Vikan


Vikan - 26.11.1970, Page 6

Vikan - 26.11.1970, Page 6
Vel snyrt kona er augnayndi Tugir heimsþekktra snyrtivörutegunda Tækifærisgjafir í úrvali Verzliö þar sem úrvalið er mest ÍOcáéu# Austurstræti 7 - sími 17201 Hinn margeftirspurði dömustóll kominn í mörgum lit- um. — Pantanir óskast sóttar. — Einnig nýkomin sófa- sett í úrvali. HCSGAGNAYERZLUN I KAJ PIID H.F. Grettisgötu 46, sími 22584. Slæm sjónvarpsskilyrSi Kæra Vika! Ég hef aldrei skrifað þér áð- ur, en ég get ekki lengur orða bundizt. Svo er mál með vexti, að undanfarnar vikur hefur ekki verið svo dagskrá í sjón- varpinu, sem við hér á Þing- eyri höfum sérstaklega ætlað að horfa á, nema eitthvað hafi farið úrskeiðis með sendinguna. Við misstum af myndunum í vígahug, Svart sólskin og Ör- lagavaldurinn, svo að ég tali nú ekki um ýmsa smáþætti. Við sá- um aðeins byrjunina á mynd- inni I óvinahöfn, sem við héld- um að væri mjög góð. f fá- menninu finnst okkur gaman að horfa á sjónvarpið. Það styttir skammdegiskvöldin. Nú er í ráði, að sjónvarps- og út- varpsgjöld hækki. Eigum við semsagt að fara að borga enn hærra gjald fyrir að eiga það tæki, sem maður hefur keypt sjálfur, en sér lítið sem ekkert í? Það er sveimér ekki svo stórt í sniðum, sem maður hefur út úr þessu, þótt sifelldar bilanir éti ekki af báðum endum. Sjónvarpið er góðra gjalda vert. En það hlýtur að vera lág- markskrafa, að það nái til fólks- ins í fásinninu. Það hefur miklu meiri þörf fyrir það en stór- borgarbúarnir. Vertu svo kært kvödd, Vika mín, með þökk fyrir allt gamalt og nýtt og lifðu vel og lengi. 007, Þingeyri. Það er hverju orði sannara, að einmitt fólkið í strjálbýlinu hefur mesta þörf fyrir sjónvarp- ið. Við komum þossari um- kvörtun hér með á framfæri, en til frekari áréttingar væri ef til vill ráð, að láta íbúa staðarins skrifa undir virðulegt mótmæla- plagg. Slíkt hefur jafnan mikil áhrif. Adam, Eva oe: höggormurinn Kæra Vika! Sg sendi þér nú nokkrar lín- ur sem þú máske birtir í les- endabréfum þínum, ef þér sýn- ist svo. Ég var að enda við lest- ur greinar þinnar „f fullri al- vöru“ 38. tbl. Þú segir þar frá mótmælum húsmæðra á Eski- firði í haust við hækkun á verði landbúnaðarvara. Og allir hafa heyrt um mótmæli forustu- manna verkalýðsins. — Þegar * Adam og Eva voru búin að láta höggormsskrattann tæla sig til að gera það sem þeim var bann- að, „þá kenndi Adam Evu um, og Eva aftur höggorminum". — Þessi árátta hefur svo fylgt mannkyninu gegnum aldirnar, að kenna ávallt öðrum um allar misfarir, en aldrei sjálfum sér. Þú nefnir mjólkurverð 1964 og berð það saman við kaup- gjald þá. Og verð mjólkur nú og kaupgjald. Og þessi saman- burður er mjólkinni óhagstæður. Mig bresta gögn til að geta nokkuð um þetta dæmt. En það liggur í augum uppi, að ef gera á samanburð á kaupmætti og kaupi, þá verður það að vera á fleiri en einni neyzluvöruteg- und. Og ég spái því, Vika mín, ef þú tekur þig nú til og aflar þér upplýsinga um verð á land- búnaðarvörum, neyzlufiski, kornvörum, kaffi og sykri, eins og það var í byrjun þessa stjórn- artímabils, og eins og það er í dag, þá munir þú komast að því, að landbúnaðarvörur hafa síður en svo hækkað hlutfalls- lega meira í verði en aðrar neyzluvörur. „Hér gæti nú verið amen eft- ir efninu“. En vegna bréfs í sama tölublaði sem einhver HES skrifar, langar mig til að lengja þetta spjall dálítið. Tilefni bréfs hans virðist vera meðmæli Vik- unnar með hjálp til bænda á öskufallssvæðinu. Það er ekki ný bóla, að dagblöðin hvetji lesendur til að rétta hjálparhönd þeim sem verða fyrir skaða eða óhöppum. Og svo mikil mann- ræna er ennþá í okkar þjóð, að hún hefur síður en svo dregið sig í hlé þegar um hjálparstarf hefur verið að ræða. En aldrei minnist ég þess að hafa heyrt eða lesið andmæli frá neinum við slíkri hjálparstarfsemi. Get- ur HES því verið stoltur af, að þetta var mjög frumlegt hjá honum. Um síðustu verðhækkanir á landbúnaðarafurðum sem HES verður svo mikið um, mætti segja þetta: Ekki voru verkföll- in í vor og sumar gerð vegna þeirrar hækkunar sem varð á landbúnaðarvörum í haust. Væri ekki réttara að álykta svo, að verðhækkunin bæði á land- búnaðarvörum og öðrum neyzlu- vörum, stafi beinlínis og óbein- línis af verkföllunum? Hvernig er hægt að ímynda sér þegar kaup hækkar um 15—25% og þessutan greidd full verðlags- uppbót á kaupið, að það komi ekki út í verðlagið, og svo þeg- ar kaupmönnum og heildsölum er, strax áður en undirskrift kaupsamninga er þornuð á papp- írnum, leyft að stórhækka álagningu á öllum vörum. Hvernig er hægt að búast við, 6 VIRAN «• tbi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.