Vikan


Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 5

Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 5
TOPPLAUSAR í WALL STREET korn • Hljómburður: Innrétting í leikhúsi, sem gerir leikurunum kleift að heyra, þegar áhorfend- ur hósta. • Banki: Staður, þar sem þú getur fengið lánaða regnhlíf, þegar veðrið er gott, en verður að skila henni aftur, um leið og byrjar að rigna. • Kvikmyndahús: Staður, þar sem maður verður margs vísari um ástina, ef maður lætur myndina ekki trufla sig. Þessar léttklæddu stúlkur, sem tilheyra reyndar pophljóm- sveitinni „Humming- birds“, vöktu nýlega á sér mikla athygli, er þær stilltu sér upp á vörubílspalli í New York, nánar til- tekið sjálfu Wall Street. Þær gerðu þetta í hádeginu og hugðust efna til hljómleika. — En bandarískir kaup- sýslumenn voru svo yfir sig hrifnir og háværir, að litið varð úr spiliríi hjá dúfunum. Þær flenn- uðust því meira í staðinn, eins og sjá má á myndinni. SPILAVÍTI f AÞENU Herforingjastjórnin í Grikk- landi reynir með öllum tiltæk- um ráðum að laða ferðamenn til landsins, en þeim hefur stór- fækkað, síðan lýðræðið var af- numið í landinu. Nú i sumar var fyrsta spilavítið opnað í Aþenu og nefnist það Club Alexander. Til þessa hefur fjárhættuspil verið bannað í landinu, en her- foringjastjórnin hefur breytt lögunum til þess að fá fleiri krónur í kassann. Mörgu fyrir- fólki var boðið, en ekki mætti nema lítill hluti af því. vísur vikunnar Fölnar í augum fjöldans fjarlægra stjarna blik: á Marz er myrkur og kuldi á Mánanum grjót og ryk. Svifhraðir nökkvar sigla um sólkerfin undrum lík vísindin efla oftast allt nema rómantík. Hrifnæm og ástfangin hjörtu að himintunglunum dást en verða nú jafnvel að játa að jörðin sé kannski skást. FLYTUR 20000 BÍLA Á ÁRI FRÁ EVRÓPU TIL AMERÍKU © Heppni: Orsök þess, að ein- hverjum tókst að gera það, sem manni sjálfum misheppnaðist. © Kaþólikki: Sá sem er á móti mótmælendum. • Bjartsýnismaður: Maður, er lítur björtum augum á vanda- mál annarra. • Stundvísi: Listin að gizka á, klukkan hvað öðrum þóknast að koma. • Tungan: Sá hluti líkamans, sem konan hugsar með. © Æska: Þegar maður er orð- inn of gamall til að þiggja góð ráð. ® Smjaður: Listin að geta sagt öðrum það, sem honum finnst um sjálfan sig. • Þumalfingur: F i n g u r i n n sem er hægra megin á vinstri hendinni, en vinstra megin á þeirri hægri. • Hjónaband: Algengasta or- sök hjónaskilnaðar. Eftir nokkur ár er búizt við, að Sviar og aðrar Evrópuþjóðir hætti að flytja sjóleiðis nýju bíl- ana, sem seldir eru til annarra landa. Það sem á að koma í stað- inn, er flugvélin á meðfylgjandi mynd, og á maskínan að geta rúmað 50 bíla í einu. Það eru Lockheed-verksmiðj- urnar í Bandaríkjunum sem vinna að smíði farartækisins, en það hefur verið kallað L-500. — Að vonum mun þessi nýja að- ferð við bifreiðaflutninga valda algjörri byltingu í samgöngu- málum, og er búizt við, að L- 500 geti flutt 20.000 bíla á ári frá Evrópu til Ameríku — en ekki nema 15.000 til baka, vegna stærðar bandarískra bíla. M tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.