Vikan


Vikan - 26.11.1970, Page 16

Vikan - 26.11.1970, Page 16
— Jú, herra minn, sagði Mr. McWilliams, því þetta var nefni- lega ekki það fyrsta sem hann sagði. Já, sagð' ann, að vera hræddur í þrumuveðri er ein- hver óþægilegasti brestur, sem getur verið í fari nokkurs manns. En, eins og kunnugt er, þá eru það einkum konur, sem hafa þennan annmarka; endrum og eins má þó verða hins sama var hjá hvolpum og jafnvel stöku sinnum hjá karlmönnum. Þetta er alveg sérstaklega óþægilegt, sökum þess, að fólk virðist missa uioðinn í miklu ríkara mæli er> þegar um venjulega hræðslu er að ræða. Og fyrir slíkt fólk er bókstaflega ómögulegt að koma vitinu. Að húðskamma það er til- gangslaust. Kona, sem þorir að horfast í augu við sjálfan Satan — já, jafnvel mús, lympast nið- ur eins og lampakveikur og bráðnar eins og smjör, þegar að þú gætir gætt þín, þó ekki væri nema vegna mín og barn- anna. — Já, en góða mín.... — Þú veizt, að það er ekki til hættulegri staður en einmitt rúmið í svona fárviðri — það stendur í öllum bókunum. En þú ætlar þá sem sagt að liggja þarna eins og skata og hætta lífinu af frjálsum vilja — þó guð megi vita hvers vegna, nema ef það væri bara til þess að þybbast við mig. . . . — Fjandinn hafi það, þegiðu, Evangelía! Ég er ekki í rúminu núna, ég er... Elding truflaði setninguna og á eftir fór ægilegt vein frá Evan- gelíu og þruma. — Þarna geturðu séð hvað hefst upp úr þessu! Mortimer þó, hvernig geturðu verið svona blygðunarlaus að standa þarna bölvandi á slíku augnabliki? þrumuveður geysar. Það er ein aumlegasta sjón, sem hægt er að hugsa sér. Jæja, eins og ég sagði, þá vaknaði ég við það, að hálfkæft öskur hljómaði við eyra mér, án þess að ég gæti gert mér minnstu grein fyrir, hvaðan það kæmi: Mortimer! Mortimer! Þegar ég var búinn að átta mig, reis ég upp í rúminu þarna í myrkrinu og sagði: — Evángelía, ert það þú, sem kallar? Hvað er að? Hvar ertu? — Inni í klæðaskápnum. Þú ættir að skammast þín fyrir að liggja þarna hrjótandi, þegar brjálað veður geysar úti. — Nei, bíddu nú hæg! Hvern- ig getur maður skammast sín, þegar maður liggur steinsofandi? Þvaður, Evangelía. Slíkt er blátt áfram ekki hægt. — Þú hefur aldrei reynt það, Mortimer. Þú veizt það vel. — Aldrei reynt það einu sinni. Og ég heyrði niðurbælt snökt. Það dró úr beiskju orðanna, sem voru komin fram á varir mér: — Mér þykir þetta leitt, vina mín -— mjög leitt. Ég hafði ekki í hyggju að særa þig. Svona, komdu nú og.... — MORTIMER! — Fyrir guðs skuld, hvað gengur á? — Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú sért ennþá uppi í rúmi? — Vitanlega. Því ekki það? — Upp úr rúminu með þig á augabragði! SÉJg hefði þó haldið, o Kona, sem þorir að horfast í augu viS sjálfan Satan - já, jafnvel mús, lympast niður eins og lampakveikur og bráðnar eins og smjör, þegar þrumuveður geysar. Það er bókstaflega ómögulegt að koma fyrir hana vitinu... GAMANSAGA EFTIR MARK TWAIN — Ég bölvaði alls ekki . . . og eldingin kom hvort eð var ekki af því, alls ekki. Hún hefði kom- ið nákvæmlega eins, þó mér hefði ekki hrotið orð af vörum, og þú veizt ósköp vel, eða ættir að vita, að þegar andrúmsloftið er hlaðið rafmagni.. . — Já, útskýrðu bara þetta og hitt, en mér er samt ómögulegt að skilja, hvernig þú getur hag- að þér svona, þegar þú veizt, að það er enginn eldingavari á hús- inu og kona þín og börn eiga allt undir forsjóninni einni saman. Hvað ertu nú að gera? Kveikja á eldspýtum á svona stund? Ertu orðinn hringlandi band-vitlaus? — Hvað gengur nú á, mann- eskja? Hér er niðadimmt, eins og í hvalsmaga, og. . , . — Slökktu, slökktu á auga- bragði! Ætlarðu að hætta lífi okkar allra? Þú veizt, að ekkert dregur eins að sér eldingar og einmitt ljós. (Fzt — bang — bom — bom bommelom — bomm!) Þarna geturðu sjálfur heyrt. —- Sérðu hvað þú hefur gert? — Ég sé yfirleitt ekki glóru. Það kann að vera að ljós geti mp □ □□ dregið að sér eldingu, en það framleiðir hana þó ekki, það þori ég að hengja mig upp á. Því ef hún hefur beinzt að eldspýtunni, þá hefur verið fjandi lélega mið- að. Enda eru möguleikarnir til þess að hæfa eina eldspýtu tæp- ast meira en einn á móti millj- ón... . — Skammastu þín, Mortimer! Hér horfumst við í augu við dauðann, og á svona hátíðlegri stundu leyfir þú þér að vera með slíkt markleysu hjal. Ef þú endi- lega vilt. . . . Mortimer? — Já? — Mundirðu að fara með bænirnar þínar í gærkvöldi? — Ja, ég ætlaði nú að fara með þær, en ég stóð í því að reikna út hvað 12 sinnum 13 væri og ég.. . . (Ftz — bomm-berrom-bomm). — Við erum glötuð. Öll von er úti! Hvernig gaztu gleymt slíku, þegar veðrið er svona ægilegt? — Já, en það var alls ekki svona veður. Það sást ekki ský- hnoðri á himni Hvernig átti ég að vita, að öll þessi bölvuð læti mundu dynja yfir? Það er ekki sanngj arnt af þér að vera að minnast á þetta, því það kemur svo sjaldan fyrir. Ég hef ekki gleymt kvöldbæninni minni síð- an ég orsakaði jarðskjálftann fræga hér á árunum. Framhald á bls. 41 „Kötturinn! Náðu í hann og lokaðu hann inni í nátt- borði. Flýttu þér! Kettir eru hlaðnir rafmagnl. Guð mlnn, ég heid, að ég verði gráhærð á þessari reynslu- nótt . . .“ 16 VIKAN tw.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.