Vikan


Vikan - 26.11.1970, Page 48

Vikan - 26.11.1970, Page 48
FRÁ RAFHA BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 hann átti að flytja í sjónvarpið sama kvöld. Hann var niðursokkinn i vinnu sína og tók ekki eftir fyrst í stað, þegar Cathy kom. — Halló, sagði hann, þegar hann kom auga á hana. — Hvers vegna ert þú svona snemma á fótum? -r Ég ætlaði bara að bjóða þér góðan dag. — Góðan daginn þá! Hann brosti og hún stóð kyrr og virti hann fyrir sér. Hún unni þess- um manni svo sannarlega, en óttað- ist, að Ken mundi fyrr eða síðar að- hafast eitthvað, sem gerði það að verkum, að ást Jacks til hennar mundi hverfa og hjónband þeirra renna út í sandinn. — Þú ert ómótstæðilegur, sagði hún brosandi. — Þakka þér fyrir, svaraði hann en hélt sfðan áfram: — Ef allar kon- ur í borginni væru á sömu skoðun, þá mundi ég vinna kosninguna auð- veldlega. — Ertu ánægður með ræðuna þína, sagði hún og gekk til hans og horfði yfir öxl hans á handritið að ræðunni. í sama bili kom llsa inn með kaffið. — Góðan daginn, llsa! — Góðan daginn! Ilsa var stutt í spuna og óttaslegin á svip. Hún fór strax aftur, þegar hún hafði hellt í bollana. Það var ólíkt henni. — Hvað gengur nú að llsu, spurði Cathy. — Hún er í slæmu skapi. — Hefur eitthvað komið fyrir hana? — Það var sagt frá morði í blað- inu. Það var óvenjulega ógeðsleg frásögn. Hún varð dauðhrædd. — Þá ætla ég ekki að lesa blaðið, sagði Cathy. — Jú, þú verður að gera það. Jack hóf upp raust sina og líkti eftir fréttaþulinum ( sjónvarpinu: Hinn velþekkti lögfræðingur, Jack Byrnes, kemur fram í sjónvarpinu í fyrsta sinn í kvöld. . . Það er sagt frá því í blaðinu, Cathy. Stendur á blaðsíðu 26. Jack brosti hreykinn til Cathy. — Hvernig leggst þetta í þig? — Þú stendur þig áreiðanlega vel. Síminn hringdi. Ilsa kom fram til að svara, en Jack varð fyrri til. — Halló! Jú, þetta er hann. Hver er þetta með leyfi? Já, einmitt! Hvernig heppnuðust myndirnar? Cathy stirðnaði upp. Henni fannst óbærilegt, að Ken skyldi hringja í Jack og tala við hann. Hún hataði hann. Að hann skyldi voga sér að hafa blásaklausan mann eins og Jack að leiksoppi; leika sér að hon- um eins og köttur að mús. En hún skyldi binda endi á þennan grimmi- lega leik hvað sem það kostaði. í dag ætlaði hún að gera upp sakirnar við Ken í eitt skipti fyrir öll. Símtalinu var lokið. — 'Þetta 'Var þessi' Daly, sagði Jack. — Það er meira hvað hapn hefur mikinn áhuga á þessum mynd- um. Cathy ákvað á stundinni að segja Jack alla söguna. — Jack, byrjaði hún. En hann greip fram í fyrir henni: — Já, ég veit, að þér geðjast ekki að honum. Þess vegna bað ég hann að koma niður á skrifstofuna til min með myndirnar. Cathy svitnaði. Það leyndi sér ekki, að þetta fór í taugarnar á Jack. Það truflaði hann, enda var hann með allan hugann við ræðuna, sem hann átti að flytja í sjónvarpið í kvöld. Og gagnaði það í rauninni nokkuð, þótt hún segði honum alla söguna og játaði allt? Hún varð að losna við Ken upp á eigin spýtur. Jack leit á klukkuna: — Ég er orðinn of seinn. Hann kvaddi hana glaðlega eins og hans var vani, og Cathy sat ein eftir með kaffibollann sinn í hend- inni. Ilsa kom inn með blaðið ör- skömmu síðar. — Hefur frúin nokkurn tíma heyrt um jafn svívirðilegt morð? Ég hef aldrei nokkurn tíma vitað annað eins. Hún rétti Cathy blaðið, en hún kvaðst ekki hafa tíma til að lesa það núna. — Fyrirgefðu, llsa. Við skulum tala um þetta, þegar ég kem heim aftur. Ég þarf að skreppa í bæinn núnð. — Maður er ekki einu sinni óhult- ur í sínu eigin húsi lengur, sagði llsa æst. — Góða llsa, við skulum ræða betur um þetta, þegar ég kem aftur. Cathy ók til bankans í San Mateo og vissi ekki um morðið á Parkinton lækni. Ef hún hefði viljað lesa blað- ið, hefðu ótal skelfilegar grunsemd- ir vaknað í brjósti hennar. Hún tók út úr bankanum allt sem hún átti. Það voru rúmlega sjö þúsund doll- arar. A sömu stundu stóð Ken í lyfja- verzlun og gapti til þess að lyfsalinn gæti skoðað á honum hálsinn. — Hálsinn er ekki hið minnsta rauður, sagði lyfsalinn. — En samt hósta ég stöðugt, mót- mælti Ken. — Ég get ekki séð, að það sé neitt að hálsinum, sagði lyfsalinn og hristi höfuðið. Ken vildi ekki gefast upp: — Ég get ekki sofið fyrir hósta. Ég hef ekki sofið dúr í margar næt- ur. Og ég hef ekki tök á að fara til læknis, því að ég þarf að fara út úr bænum í áríðandi erindagjörðum í dag. — Ég má ekki láta yður fá neitt, nema þér hafið lyfseðil frá lækni. Samt tók hann fram flösku. Ken horfði á hana og brosti. — Af hverju eruð þér að brosa, spurði lyfsalinn tortrygginn. — Svo sem engu. Jú, mér datt bara f hug, að mamma var vön að 48 VIKAN 48- tbi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.