byrðinni af ungu hjrta hans og breyta beiskju hans í virka athöfn. — Það er ekki alltaf hægt að flýja hin hörðu lög prófunar og ósigurs, sonur minn, sagði hann. ■— En hjólin halda áfram að snúast og núna, eins og þú sjálfur segir, erum við sterkir, við tveir saman. Nú hefur stund hefndarinnar loks komið fyrir mig og þig, sonur minn ...... Nú g'etum við að lokum launað fyrir þessa svivirðu, tekjð málstað litilmagnans og goldið fyrir þau högg er við höfum þolað. Á morgun, þegar við drepum þennah mann hefnum við fyrir Charles- Henri; við hefnum fyrir auðmýkingu móður þinnar. Á morgun, þegar við drepum hann, drepum við Montadour .............. 57. KAFLI Það var á Megantic vatnasvæðinu sem þeir hittust. Þessa vetrardaga, þegar þykk kristalkennd blæja grúfði yfir vötnun- um og kom upp um Það hvað svaf undir ísnum, heyrðist ekkert mann- legt hljóð, sem ekki dó þegai' út i skeytingarleysi sléttunnar. Trén stóðu dauð upp úr frosnum vötnunum eins og súlur úr hreinum kristal og teygðu fram greinar sínar, eins og hengdar með höggnu gleri, sem birtan í loftinu, fremur en dauft sólskinið, glitraði í eins og þúsund stjörnur. Þessir isi þöktu risar stóðu einir í konungdæmi vatna, fljóta, sunda og fenja, sem snjórinn huldi nú undir viðsjárverðu teppi úr gallalausu flaueli. Þegar sumar og haust kemur á nýjan leik leggja Kanadamennirnir ásamt fylgimönnum sínum af stað enn einu sinni, frá þessu landi vatna- veganna, í átt til suðurs til að bæta við safn sitt áf höfuðleðrum eða orrustum í Nýja-E'nglandi, bjarga sálum sínum og viðskiptum með því að úthella blóði villutrúarmanna. Farvegur Chaudiére færði þá hingað án erfiðsmuna, síðan, áður en þeir leggja af stað yfir fjöllin, nema þeir staðar og biðja og syngja sálma ásamt prestum slnum, umhverfis griðarmikla varðelda. Þannig var það, þegar Pont-Briand liðsforingi sá Megantic vatna- svæðið ofan af kletti í þessu föla og glitrandi allsleysi, sem kanadiskum augum hans var svo kunnuglegt, að óttabandið umhverfis hjarta hans losnaði lítið eitt og hann andaði léttar. Nú var land hans, Kanada, nær. Svæðið var hlaðið minningum fyrir hann, þvi það var ekki langt síðan hann var þar með Loménie greifa, á bakaleiðinni frá hinum voðalega leiðangri til Katarxmk virkisims. —• Já, voðalega, endurtók hann með sjálfum sér, þvi það var fundur hans við fólkið i Katarunk, sem hafði farið með sálarfriðinn. En fyrir engan mim hefði hann viljað missa af þessum fundi. Þær tilfinningar, sem hann hafði siðan borið til þessarar einu konu, höfðu auðgað lif hans svo, að sú tilhugsun, að héðan í frá væri hann henni sviptur, fyllti hann hugarangri. Hann gat ekki lengur látið sig dreyma um hana, gat ekki lengur borið hana saman við aðrar, til að njóta betur fegurðar hennar, að virða hana fyrir sér eða að dást að henni. Þetta var i raun og sannleika óskýranlegur barnaskapur, en það hafði skipt hann afar miklu og án þess fannst honum óhugsandi, að hann gæti komizt af, því án hennar hafði lífið glatað öllu bragði. Hún var orðin of mikill hluti af lifi hans þessa síðustu mánuði. — Ég verð að snúa við, hrópaði hann í örvæntingu, nei, ég get aldrei hætt við hana. Aldr- ei .... Aldrei .... Það er hún sem ég vil. Ég get ekki dáið án þess að njóta hennar. Ef hún átti ekki að verða mín; hversvegna varð hún þá á vegi mínum? Og hann sagði við sjálfan sig hvað eftir annað, að hörund hennar væri eins og fullþroska ávöxtur, sætt og safaríkt og ÞaS mundi næra hann á líkama og sál. Hann hélt áfram að hugsa, ekki um stundina, þegar hann tók varir hennar með valdi — það skammaðist 29. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.