Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 33
vel. Ég hef, jú, komið þar 4—5
sinnum, en hef aldrei komið fram
þar og ætla mér ekki að gera það.
Þegar ég hef farið þangað hef ég
leikið golf, séð nokkrar leiksýn-
ingar og farið svo heim. Mér lang-
ar ekki að láta bendla mér við
fjárhættuspil eins og fer þar fram.
Ég hef ekki neitt á móti gambleríi
sjálfur, en það er bara þannig, að
mikið af því fólki sem kemur til
Las Vegas veit ekki hvenær það á
að hætta og tapar peningum sem
það hefur ekki ráð á að missa. Og
sé maður skemmtikraftur sem dreg-
ur fólk að, þá finnst mér eins og
maður sé að hvetja fólk til að
koma og eyða peningum sem það
hefur alls ekki ráð á að missa. Mér
finnst allt í lagi að dvelja þar í 3
—4 daga, leika golf, fara á nokkr-
ar leiksýningar og fara svo heim.
Því miður er það samt þannig, að
flestir fara yfir mörkin.
— Sennilega er það ,,the Rat
Pack", eða Frank Sinatra, Sammy
Davis, Jr-, Dean Martin og Peter
Lawford, sem hafa gert nafn Las
Vegas svo þekkt. Það hafa mynd-
azt alls kyns gróusögur um þá fé-
laga, sem flestar hafa við engin
rök að styðjast. Það eina sem í
rauninni skeði með þessa menn,
var að þeir unnu saman á tímabili
og eru góðir vinir í raunveruleik-
anum, en gerðu vináttuna opin-
bera, svo að almenningur gæti
fylgzt með henni.
Ég er búinn að þekkja alla þessa
menn í 25 ár, og hef líka unnið
með þeim; þeir eru alls ekki eins
og fólk heldur að þeir séu. Frank
Sinatra er t. d. alls ekki eins harð-
ur og hann er í kvikmyndunum,
og Dino (Dean Martin) er ekki sami
drykkjusvolinn og hann virðist
vera. í rauninni smakkar hann ör-
sjaldan vín. En þó er einn, sem er
eins á tjaldinu og í raunveruleik-
anum: Bob Flope. Hann er ákaflega
skemmtilegur og einn bezti vinur
minn.
Dóttir amerísku frúarinnar með
blómahattinn, um þrítugt, hallar sér
fram, og gapir af áhuga. Hún ætl-
ar sér greinilega ekki að missa af
orði sem goðið segir, og hinir, sem
inni eru, halda niðri í sér andanum
af eftirvæntingu og spenningi; von-
ast til að heyra einhverja sögu um
þessa frægu menn. En Crosby
þagnar skyndilega, horfir út um
gluggann og dæsir: — Jesus Christ.
— Trúir þú á Guð, segi ég.
Hann brosir lítillega: — Auðvit-
að, segir hann svo. — Ég er róm-
versk-kaþólskur og sæki kirkju á
hverjum sunnudegi.
Nei, það er alls ekki svo, að ég
haldi að maður geti ekki verið trú-
aður þó svo að maður sæki ekki
kirkju, en til að geta talið sig til-
heyra einhverri sérstakri trú, verð-
ur maður að taka þátt í kirkjulegu
starfi á einhvern hátt. Ég hef aldrei
verið í neinum nefndum eða stjórn-
um í kirkjufélagi mínu, þar sem
mér finnst að maður f minni stöðu
eigi ekki að misnota aðstöðu sfna
á þann hátt. En ég sæki kirkju og
gef rausnarlega í samskotabaukinn;
það er nóg fyrir mig- Hver maður
verður að gera upp við sjálfan sig
á hvað hann trúir, og mér finnst
engum koma það við hverju hann
trúir og hvernig hann fer að því.
Sá sem aldrei sækir kirkju gæti al-
veg eins endað í himnaríki og sá
sem sefur með guðsorðabókina á
brjóstinu.
Ég finn á honum, að þetta er
nokkuð sem hann vill helzt ekki
ræða, svo ég breyti um umræðu-
efni.
— Hefur þú verið í herþjónustu?
— Nei, í fyrri heimsstyrjöldinni
var ég of ungur, og í þeirri síðari
of gamall. En ég hef skemmt alls
staðar, þar sem bandarískir her-
menn eru — nema í Viet Nam. Ég
reikna með að fara þó þangað á
þessu ári, verði Bandaríkjamenn
þar ennþá, sem ég vona ekki. Þetta
er ömurlegt stríð, en við Banda-
ríkjamenn eigum hlutverki að
gegna þarna, sem virðist vera al-
gjörlega ómögulegt að leysa af
hendi með góðum árangri.
