Vikan - 21.08.1969, Blaðsíða 20
Pompidou-hjónin á yngri árum.
Georges Pompidou í bernsku ásamt foreldrum sínum. Faðirinn gengur á hækj-
AUÐVELD LEIÐ Á
EFSTA TINDINN
líkt og Þjóðverja sjálfa, en gera de Gaulle eins konar sýslumann á Mada-
gaskar. Það síðastnefnda er kannski það, sem hann hefur átt erfiðast með
að fyrirgefa Bandaríkjamönnum. Og svo hæfilega mörgum árum eftir
stríðið, þegar Frakkar voru mátulega djúpt sokknir ! það fen ringulreiðar
sem þeir alltaf lenda í þegar þeir reyna að praktísera lýðræði í alvöru,
þá tekur hann á ný við stjórnartaumunum og breytir La France á svip-
stundu úr hálfgjaldþrota, lítilsmetnu bandarísku fylgiríki í ríki með ör-
uggan fjárhag, sjálfstæða utanríkisstefnu og meira að segja kjarnorku-
vopn. Að vísu var hlutverk það, er hann ætlaði Frakklandi og lét það
leika á vettvangi alþjóðamála, stórum meira en svaraði til íbúafjölda þess
— fimmtíu milljóna — og auðlindanna sem það réði enn yfir. En þetta
tókst furðanlega.
Frakklandi bregður þv! við brottför de Gaulles, sem í fleiri en einum
skilningi var höfði hærri en landar hans flestir. Og fleirum bregður við,
ýmist til hins betra eða verra. Það hlakkar sjálfsagt í Bretum þessa dag-
ana; tvívegis hafði de Gaulle orðið þeim Þrándur ! Götu þegar þeir ætl-
uðu í Markaðsbandalag Evrópu. Aumingja fólkið í Bíöfru, sem stöðugt er
verið að reyna að útrýma með brezkum vopnum, kætist llklega minna,
því að það eru frönsk vopn og frönsk áhrif í milliríkjaviðskiptum sem átt
hafa drýgstan þátt ! að halda í því lífinu síðasta árið. Arabar Vestur-Asíu
hafa líka ástæðu til harms, því að de Gaulle var næstum eini vinurinn,
sem þeir áttu í hópi vestrænna stjórnmálamanna. Og trúlega hefur brott-
för hans ekki hvað sízt verið talin til tíðinda í Washington, jafn óþægur
Ijár ( þúfu sem le grande Charles hefur reynzt Bandaríkjamönnum.
[ Frakklandi hafa umskiptin valdið lítilli ólgu. Þótt Frakkar séu til-
finningasamir öðrum þræði, eru þeir miklu fremur skynsemdarsinnar af
skóla Descartesar. Flestir þeirra munu því hafa afgreitt það liðna með
gallneskri axlaypptingu — líkt og franskt sjálfstæði eftir innrás Hitlers —
og hafizt síðan handa við að aðlagast nýjum aðstæðum með sem þægi-
legustu móti.
Því verður ekki neitað að eftirmaður de Gaulles er öllu dæmigerðari
fransari en hann var sjálfur. Georges Pompidou, sem er rúmlega hálf-
Pompidou í herþjónustu. Hann barðist hvorki með de Gaulle eða neðanjarðar-
hreyfingunni.