Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 31
\L IbS cyi CXl l?* L M œr'W t V! rMTMT33 £ !x3 < VI
HUSMÆÐUR
ATHUGIÐ!
Hálfútvatnaðui' beinlaus saltfiskur í nið-
urskomum stykkjum í neytendaumbúð-
um. Fæst bæði í 500 gr. pk. með roði og
450 gr. án roðs. Geymist á köldum stað.
Þarf að útvatna 5—8 stundir og er ætlað
fyrir 3—5.
NÝTTÁ MARKAÐNUM
HVERSDAGS - BAKKALAO.
450 gr saltfiskur, vel útvatnaður og roðlaus.
100 — smjörliki.
700 — kartöflur, skornar í sneiðar.
100 — laukar.
1 bolli niðursoðnir tómatar (eða tómatsósa),
Cayenne-pipar (cða paprika) af hnífsoddi, 2
dl vatn.
Hrærið piparinn saman við tómatana, því
næst er fiskurinn, kartöflurnar og kryddið
lagt í lög í eldfast ílát, lok sett yfir (eða al-
uminiumörk) og bakað í ofni við vægan hlta
þar til kartöflurnar eru soðnar — ca. 1 klst.
HEILDSÖLUBIRGÐIR
O. JOHNSON OG KAABER HF.
FÆST í FLESTUM MATVÖRUVERZLUNUM
OG KAUPFÉLÖGUM UM LAND ALLT
Ryder Street. Sunnudag.
Kæra ungfrú Cherrell!
Þér getið treyst mér í þessu máli. Með beztu kveðju,
yðar einlægur
John Muskham.
Með þeirri tilfinningu að hún hefði unnið svolítinn sigur, fór hún
til Condaford. Foreldrar hennar reyndu að vera róleg á yfirborðinu,
en þau voru greinilega áhyggjufull. Það kom dálítið óþægilega við
hana, þegar henni var sagt að þau hefðu boðið Dornford að vera
hjá þeim um páskana.
— Ég vona að þú hafir ekkert á móti því, Dinny; við vissum ekki
hvort þú yrðir þá komin heim.
— É’g get ómögulega sagt að ég sé sérlega ánægð yfir því ekki
einu sinni við þig, mamma mín.
— Jæja, en einhvern daginn verður þú að taka upp lífsbaráttuna
aftur, vina mín.
Dinny beit á vörina, en svaraði ekki. Það var satt, en uggvekj-
andi. Og ekki síður þegar þessi orð komu frá hinni hæggerðu og
blíðlyndu móður hennar, voru þau stingandi.
Barátta! Lífið var þá eins og orrusta. Þú ert slegin niður, sett á
sjúkrahús, og drifin þaðan út í orrustuna á ný. Foreldrar hennar
vildu örugglega ekki missa hana, en það var greinilegt að þau vildu
að hún yrði hamingjusöm í hjónabandi, og það jafnvel þótt mis-
heppnað hjónaband Clare væri nú í brennipunkti!
Páskarnir komu, með hressandi golu. Clare kom með lestinni á
páskadagsmorgun, Dornford síðdegis í bílnum sínum. Hann heilsaði
Dinny, eins og hann efaðist um að hún byði hann velkominn.
Hann hafði keypt hús við Campden Hill. Hann hafði verið mjög
ákafur um að vita hvernig Clare litist á það, svo að hún fór með
honum til að skoða það einn daginn.
— Það er afskaplega skemmtilegt, Dinny, snýr móti suðri. Svo er
bæði bílskúr og hesthús, handa tveim hestum; fallegur garður,
nauðsynlegar skrifstofur, allt miðstöðvarhitað. Hann ætlar að flytja
þangað í maí.
— Þetta hljómar vel. Þá ferðu þangað til vinnu, en ekki til
Temple.
— Já, hann flytur málfærsluskrifstofurnar til Pump Court eða
Brick Buildings. Ég er hissa að hann skuli ekki nefndur í sambandi
við skilnaðarmálið, ég er svo miklu meira með honum en Tony nú.
Annað var ekki talað um skilnaðarmálið. Það yrði fyrsta eða
annað málið, sem tekið yrði fyrir eftir páskafríið.
Reyndar minntist Dornford á það eftir hádegisverðinn á annan
páskadag.
-— Ætlar þú að vera viðstödd, þegar mál systur þinnar verður
tekið fyrir, Dinny?
— Já, það verð ég að gera.
— Ég er hræddur um að þú verðir illa reið. Þeir hafa fengið
Brough til að sækja málið, og hann er sérstaklega harður í horn
að taka. Clare verður að reyna að vera köld og ákveðin.
Dinny minntist þess sem Roger yngsti hafði sagt við hana, að
hann vildi óska að það hefði heldur verið hún, sem hann varði
málið fyrir, ekki Clare.
— Ég vona að hún verði það.
— Ég ætla að reyna að skýra fyrir henni hvernig þetta gengur
fyrir sig, það gæti orðið til þess að þetta kæmi henni ekki allt á
óvart. En það er aldrei hægt að segja fyrir um það hverju Brough
finnur upp á.
— Verður þú í réttarsalnum.
—• Ef ég get, en það er verst að ég verð líklega ekki laus.
— Hve lengi standa svona réttarhöld yfir?
— Ég er hræddur um að þau geti tekið nokkra daga.
Dinny andvarpaði.
— Vesalings pabbi! Er búið að skipa mann fyrir Clare?
— Já, — Instone, og hann er ákaflega ergilegur yfir því að hún
vill ekkert segja um Ceylon.
-— Það kemur aldrei til, það veiztu. Hún segir aldrei frá því.
■— Ég dái hana fyrir það, en það verður örlagaríkt.
— Það er eiginlega gott, sagði Dinny, — ég óska hennar vegna
að hún losni. Sá sem ég kenni mest í brjósti um, er Tony Croom.
34. tbi. VIKAN 31