Mér finnst að við ættum að
halda heim um leið og það er bú-
ið að koma einhverju lagi á hlut-
ina þar, og Suður-Vietnamska þjóð-
in er fær um að taka við. Ég tel að
Nixon forseti sé á sömu skoðun —
sem og allir aðrir. En við vorum
neyddir til að berjast þarna, og
það var vitað fyrirfram, að það er
ekki hægt að vinna þetta stríð. Við
fengum til dæmis aldrei leyfi til að
bombardéra Hai Phong, þar sem
óvinurinn fær sín hergögn, en
þannig hefðum við getað endað
stríðið á nokkrum mánuðum.
En í rauninni get ég ekkert um
þetta sagt, þar sem ég veit ekkert
um þetta, og ég er viss um að þeir
sem stjórna aðgerðunum vita ná-
kvæmlega hvað þeir eru að gera,
og eru mun víðsýnni en t. d. ég.
Nei, ég hef ekkert á móti komm-
únistum,- vilji einhver vera komm-
únisti, og geti hann sætt sig við
kommúnistískt skipulag, þá verði
honum að góðu. En mig langar
geysilega til að koma til Sovétríkj-
anna. Borgarleikhúsið í Moskvu er
hið bezta í heiminum.
Bing Crosby er ekki mikill póli-
tíkus — allavega ekki í viðtali, þar
sem aðdáendur hans gapa yfir
hverju orði sem gengur fram af
hans munni. Hann heldur þv(
áfram að útlista fyrir mér ágæti
leikhússins í Moskvu og segir mér
frá einhverri sórkostlegri sýningu
þar sem einn vinur hans hafi ný-
lega verið viðstaddur.
— Hver er minnisstæðasti at-
burðurinn frá ferli þínum? spyr ég
svo.
Hann hugsar sig lengi um, og
hristir svo höfuðið:
— Ja, því get ég ekki svarað.
Ég get ekki gert mér grein fyrir
því svona í fljótu bragði. Nei, jafn-
vel ekki neinu sem er umtalsvert.
Það hefur margt komið fyrir mig.
Hann hlær við, og viðstaddir
hlæja eins og þeir hafi verið með
honum í öllu því sem komið hefur
fyrir hann.
— Ég skal segja þér, segir hann
svo, — að venjulegur dagur hjá
mér er ákaflega ómerkilegur. Það
skeður ekkert — nema ég sé á veið-
um einhvers staðar. Ég lifi í raun-
inni heldur rólegu lífi. Jú, að vísu
kemur margt skemmtilegt fyrir, og
ég lifi skemmtilegu lífi, en það er
alls ekki spennandi eða æsandi,
eins og þú kannski heldur.
En lang-skemmtilegasti maður-
inn sem ég hef unnið með, og er
mér minnisstæðastur, er Bob Hope.
Við erum góðir vinir, leikum golf
saman og þar fram eftir götunum.
Frank Sinatra er mér líka minnis-
stæður. Mér finnst hann ákaflega
góður vinur — en hann getur líka
verið heldur óþægilegur óvinur.
Jú, hann er skapmikill, eins og
flestir Sikileyingar, en mér líkar
vel við hann. Frank er gæddur
stórkostlegum hæfileikum.
Bing Crosby er farinn að ókyrr-
ast í sæti s(nu, enda orðið fram-
orðið, og ég fer líka að hugsa mér
til hreyfings, og byrja að pakka
saman pússi mínu.
— Að lokum, segir Bing og bros-
ir, — þá langar mig til að þú segir
lesendum þlnum, að ég hafi haft
einstaklega gaman af dvölinni hér
á íslandi, og að einhvern tíma ætli
ég að koma aftur- Ég er mjög hrif-
inn af landinu og fólkinu sem
byggir það, og ég verð að segja,
að það er allt öðruvísi en ég bjóst
við. Ekki svo að skilja, að ég hafi
búizt við eskimóum og snjóhúsum,
en ég hélt að landið væri aðeins
hvítara og kaldara. Næst þegar ég
kem, ætla ég samt að panta her-
bergi með lituðum gluggarúðum,
svo að ég geti sofið örlítið!
