Vikan


Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 45
staðinn. Það var orðið nærri aldimmt. og tunglið varpaði draugalegum skugg- um á umhverfið. Svo hrópaði ég, hljop um og leitaði, æpti mig hásan og skim- aði allt í kringum mig, en enginn svar- aði né lét á sér kræia. Hestur og riddari voru horfnir, algjörlega sporlaust. Ég get ekki ímyndað mér, að nokk- ur í heiminum hafi verið haldinn meiri einmanakennd og ótta en ég var, þa sem ég stóð þarna einn í draugalegu rjóðrinu, án þess að hafa hugmynd um hvernig ég ætti að komast aftur tii bækistöðva minna. Það hreif mig ekki eitt augnablik, að ef til vill hafði ég rekizt á merkar fornminjar; ég bölvaðii örlögum mínum í sand og ösku. En kannske hélt riddarinn ókunni að ég fylgdi honum ennþá. Það var jú orðið svo dimmt, að maður sá ekki nema ör- fáa metra fram fyrir sig. Hesturinn minn hafði tekið til við að drekka úr lækn- um sem rann þarna, og svo hámaði hann í sig grasið á lækjarbakkanum. Blessuð skepnan. Eg steig á bak og eftir að hafa stýrt honum í þá átt sem ég hélt við hefðum komið úr, gaf ég tauminn lausan. Hann ráfaði stefnu- laust í nokkrar mínútur, en hélt svo með berginu, alltaf í sömu átt, og virt- ist vita nákvæmlega hvert hann var að fara. Sennilega var það einhver hinna ævagömlu stíga eða slóða sem liggja þvers og kruss um alla Elbu; eyjan komst fyrst i vegasamband eftir Napó- leonstímann. Og það er eins víst og að jörðin er hnöttótt, að ég verðlaunaði hestinn minn með fullri jötu af höfrum þegar við vorum komnir aftur heim. Daginn eftir reið ég ásamt tveim mönnum öðrum aftur út til staðarins þar sem ég hafði verið með dauða ridd- aranum. Allur galdurinn við að rata aftur var að fylgja sporum hestsins frá því kvöldið áður. En ég tók eftir því, að það voru aðeins spor eftir einn hest. Þar fundum við mikið magn leifa ösku, málms og ýmiskonar leirmuna. Þetta voru fyrstu minjar etrúskanna sem fundust á Elbu. Og ekki nóg með það: Þarna voru leifar mannabústaða. Fregnin um fund minn barst til Róma- borgar. Og er prófessor Monaco hafði gert bráðabirgðarannsóknir á því sem honum barst, lá þegar ljóst fyrir, að þarna voru vissulega sögulegar minjar frá etrúsk-rómverska tímanum, og mér var uppálagt að halda áfram rannsóknum mínum á því efni sem ég hafði fundið á Elbu. Ég gerði ofurlitla könnun á því, hver það hefði getað verið sem vísaði mér á staðinn, en án árangurs. Og enginn kann- aðist við að hafa nokkru sinni séð hest af þeirri tegund sem ég lýsti. Þá gat heldur enginn skilið hvernig mér datt í hug að fara að ríða þarna inn í skóginn í leit að fornleifum, þar sem ekki hafði fundizt svo mikið sem einn einasti stígur eða slóð í meira en 1000 ár. Þeir sögðu að ég hlyti að hafa séð sýnir. Þeir fengu aldrei að vita, að þar hittu þeir einmitt naglann á höfuðið. ☆ 34. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.