Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 13
til þess, að ódæðið hefði ver-
ið íramið, á meðan hún svaf.
Það var Marcel, sem náði
í lögregluna. Marcel var í
senn þjónn, ekill, húsvörður
og eins konar ráðsmaður hjá
frú Montvoisin. Hann hafði
verið í vist hjá frúnni í heil-
an mannsaldur. Hann var
orðinn gamall, þegar maður-
inn hennar lézt, og það var
héraðsfleygt, hve annt hann
lét sér um gömlu frúna og
hversu hann var henni trúr.
í uppnáminu, þegar Odette,
vinnukonan, var að segja há-
grátandi frá því, sem gerzt
hafði, var hann hinn eini, sem
ekki lét sér bregða. Hann
símaði þegar til hreppstjór-
ans og þegar hann kom, sagði
Marcel honum frá því sem
orðið var hægt og rólega og
í samhengi og svaraði hverri
spurningu ofur blátt áfram.
Hann var að vísu ofurlítið
fölur og röddin skalf við og
við af geðshræringunni, en
annars hafði gamli þjónninn
fullt vald á sjálfum sér, og
missti ekki halds á þeim
virðuleik, sem þjónum er svo
eiginlegur.
Um hitt fólkið var öðru
máli að gegna. Vinnukonan
Odette, sem var kornung, var
sígrátandi og snöktandi og
gat varla sagt tvö orð i sam-
hengi. Jómfrú Legrinne, vin-
kona og gestur frú Montvo-
isin, varð svo yfirbuguð, að
hún gat varla talað. Hún gat
ekki upplýst neitt, sem gefið
gæti lögreglunni neina vís-
bendingu. Það lítið, sem upp
úr henni hafðist, voru al-
mennar athugasemdir um
spillingu mannkynsins, sem
að hennar dómi hafði vaxið
svo hröðum skrefum „eftir
stríðið“ og eins konar sam-
bland af móðgun og furðu yf-
ir því, að svona gæti komið
fyrir „á heiðarlegu heimili".
Morð og manndráp voru að
hennar áliti þess eðlis, að þau
gátu ekki komið fyrir nema
á meðal lágstéttanna. Henni
fannst gersamlega óviðeig-
andi af frú Montvoisin að
deyja á þennan hátt.
Og svo var það Rosalíe,
eldabuskan, sem Bardau
hafði þegar dæmt seka. Hún
hafði líka verið í vist hjá frú
Montvoisin árum saman. Af
flestum var hún talin bezta
sál, fremur einföld og ef til
vill nokkuð duttlungafull, en
einstaklega vinnusöm og trú
húsmóður sinni. En hátterni
hennar, þegar lögreglan kom,
var í sannleika sagt einkenni-
legt.
— Að þetta skyldi eiga að
fara svona, kjökraði hún. —
Og peningarnir. Allir pening-
arnir gömlu frúarinnar.
— Peningarnir? Hvaða
peningar, spurði hreppstjór-
inn. Hann hafði ekki ennþá
fengið ráðrúm til að athuga,
hvort frú Montvoisin hefði
verið rænd líka.
— Peningarnir, sem frú
Montvoisin geymdi alltaf hjá
sér. Hún treysti ekki bönk-
unum og það getur maður vel
skilið, ekki betur en þeir fara
með sparifé fólks nú á dög-
um.
— Hvar geymdi frú Mont-
voisin peningana?
— í efstu kommóðuskúff-
unni, alveg við höfðalagið hjá
sér.
— Hvernig xdtið þér það?
— Veit ég? Ég veit það
auðvitað alls ekki. Ég þekki
ekkert til einkamála frúar-
innar. Æ, hreppstjóri. Þér
skuluð ekki taka neitt mark
á því, sem ég er að blaðra.
Ég er gamall fáráðlingur, sem
kann ekki að halda sér sam-
an, — það sagði frúin alltaf.
— Það er skylda yðar að
segja allt, sem þér vitið til
þess að fá upplýsingar í mál-
inu, sagði hreppstjórinn há-
tíðlega. Þetta var í fyrsta
skipti, sem hann sýslaði með
alvarlegri mál en hænsna-
þjófnaði og flakk, og þess
vegna fann hann talsvert til
sín.
Nú var læknirinn kominn,
en hreppstjórinn fór að at-
huga kommóðuna. í efstu
skúffunni var allt í hræri-
Framhald á bls. 33.
VIKAN 13