Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 6
P.S. Hvernig er skriftin? Er
hún of smá?
Xil að geta orðið flugfreyja,
þarftu að minnsta kosti að vera
20 ára, með gagnfræðapróf eða
hliðstæða menntun (landspróf),
og einnig þarftu að kunna
ensku, eitt norðurlandamál;
þriðja tungumálið er ákaflega
æskilegt — jafnvel skylda.
Því miður á ég ekki enska
textann sem þú biður um, en
hér kemur sá íslenzki, í þýð-
ingu Egils Bjarnasonar:
SÓL RÍS, SÓL SEZT.
Var þessi snót í vöggu hjá mér?
Var þessi snáði að leika sér?
En hvenær hafa þannig þroskazt
þau tvö hér?
Hvenær varð hún svo há og
fögur?
Hvenær varð hann svo vænn að
sjá?
f gær voru þau bæði smá.
Sól rís. Sól sezt. Sól rís. Sól sezt.
Samfellt dægraskrið.
Fræið að fögru blómi verður
fyrr en við höfum litið við.
MIÐA
PREIMTUN
Takið upp hina nýju aðferð og
látið prenta alls konar aðgöngu-
miða, kontrolnúmer, tilkynning-
ar, kvittanir o.fl. á rúllupappír.
Höfum fyrirliggjandi og útvegum
með stuttum fyrirvara ýmis konar
afgreiðslubox.
LEITIÐ UPPLÝSINGA
HILMIR HF
SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320
v__________:_____________y
6 VIKAN ^4-tbI
pósturinn
Sól rís, sól sezt
Kæri Pósturl
. . . Ég hef aldrei skrifað Póst-
inum áður, en vona nú að ég fái
svar við spurningum mínum. —
Fyrst langaði mig til að spyrja
hvort þið gætuð ekki birt text-
ann að laginu „Sunrise, sunset“
í blaðinu?
Og svo langaði mig til að
spyrja hve mörg tungumál mað-
ur þarf að kunna til að geta orð-
ið fullfær flugfreyja? Og hvaða
menntunar er krafizt? Ef mað-
ur tæki t. d. ekki gagnfræða-
próf, hvaða menntun er þá hlið-
stæð?
Ég vona að þú getir leyst úr
þessum spurningum fyrir mig.
Vertu svo blessaður og sæll og
gangi þér allt í haginn í fram-
tíðinni.
Ein fáfróð.
Sól rís. Sól sezt. Sól rís. Sól sezt.
Svifhratt líða ár.
Árstíð hver annarri sem fylgir
á sína hamingju og tár.
Hver hollráð gæti ég þeim
gefið?
Get ég veitt lið á einhvern hátt?
Þau verð‘a af lífinu að læra
smátt og smátt.
Sjá þau svo ung og indæl saman.
Eins og nýgiftum hjónum ber.
Megi slíkt hlotnast okkur
mér og þér.
Sól rís. Sól sezt. Sól rís. Sól sezt.
Svifhratt líða ár.
Árstíð hver annarri sem fylgir
á sína hamingju og tár.
P.S. Skriftin er nógu stór og
greinileg, en ekki nógu falleg.
SVAR TIL EINNAR ÖRVÆNT-
IN G ARFULLRAR:
Væri ég þessi strákur, og vildi
ekkert með þig hafa, þá hefði
ég látið nákvæmlega eins og
hann. En þar sem ég veit að þér
er svo annt um hann, þá skaltu
reyna einu sinni enn. Næst þeg-
ar þið hittizt, þá skaltu hrein-
lega spyrja hann hvort hann
hafi ekki fengið bréfið frá þér,
og ef hann er ekki því meiri
mannleysa, ættir þú að fá eitt-
hvað ákveðið svar frá honum.
En yfirleitt finnst strákum held-
ur lítið varið í að stelpur séu að
reyna við þá. -— Sambúð þess-
ara tveggja stjörnumerkja gæti
hins vegar varla verið betri.
ÞverskurSur af imbum
Kæri Póstur!
Mér skilst að þetta sé einhver
hefðbundin kveðja, og því nota
ég hana. En þú ert mér sko alls
ekkert kær. Þessi dálkur er
þverskurður af imbum í þjóð-
félaginu, og ég er þess fullviss,
að þú, „Kæri Póstur“, ert einn
af þeim. Hver heilvita maður
getur séð það af þessum fárán-
legu svörum og ráðleggingum,
sem þú ert að gefa. — En samt
sem áður hef ég lumskan grun
um, að þið þarna á Vikunni
semjið öll þessi bréf sjálfir; hún
ríður ekki við einteyming, bölv-
uð vitleysan í ykkur.
Vertu svo blessaður.
Grímur Halldórsson,
Reykjavík.
„ . . . þverskurður af imbum í
þjóðfélaginu . . .“! Hérrétt! Að
Nýja Bólsturgerðfn auglýsir
tít Sófasett
ir Svefnsófar tveggja manna
★ Svefnsófar eins manns
★ Svefnbekkir
★ Svefnstólar
★ Skrifborðsstólar
'A' Raðstólar
ir Hornborð
★ Sófaborð
★ Innskotsborð 4 gerðir
ir Veggspeglar með skúffu
★ Vegghillur og skápar
HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR
Nýja Bólsturgerðin
LAUGAVEGI 134 - SÍMI 16541