Söngvarinn, leikarinn, veiðimað-
urinn og lögfræðingurinn Harry
Lilace „Bing" Crosby, er um-
kringdur aðdáendum sem heimta
eiginhandaráritun, og eftir að hafa
skipzt á kveðjum og kurteisisleg-
um þakkarorðum göngum við út í
bjarta sumarnóttina.
ó. vald.
Vönduð hljómplata
Heimis og Jónasar
Framhald af bls. 24.
eru við Ijóð Davfðs Stefánssonar
frá Fagraskógi; þá eru þrjú lög,
sem flokkast sem gamanvísur og
að lokum þjóðlagið „Móðir mín (
kv( kví".
Hér er ekki ætlunin að t(na til
hvert einstakt lag og gefa því ein-
kunn. Þess skal aðeins getið, að í
heild er flutningur laganna með
miklum ágætum, og það er ekki
laust við að maður sakni þess, að
þeir félagarnir skuli nú vera búnir
að leggja gítarinn á hilluna, en þeir
eru báðir við nám. Þeim til aðstoð-
ar við sönginn eru Vilborg Árna-
dóttir, sem syngur með í lögun-
um við Ijóð Tómasar, og Þóra
Kristín Jóhansen, sem aðstoðar f
lögunum við Ijóð Davíðs. Undirleik
á bassa annast Páll Einarsson, og
hefur hann einnig séð um útsetn-
ingar margra laganna.
Þá er rétt að geta þess, að um-
slag plötunnar er hið smekklegasta,
sem enn hefur sézt á íslenzkum
hljómplötumarkaði. Utlit, Ijósmynd-
ir og prentun eru með slíkum ágæt-
um, að fyllilega er sambærilegt við
hliðstæða erlenda framleiðslu. Er
þetta vissulega gleðileg nýbreytni,
og er óskandi, að framhald verði
á svo vönduðum vinnubrögðum.
Myndirnar á plötuumslaginu tók
Sigurgeir Sigurjónsson, og sýnir
hann enn einu sinni frábæra hæfi-
leika, en prentun umslagsins ann-
aðist Grafík hf- Hljóðritun plötunn-
ar annaðist Jón Þór Hannesson og
hefur hann staðið vel í stykkinu að
vanda.
☆
Lulu og söngkeppnin
Framhald af bls. 25.
Ég var ( upptökusalnum með nokkr-
um vinum mínum og dundaði við
að glamra á píanóið. Allt í einu
gekk hún ( salinn, fallegri en
nokkru sinni fyrr, rjóð í vöngum
og útitekin . . . ég gleymdi, hvað
það var, sem ég hafði verið að
spila á píanóið!
Ekki leið á löngu, þar til allt féll
í Ijúfa löð á milli okkar- Verst þótti
mér, að ég þurfti að halda til
Bandaríkjanna, daginn eftir að ég
hitti hana og vera þar í mánuð með
hljómsveitinni.
Strax og Maurice kom aftur heim
úr Bandaríkjaferðinni gengu þau í
hjónaband, og er nú allt í lukkunn-
ar velstandi hjá hjónakornunum,
eins og myndirnar af þeim sýna.
☆
Fjögur í húsi
Framhald af bls. 13.
graut, en engir peningar voru
þar. Hinar skúffurnar höfðu ekki
verið opnaðar. Morðinginn hlaut
því að hafa vitað, hvar pening-
arnir voru.
Síðan komu nokkrir menn úr
gæzluliðinu og þeir lögðu til, að
símað yrði til bæjarins eftir
hjálp og féllst hreppstjórinn á
það með semingi, en hann hefði
helzt kosið að fjalla um málið
upp á eigin spýtur. „Betur sjá
augu en auga“, sagði hann hugs-
andi.
Og nú var Bardau fulltrúi
sendur á staðinn, leynilögreglu-
maður, sem hafði upplýst mörg
flókin mál. Hann kom einn í
litla, gráa bílnum sínum og sett-
ist að á kránni „Chez Pére Lap-
in“, þar sem hann hitti sér til
mikillar furðu gamlan kunn-
ingja sinn, rithöfundinn Jean
Tulipe. Þeir höfðu oft starfað
saman, og þótt þeir væru gjarn-
an ósammála og ertu hvorn ann-
an, báru þeir jafnan virðingu og
hlýjan hug hvor til annars.
Meðan Bardau fulltrúi hraut
uppi í rúmi sínu í gaflherberg-
inu með bláröndóttu glugga-
tjöldunum, þrammaði Tulipe út
34. tw. VIKAN 33