Vikan


Vikan - 26.11.1970, Side 27

Vikan - 26.11.1970, Side 27
Höfundar leiksins: Gerome Ragni, Galt MacDermot og James Rado. ■ hár hárið hárið létta þétta lætur drottinn spretta á mér. Ég vil að hárið flaksist faxi líkast stríðu síðu glampi skíni glói grói kvíslist hríslist hringist stingist liðað lokkáð hrokkið úfið og hringsnúið sléttist þéttist og margfléttist vefjist trefjist hefjist og uppbrettist. En geturðu séð í mér augun er hár mitt alltof stutt? Hættir hér hingað nær þangað nær niðrá tær ef vaxa fær. Dú dú dú dú dú dú dú dú dú dú dú dú dú dú dú dú dú dú dú dú dú. Glasabræður grípur æði er þeir sjá mitt síða klæði sem ég óf úr brilljantínbornu biblíuhári. Eins hár og herrann bar það hallelúja fagurt var það hallelúja María elskað' ‘ann hví ann mér engin móðir? Hár hár hár hár hár hár hárið hárið létta þétta lætur drottinn spretta á mér. Frank Mills Ég hitti strák sem hét Frank Mills það var tólfta september hérna utan við stöðina en ég veit því miður ekkert um dvalarstað hans. Til hans sást síðast með trommara sem er líkur George Harrison, einum Bítlanna en hann var með hárið bundinn í lítinn stert. Ég elsk' ‘ann, en ég er feimin við það að leiða hann niðrí bæ. Hann býr víst upp í Brooklyn og er með hvítan skjólhjálm. Er með gullkeðjur á leðurjakkanum en á bakinu sjást þessi nöfn: ,,Mary“ og „mamma“ og „Hell's Angels“. Mér þætti vænt um það ef einhver ykkar segði honum frá mér að við verðum uppi í garði við tvær og við kærum okkur ekki um að fá peningana aftur . . . en hann. Hvað ræður för? (Where do I go?) Hvað ræður för? Fylgi ég ánni? Hvað ræður för? Fer mávsins leið. Bíður mín eitthvað? Bíður mín einhver? Hví veit ég ei hvers vegn' ég lifi og dey? Benda mér leið barnanna andlit. Benda mér leið bros þeirra hýr. Eiga þau svarið andlitin ljúfu? Hvers vegna veit ég ei hvers vegna ég lifi og dey? Framhald á bls. 50 Festar, blóm, frelsi, hamingja, friður! 48. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.