Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 8
Það kemiir
oft fyrir að
verða
menn
astfanmir
£ ' ö
atmer
í kvikmyndahúsum um allan
heim er nú verið að sýna mynd-
ina hennar, „Á göngu i vorregn-
inu“. Það er saga miðaldra konu,
sem finnur ástina. — En þegar
blaðamaðurinn hittir Ingrid
Bergman í París, þá fellur ekkert
vorregn, sólin sendir föla geisla
sína gegnum hlaðlausar greinar
trjánna á Boulevard Maleshehes.
Hún situr í bláum stól, reiðubú-
in að svara spurningum. Það er
orðið nokkuð sjaldgæft fyrir
Ingrid Bergman, þvi hún er fyr-
ir löngu orðin þreytt á blaðavið-
tölum, og lætur sjaldan til leið-
ast að tala við blaðamenn.
En þarna silur hún nú samt,
í notalegri stofu bak við skrif-
stofu mannsins síns í París. Hún
er í svartri buxnadragt með stórt
hálsmen úr gulli. Hún hlær oft,
hátt og glaðlega, það er greini-
legt að hún er í fullu jafnvægi.
Fáar leikkonur hafa orðið fyrir
eins miklum árekstrum í lífinu
og Ingrid Bergman. Nú er hún
komin yfir alla erfiðleika og í
örugga höfn og það sést greini-
lega á henni.
—- Nú hef ég allt sem ég óska
mér. Börnin min. Vinnu mina.
Ég óttast ekki ellina, hugsa
hreint ekki uin hana. Þegar ég
vinn, finnst mér ég ekki eldri en
átján ára. Þegar ég ej- ekki að
vinna að kvikmynd, þá ferðast
ég. Það eru aðeins þær konur
sem lítið hafa að gei-a, sem eru
hræddar við ellina, þær sem hafa
nógan tíma til að líta í spegil.
Og . . . ég get aldrei vei'ið ósátl
við nokkra manneskju.
— Hvers vegna ekki?
— Vegna þess að ég gleymi
alltaf þvi sem ég varð reið yfir!
Svo hlær hún hjartanlega,
þessum táknræna Ingi'id Berg-
man hlátri, kastar höfðinu aftur
á bak. Hún beygir sig fram, tek-
ur nýja sígai'ettu úr öskju á
borðinu og strýkur fingrunum
Ingrid Bergman veitir sjaldan
viðtöl. En sænskur blaðamaður
var svo heppinn að hitta hana í
París. Þrátt fyrir mikla persónu-
lega erfiðleika og mikla vinnu
er hún nú mjög hamingjusöm
kona. Sjálf segir hún: — Ég hef
nú allt sem ein kona getur óskað
sér og ég óttast ekki ellina. Það
er aðeins eitt vandamál, sem
aldurinn hefur í för með sér: ég
á erfitt með að fá hlutverk við
mitt hæfi.
gegnum hárið. Það er mjög
óvenjulegt að sjá konur gera
það, flestar eru hræddar við að
aflaga hárgreiðsluna. — Ingi'id
Bergman er ákaflega fi'jálsleg.
— Það eru reyndar vandamál
Ýegna aldursins. Það eru svo fá
hlutverk sem henta mér. Ég lief
nú verið að svipast um eflir hlut-
verki i eitt og hálft ái*, en ekki
fengið neitt við mitt hæfi.
— Hvers konar hlutverlc vilj-
ið þér fá?
— Það veit ég ekki. Ég les
handrit og skyndilega finn ég að
þelta er fyrir mig. En þessi ný-
tizkulegu handrit eru hræðileg.
í fyrsta lagi eru þau skrifuð að-
allega fyrir karlmenn. Og sé ein-
hver kona með í leiknum, þá er
hún afbrigðileg á einlivern hátt.
Ég vil ekki leika slikar konur.
— En yður líkaði vel við „Á
göngu í vorregninu“....
— Já, það veit hamingjan, Ég
vil ekki leika hlutverk, þar sem
8 VIKAN 8- tbl-
ég þarf að gera mig yngri cn ég
er. Ég sat fyrir utan húsið okk-
ar í sveitinni, hér fyrir utan
París, eitl kvöldið. Þá var hringt
til mín frá Hollywood og þeir
vildu að ég tæki að mér hlutverk
í „Kaktusblóminu“. Það gerði ég
reyndar síðar. En ég svaraði:
Nei, það get ég ekki, ég er of
gömul.
— Fjárinn hafi það, sögðu
þeir, — það eruð þér alls ekki.
En ég svaraði: — Ég vil ekki
láta ykkur kaupa köttinn í sekkn-
um. Það þýðir ekkert fyrir ykk-
ur að skoða gamlar myndir af
mér. Það er langt síðan ég lék í
þessum myndum. Ég er eldri
núna. Svo neyddi ég þá lil að
koma til Parísar og lita á mig.
Ég þorði hreinlega ekki að fara
til Hollywood aðeins til að láta
þá sjá að ég var tíu árum eldri
en þeir höfðu liugsað sér. Ég
man að þeir komu einn föstu-
dag og það var 13. dagur mán-
aðarins. Ég stillti mér hér út í
dagsljósið og sagði eins og Mar-
lene Dietrich sagði einu sinni:
-— Look over me closely. At-
hugið mig nákvæmlega.
Það gerðu þeir. Og leikstjór-
inn sagði: — Þér getið verið ró-
leg, við höfum mjög góða
myndatökumenn.
Allir snúa sér við á götunni.
Ingrid Bergman stendur þarna
á miðju gólfi í dagsbirtunni. Hún
sýnir livernig hún lét hina liáu
herra frá Hollywood sjá andlit
sitt. Hún er ákaflega lifandi
persónuleiki. Og þegar hún lief-
ur sagt þessa óvenjulegu sögu
um hvernig þeir virtu fyrir sér
hrukkur leikkonunnar, lilær hún
glaðlega.
Svo förum við út til hádegis-
verðar. Ingrid Bergman fer i
jakka, sem nær niður á mið
læri. Allir snúa sér við á göt-
unni, til að liorfa á hana. Hún
er svo vön því að hún virðist
ekki taka eftir því.
— Já, ég naut þess að leika
Libby í „Á göngu í vorregninu“.
Konan i sögunni liafði verið gift
i þrjátiu ár. Nú var hún ástfang-
in aftur og hann sem hún elsk-
aði kenndi henni að njóta feg-
urðar náttúrunnar. . . . Og þessi
maður sem elskar hana, segir að
hún sé falleg. Hún er hamingju-
söm. Hún veit samt að liún er
orðin of gömul og henni finnst
sjálfri þetta ástand vera kátbros-
legt.
— Var það rangt af henni að
fara aftur til mannsins síns?
— Nei, það var rétt. Hann
þarfnaðist hennar og liún gat
ekki slitið sig frá honum. Þau
voru orðin svo vön livort öðru.
Við sitjum í þægilegu rökkri
á veitingastofu við Faubourg
Saint Honoré. Yfirþjónninn ljóm-
ar, þegar hann sér Ingrid Berg-
Framhald á bls. 30
8. tbi. VIKAN 9