Vikan - 25.02.1971, Síða 5
leppstjórn Suður-Víetnams. Þannig
byrjaði styrjöldin.
Hversu friðsaelt land var Suður-
Víetnam fyrir styrjöldina? Eilífir
bardagar og erjur. Og hversu
margar leppríkisstjórnir voru í Ví-
etnam frá því tveimur árum fyrir
stríðið þangað til einu ári eftir
byrjun stríðsins? Bréfritari eetti að
kynna sér það.
Að lokum vil ég ekki viður-
kenna að kommúnismi sé arftaki
nasismans, enda ekki hægt að
llkja saman. Sumir segja nasisma
ennþá hér í heimi og þá fyrir
vestan járntjald.
Ég læt svo staðar numið í bili
og þakka fyrir allt gott á liðnum
árum.
B.C.
Ein yfir þrítugt hefur sannarlega
ekki talaS fyrir daufum eyrum, því
að bréfin streyma inn til svars við
hennar bréfi. — Það er ekki rétt
hjá þér að meint árás Norður-Víet-
nama á bandarísk skip á Tonkín-
flóa hafi orðið upphaf stríðsins
sjálfs; það var þá þegar komið í
fullan gang. Hinsvegar notuðu
Bandaríkjamenn „árás" þessa sem
yfirvarp til að hefja lofthernað
gegn Norður-Víetnam.
Rithandar-
sérfræðingur
Kæri Póstur!
Er ekki einhver rithandarsér-
fræðingur til hér á landi? Viltu
vera svo góður að birta nafn hans
og heimilisfang og hvað það kost-
ar?
Með fyrirfram þökk og vonast
eftir svari sem fyrst.
H.S.
Okkur er kunnugt um að
minnsta kosti einn rithandarsér-
fræðing hér í borg. Hún heitir
Unnur Þorsteinsdóttir og er til
heimilis á Hofsvallagötu 18,
Reykjavík. Sjálf mundi hún að
sjálfsögðu gefa þér upplýsingar
um verð, ef þú hefðir samband
við hana bréfleiðis eða símleiðis.
Svar til M.M.
Á þessum rauðsokkutímum
telst það ekki lengur nein goðgá
að kvenfólk sýni visst framtak í
skiptum við hitt kynið. Þér ætti
því alveg að vera óhætt að gefa
þig á tal við drenginn að fyrra
bragði; það spillir varla neinu. Þá
ætti að koma í Ijós hvort í raun og
veru er um feimni að ræða hjá
honum, eða þá bara að hann hafi
ekki áhuga á frekara sambandi við
þig.
Á aldurinn viljum við ekki
gizka, en eftir skriftinni að dæma
ertu ennþá nokkuð mikið barn.
Svar til „Einnar
forvitinnar“
1. Hann er fæddur í Reykjavík.
2. í Reykjavík.
3. Hann kallar þau pabba og
mömmu.
4. í fyrra og eins fyrir þremur
árum.
5. En sú spurning!
6. Já, en hver sagði að það
væri ákveðið — þetta með plötuna.
7. Mörgum.
P.S. Þokkalegt, takk!
Chelsea og Everton
unnu
Kæri Póstur!
Ég lenti I deilu við nokkra
vini mína fyrir stuttu, og langar
mig til að biðja þig að skera úr
henni fyrir okkur. Þeir halda því
fram, að Leeds hafi orðið Eng-
landsmeistarar I fyrra og Everton
bikarmeistarar, en ég held að
Everton hafi sigrað I deildarkeppn-
inni og því orðið Englandsmeist-
arar, en Chelsea hafi orðið bikar-
meistarar eftir að hafa sigrað Leeds
I öðrum leik þeirra um þann titil.
Ég vona svo að þú birtir sem fyrst,
hvort ég eða þeir hafi rétt fyrir sér.
Með fyrirfram þökk.
Stefán Hreiðarsson frá Akureyri.
Þú hefur hárétt fyrir þér.
Chelsea vann Leeds í bikarkeppn-
inni í öðrum leik, sem fram fór á
Old Trafford, leikvangi Manchester
United. Og Everton vann deildar-
keppnina með yfirburðum.
Hálfasnaleg spurning
Kæri Póstur minn!
Ég hef einu sinni skrifað Póst-
inum áður og fékk ágæft svar við
þeirri spurningu. Ég skrifa þér
aftur og vona að þetta bréf lendi
ekki í ruslakörfunni, þótt þetta sé
hálfasnaleg spurning. Ég er hrifinn
af stelpu sem er kölluð Kæa. Hún
veit alveg að ég er hrifinn af henni
því við erum oft Sð labba saman
og fara í leigubda þegar við eigum
pening, en hún vill ekki að ég
kyssi hana og ég held þess vegna
að hún sé ekki hrifin af mér.
Svenni Pálsson.
Hárétt hjá þér.
^AN^ASTER
HINAR HEIMSÞEKKTU SNYRTIVÖRUR ERU NÚ FÁANLEGAR AFTUR.
EINKUNNARORÐ LANCASTER ERU:
STÖÐVIÐ ÁHRIF TÍMANS Á HÚÐ YÐAR.
LANCASTER FRAMLEIÐIR FJÖLDA SÉRKREMA.
svo sem:
Juvenile skin — dag og næturkrem fyrir ofnæmishúð.
Créme Tissulaire — extra rakagefandi og húðstyrkjandi.
Embryonnaire — Hrukkukrem
Lait Hydratant — Rakamjólk til hreinsunar og næríngar.
Augnpokakrem — Augnhrukkukrem.
Augnháranæringu — Hálskrem.
SENDUM í PÓSTKRÖFU.
Laugavegi 19
Adeies
beztii
soyrti-
voramar
BANKASTRÆTI 3.
s. tw. VIKAN 5