Vikan


Vikan - 26.11.1970, Page 38

Vikan - 26.11.1970, Page 38
DÚNH FETI FRAMflR í ÚRVALI OG GÆÐUM AUÐBREKKAN ER AUÐFARIN TIL AÐ SJÁ ÞAÐ NÝJASTA T DÚNA —■ Já, hann vissi um það og líka hver hafði gert það. — Hver var það? —• Það veit ég aftur á móti ekki. En þegar Leo settist inn í vélina, fór hann að fingra við einhverjar lausar leiðslur og tautaði: „Jæja, það var svo sem auðvitað. Andskotans fíflið“. Svo stökk hann út úr flugvélinni og fór inn í næsta símaklefa. Það gerði ég líka. — Hvert hringdi hann? — Ég veit það ekki heldur. Ég yfirgaf hann og lét hann sjálfan um að koma sér til flugvélarinn- ar. Um kvöldið heyrði ég í út- varpinu að flugvélarinnar var saknað. Cissi horfði með athygli á and- lit Samsons. Svipur hans var, eins og venjulega, óræður, en hún hafði á tilfinningunni að hann hefði sagt satt. —• En hversvegna heldurðu að hann hafi lagt af stað, þegar hann vissi að bæði loftskeyti og blind- lendingartæki voru biluð? Samson yppti öxlum. — Tja ég veit ekki! Það hefir líklega átt að vora hugrekki. Hann þurfti ekki að reikna með opinberum flugvöllum, hvorki í AUÐBREKKU 59 KÓPAVOGI V} sími 42400 Finnlandi eða Svíþjóð, svo hann þurfti ekki að kalla upp flugturn til að biðja um leyfi til að taka af stað eða lenda. Og hann var frábær flugmaður. Ef veðrið hefði verið gott, er enginn vafi á því að hann hefði komizt þetta heill á húfi. Hann hefði þá flog- ið aðeins eftir korti og kompás. — Svo —• svo þetta hefir þá ekki verið morð? Samson hló kuldalega. — Nei, það var hrein hending að þetta skeði. En segðu mér eitt, Cissi? Hún fann að hann horfði rann- sakandi á hana, áður en hann hélt áfram: — Hversvegna ertu svona áköf um að vita allt við- víkjandi Leo van der Heft? Hann var dauður, löngu áður en þú fluttir í þetta hús. — Það er vegna Mikaels! Orðin hrukku ósjálfrátt út úr henni, áður en hún hugsaði sig um. Undrunarsvipurinn á Willie var greinilegur. — Mikael? Er það drengurinn ykkar...? — Já, — nei, — það er að segja.... Cissi var svo vandræðaleg að hún vissi ekkert hverju hún átti að svara. — Hvernig í ósköpunum getur mánaðargamalt barn komið þessu máli við? Cissi sat grafkyrr og ráðalaus. Kyrrðin var þrúgandi, — þangað til þögnin var rofin af Willie — og nú var rödd hans bæði hlý og vingjarnleg. — Ég hefi lengi haft það á til- finningunni að það séu meiri flækjur í þessu máli, en ljóst er á yfirborðinu. Ég er flæktur í þetta og þú líka, Cissi. Væri ekki skynsamlegt að við ræddum svo- lítið um þetta af einlægni? Cissi reyndi að hugsa rökrétt, en samt var það ósjálfrátt að hún svaraði: — Já, Willie, við skulum ræða um þetta í einlægni. Hann hlustaði þögull á hana, en þegar hún hafði lokið máli sínu, leit hann rannsakandi á hana. — Jæja svo drengurinn er ó- skilabarn! Ja, — ég hefði átt að vita það. Konur eru ekki vanar að fæða börn sín um borð í bát- um. Og þú heldur að einhver i þessu húsi eigi drenginn? — Ég held að móðir hans búi hér, eða hafi búið hér. — Við getum útilokað frú Skopalski. Þá eru aðeins eftir Elisabeth Sture og Sylvia van der Heft. — Gleymir þú ekki einni, Willie? — Hver ætti það að vera? — Katja. Hún var hér í hús- inu kvöldið sem við fundum Mikael. Og þar áður hafði hún ekki komið hingað í hálf ár. Cissi horfði, svolítið hræðslu- leg, á Willie, en hann sýndi eng- in merki reiði. — Það er reyndar ekki ómögu- legt. En af sérstökum ástæðum veit ég að hún hafði líka aðra ástæðu til að halda sig í fjarlægð. Ég held að hana hafi grunað að Leo þvingaði peninga út úr mér og að það var vegna hennar. — Hvaða tök hafði hann á henni? — Hann kom til mín og hélt því fram að Katja hefði ekki landvistarleyfi, hún hefði komið ólöglega til landsins og að hann gæti látið reka hana úr landi. — Hvað. kom það þér við? Hann yppti öxlum. — Ekkert. Eftir þessa heim- sókn Leos, sá ég hana ekki — og vissi ekki hvar hún hélt sig. Ég gat ekki einu sinni komist að því hvort hann sagði satt. Það eina sem ég gat gert, var að borga, — til öryggis, skilurðu. Öryggis hennar. — Svo þú heldur að hún hafi haldið sig í fjarlægð vegna þess að hún hafi vitað um þessa fjár- kúgun? En ef hún hefir nú ekk- ert vitað um það? — Hvaða ástæða önnur getur verið fyrir því? — Veiztu ekki að hún ... Cissi hugsaði sig dálítið um, — að hún er dóttir Skopalski hjónanna? Hann hafði gengið um gólf, en nú nam hann snöggt staðar. — Katja? Dóttir Skopalski hjónanna? — Já, þessvegna kom hún til þessa húss, — til að finna for- eldra sína. En til allrar óham- ingju voru þau á ferðalagi og hún hitti Leo van der Heft, sem hjálpaði henni á sinn sérstaka hátt. Þú ert gleraugnalaus, þetta er vinkona mín, ekki vinnukonanl Láttu ekki svona, það eru fleiri en ég sem stunda kvöldvinnu,- 38 VIKAN «. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.