Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 15
sem er reiðubúnar til ástarævin-
týra með ungum mönnum, sem
þær hitta. Og fyrst svona auð-
velt er að fá þetta verður það
ekki lengi spennandi. Hér eru
það karlar miklu frekar en kon-
ur, sem sækjast eftir hjónabandi,
því að þá losna þeir við að þurfa
að sinna nema einum kven-
manni. Meðan karlmaður er
ógiftur, er það talinn argasti
dónaskapur af hans hálfu að
neita að leggjast með stúlku, fari
hún á fjörurnar við hann.
Stúlkurnar á Owa Raki fara
varlega í að velja sér eiginmann.
Þótt maður hafi verið elskhugi
einhverrar þeirra í lengri tíma
og dugað vel sem slíkur, er eng-
an veginn víst að það hrökkvi
til. Meira máli skiptir að piltur-
inn sé aflamaður og kunni vel
að paðla eintrjáningi. Hann
verður sem sagt að geta sannað
Ungu mennirnir á Owa Raki eru
margir hinir vörpulegustu, en ekki
ganga þeim kvonbænirnar þó and-
skotalaust.
I frjálsum ástum eru það stúlkurnar,
sem taka frumkvæðið, en hjónbandið
forðast þær í lengstu lög.
að hann sé fullfær um að sjá
fyrir fjölskyldu.
Það er því ekki tekið út með
sældinni að vera á biðilsbuxum
á Owa Raki. Biðlarnir verða að
leggja á sig margs konar raunir
til að vinna hylli sinnar dáðu.
Oft skora þeir á kunningja sína
í íþróttakeppni, hlaup og kast.
Ef þeir sigra, endurtaka þeir
bónorðið. En jafnvel þá er ekki
öruggt að þeir fái jáyrði. Næsta
bragðið er oft að setja skál með
salómonskum hátíðarétt, er
nefndur er susugu, fyrir framan
kofadyr stúlkunnar hvert kvöld.
Smakki hún á krásinni er það
talið merki þess að hún sé ekki
fráhverf.
En bregðist þetta einnig, grípa
sumir til ráðs, sem einhverjir
myndu kalla örþrifakennt. Hinn
hryggbrotni biðill fær þá ein-
hvern vina sinna til að fleka
stúlkuna. Áður nuddar hann þó
sjálfum sér vandlega utan í vin-
inn. Tilgangurinn með þessu er
sá, að vinurinn beri lykt hans
til stúlkunnar og að hún fái þá
ósjálfrátt góðan þokka á hon-
um.
En meira að segja þetta tekst
ekki alltaf. Þá er gripið til þess
neyðarúrræðis, sem sameiginlegt
mun flestu fólki, þegar fokið er
í flest skjól: að leita til guðanna.
Það var þetta sem Kahah
ákveður að gera. Þegar stúlkan
sem hann þráir — Olari getum
við látið hana heita — hefur
margneitað honum, snýr hann
sér til Mwane Apuna og tilkynn-
ir ákvörðun sína. Hann ætlar að
fá sér eintrjáning og róa í hon-
um frá landi. Þegar hann er
kominn það langt frá ströndinni
að hann sjáist naumlega þaðan,
mun hann kasta árinni fyrir
borð og bíða átekta. Séu guð-
irnir meðmæltir fyrirætlun hans,
láta þeir bátinn berast að landi.
Það er algengast í tilfellum sem
þessu, en hitt er þó einnig til að
báturinn með biðlinum týnist á
víðernum hafsins.
Framhald á bls. 42.
Melancsísk blómarós í þjóSbúningi.
Mclanesar eru sumir enn])á eitthvert frumstæðasta fólk á jörðinni. en þjóð-
legar íþróttir eins og mannát og hausaveiðar munu þó i mikilli afturför hjá
þcim.
S4.tbi. viKAN 15