Vikan


Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 17.07.1969, Blaðsíða 44
JflNIS JOPLIN OG ENDURFÆDING BLUES-IN8 Janis á sviðinu: „ .... meira virði en himnaríki.. .. Jimi Ilendrix, ........á barmi ofbeldis ... Á fyrstu, og nú sögulegu, al- þjóðlegu pop-hátíðinni í Monter- ey, árið 1967, vakti enginn eins mikla athygli og stúlkukind frá Port Árthur, Texas, Janis Joplin að nafni. Hún æpti sig inn í hugi viðstaddra, og siðan hefur ferill hennar verið ein óslitin frægðar- ganga. Janis Joplin er fyrsti kvenmaðurinn, sem hefur verið svo hátt skrifuð í pop-heimin- um, og er nokkurskonar sam- nefnari fyrir allan þann fjölda hvítra söngvara og hljóðfæra- leikara sem hafa átt sinn hluta í því að endurvekja blues-inn. Blues er eina raunverulega ameríska tónlistin. Hann átti upptök sín í Missisippi, þar sem blakkir þrælar sungu af öllu hjarta um allt sem þjáði þá og angraði- Á öðrum og þriðja ára- tug aldarinnar var blues-inn „jazzaður", af snillingum á borð við Louis Armstrong, Benny Goodman, Duke Ellington, Woody Herman, Count Baise, Bix Beiderbecke og Charlie Parker. Og þegar rokkið kom til sögunnar á 6. tug aldarinnar var það lítið annað en blues með ör- lítið sterkara tempói. Allt frá byrjun rokksins voru það svo The Rolling Stones, Beatles og Bob Dylan, sem sköpuðu for- dæmið í tónlistarheimi unga fólksins — með tónlist sem átti rætur sínar að rekja til blues-ins. „Mikið af ungu fólki í dag hef- ur það á tilfinningunni, að það sé loks að fá það sem því ber,“ segir Jimi Hendrix, eitt helzta ,Johnny Wintcr, cinn fárra viður- kendra hvítra blues-ista. 44 VIKAN 29-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.