Vikan


Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 9
VIÐTAL VIÐ BANDARÍSKA SÖNGVARANN OG LEIKARANN BING CROSBY Texti: Omar Valdimarsson — Myndir: Sigurgeir Sigurjónsson Fullu nafni heitir hann Harry Lilace Crosby, og er lögfræðingur að mennt. Lítill, sköllóttur og grannvaxinn maður,- andlitið hrukkótt, bitið af veðri og vindum. Hann kemur fram með öryggi sem nálgast kæruleysi, er fljótur að brosa, athugull og gætinn, en annars heldur venjulegur eldri maður. Bæði að sjá og tala við. Ég sat með honum eina kvöldstund ekki alls fyrir löngu, og rabbaði við hann um heldur sérstæðan feril hans og sitthvað fleira. Hann virtist þreyttur, enda hafði hann verið á fótum síðan klukkan sex þann sama morgunn, og hafði verið á ferðalagi daginn áður. Fjörlegi svipurinn, sem venjulega auðkennir manninn, var að mestu leyti horfinn, og ég sá á honum, að hann var svo syfjaður og slæptur, að hann langaði mest að halla sér aftur á bak og sofna. Maðurinn sem um ræðir er sjálfur Bing Crosby: Leikari, söngvari, þjóðsagnapersóna og sjúkur veiðimaður. Erindi hans hér upp á klakann [ þetta skiptið, var að gera sjónvarpskvikmynd um laxveiðar á (slandi fyrir ABC sjónvarpsfyrirtækið bandaríska. Hvert læst mannsbarn á landinu veit hvernig sú veiði- og myndaferð gekk fyrir sig. En það eru ekki allir sem vita, að Harry Lilace Crosby, sem hlaut nafnið „Bing" strax í æsku, hefur komið hér tvisvar áður. Það var fyrir 10—12 árum; í bæði skiptin aðeins í 30 mínútur — að nóttu til. „Alls ekki merkilegt," segir hann og yppir öxlum. Ég hafði staðið í töluverðu stímabraki við að ná f stjörnuna. Það var alltaf sama svarið: Mr. Crosby þarf að fara þetta og gera þetta, og svo þetta og hitt; Mr. Crosby er að borða núna, geturðu ekki hringt klukkan þetta og þetta; Mr. Crosby er svo þreyttur, að hann vill ekki einu sinni tala við blaðafulltrúann sinn. A endanum náði ég þó I hann, og hann sagði mér að hitta sig klukkan 9 það sama kvöld 1 anddyri Loftleiða- hótelsins. Við fengum okkur sæti í vistlegri setustofu á jarðhæð hótelsins, þrátt fyrir aðvörunarorð Crosby's um að þar myndi allt fyllast af fólki um leið og við værum komnir inn. Það var eins og við manninn mælt. Við vorum varla setztir fyrr en fólkið streymdi að, og starði á okkur með einhvers konar lotningu f svipnum, án þess að segja svo mikið sem eitt einasta orð. Mér fannst þetta argasti dónaskapur — ekkert af þessu fólki var fslenzkt, þótt undar- legt megi virðast — en stjarnan virtist ekkert kippa sér upp við þetta. Hann glotti, leit á mig og sagði: „Ég var búinn að segja þér, að svona myndi fara." Eins og áður er getið, hefur Bing komið hér tvisvar áður, og ég fæ hann til að segja mér eitthvað um þær heimsóknir sfnar: — Ja, í rauninn get ég ekki sagt að ég hafi komið hér, útskýrir hann. — í bæði skiptin var ég á leið til og frá meginlandi Evrópu, og við stoppuðum hér í ca. hálfa klukkustund til að taka eldsneyti. I fyrra skiptið var ég á leið til Evrópu til að leika í kvikmynd, og í seinna skiptið var ég að koma heim úr skemmtiferðalagi. Og þar sem þetta var um miðja nótt, gat ég ekki gert mér neinar hugmyndir um landið. — Nú hefur mér aftur á móti gengið betur að átta mig á þessu fallega 34.tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.