Vikan - 25.02.1971, Síða 15
Einu sinni i viku fer Agatha
Christie til London, til að líta
eftir fyrirtæki sínu þar. Þá
gistir hún í glæsilegu húsi sem
hún á í skemmtilegu hverfi við
Kensington Road. En skemmti-
legast finnst henni að búa í
þriðja húsinu, fallegu landsetri
í stil Önnu drottningar, nálægt
háskólabænum Oxford í þorp-
inu Wallingford. Við þetta hús
er undurfallegur garður og því
heyrir einnig til gríðarmikið
landsvæði, sem liggur niður að
bökkum Thames árinnar. Aft
innan myndi þetta hús koma
iesendum Agöthu Christie
kunnuglega fyrir sjónir. Þar
eru þung húsgögn úr maghony
og eik, dökk olíumálverk, mjúk
hægindi, arinhillur fullar af
blómavösum, skrautmunum og
postulínshlutum. Veggirnir eru
þaktir bókum, alls staðar eru
speglar og glerskápar fullir af
verðmætu postulíni, kristals-
vösum og' smástyttum.
Einkaskrifstofa hennar ersvo
hlaðin bókum og dýrmætum
hlutum, frá löngu liðnum tím-
um, að það er mesta furða hve
liðlega hin hávaxna og íeit-
lagna kona getur hreyft sig
innan um allt þetta dót.
Hér er hún hamingjusöm, og
sú hamingja hefur staðið í öll
þau fjörutíu ár, sem hún hefur
búið í hjónabandi með síðari
eiginmanni sínum, Sir Max Lu-
cien Maliowan.
Sir Max er þrettán árum
yngri en hún og er einna fræg-
astur brezkra fornleifafræð-
inga. Hann hefur orðið mjög
þekktur fyrir uppgröft og
rannsóknir fornleifa í Persiu
og Irak, hann er prófessor i
fornleifafræði og hefur skrifað
metsölubækur um fornleifar.
Þessi virðulegu öldruðu hjón
búa saman í sátt og samlyndi
og því einstaka jafnvægi. sem
er táknrænt fyrir brezka land-
uðalinn. Þau borða bæði, eftir
þvi sem Agatha Christie segir,
„óskynsamlega mikið“ og hún
drekkur mikið te.
Sir Max dundar við að ráða
krossgátur i frístundum og Ag-
atha Christie prjónar daginn
út og daginn inn. Svo hefur
hún líka yndi af að mála eftir
myndum af gömlum postulins-
vösum frá Dresden. Hún hefur
líka gaman af að búa til góð-
an mat, íinnur þá sjálf upp sór-
staka rétti. ,,Það er mjög gott
til aö þroska hjá sér sköpunar-
hæfileika," segir hún.
Svo kernur að því að hún
rífur sig upp úr prjónaskapn-
um og lokar sig inni í róleg-
asta herberginu í húsinu. Á
ótrúlega skömmum tima. frá
sex upp í tuttugu og einn dag,
pikkar hún með þrem íingrum,
beint á ritvélina. þessi 70.000
orð, sem sögur hennar saman-
standa venjulega af. Þegar hún
hefur sett síðasta punktinn á
næstu metsölubúk tl>a»kur
hennar eru yfirleitt metsölu-
bækur), þá hnigur skáldkonan
uppgefin i rúmið, þar sem hún
heldur sig venjulega i eina
viku. Hún segir:
Ég hugsa venjulega i hálft
ár um það sem bókin á að
fjalla um. Ég tala aldrei um
efni bókanna við manninn
minn. Þegar maður hefur hugs-
að svo lengi um ákveðið efni.
er það mjög auðvelt að koma
því á pappirinn.
Henni finnst mjög þægilegt,
þegar eiginmaður hennar vinn-
ur að bók samtímis. Þá fer
hann í hinn enda hússins og
þau trufla ekki hvort annað.
Okkur finnst bezt að skrifa
á veturna, þá erum við frjáls
þegar vorar og garðurinn
stendur í blóma.
En vorgróðurinn vekur jafn-
an hjá Agöthu Christie löngun
eftir Austurlöndum, eftir ferða-
lögum með járnbrautarlestum.
Hún heíur alla tíð haít mikið
dálæti á lestarferðum, enda
liafa margar af söguhetjum
hennar látið lífið í járnbraut-
arlestum.
Á hverju vori í fjörutíu ára
hjónabandi hafa þau Agatha
Christie og Sir Max farið ti)
Austurlanda nær, til að vinna
að uppgreftri. Á hverju ári er
undanfari þeirra ferða hálfgerð
hrollvekja, Agatha Christie
þarf að kaupa sér föt!
Þegar þetta stendur fyrir
dyrum. veiður hún ein tauga-
Þegar hún giftistfornleifafræðingnum Sir Max
Mallowan árið 1930, hafði hún mikinn áhuga
á fornleifafræði. Síðan hefir hún alltaf að-
stoðað hann við uppgröftinn og tekið allar
myndir fyrir hann.
Þessi mynd var tekin
af Agöthu Christie
með dótturinni Rosa-
lind árið 1923. Þá var
hjónaband hennar og
Christie ofursta mjög
hamingjusamt.
hrúga: hún vefur verðmætn
perlufesti sinni alveg upp að
undirhökunni. snýr hringjun-
um í ofvæni á fingrum sér.
strýkur gegnum silfurgrátt hár-
ið og angistin skin úr mildum
augunum.
Ég hef andstyggð á þeim
fötum sem ég sé í verzlunum.
Fatakaup eru hreinasta mar-
tröð fyrir mig og þessi martröð
varir í viku. Það er ekkert að
hafa fyrir konur af minni
stærð, annað en þessar silki-
flíkur, eins og drottningar-
móðirin klæðist. Það er ekki
hægt að nota slíkt í persnesku
eyðimörkinni!
Svo kemur síðari hrollvekj-
an, þegar hjónin þurfa að loka
töskunum sínum. Einkaritar-
ínn Charlotte og frú Benson,
ráðskonan, hjálpa til við það.
Við höfum eins margar tösk-
ur og mögulegt er, segir Ag-
atha Christie. Við fvllum
þær með bókum. Þá dettur
okkur í hug að líklega þyrft-
um við að hafa að minnsta
kosti tannbursta og einhver
föt. Við skiljum þá eftir eitt-
hvað aí bókunum og setjum
föt í lokið. Maðurinn minn er
ekkert á því að skilja eftir eitt-
hvað af bókunum, en hann
verður að láta sig. Og svo seg-
ir hann glettnislega: — Það er
bezt að þú lokir töskunum. þú
getur sezt á þær. Ef það lokar
þeim ekki, þá getur ekkert í
veröldinni komið lokunum á
sinn stað! Finnst ykkur hann
ekki háttvís?
Hún hefur orðið frekar
mannfælin vegna líkamsstærð-
ar sinnar. — Það er lán að ég
skuli vera orðin svona gömul,
segir hún. — ÍSg hef tamið mér
þ^ð með árunum að láta þetta
ekki fá svo mikið á mig, en ef
það kemur eitthvað til tals, þá
verð ég bjánalega klaufaleg.
Hún hlær þegar hún segir
frá tilraunum sínum til að
losna við feimnina. Hún hvorki
reykti eða neytti áfengis. Fyr-
ir 40 árum reyndi hún að líkj-
ast öðrum konum og vera svo-
litið í tízkunni og píndi sig til
að reykja í hálft ár. — En sú
tilþaun misheppnaðist alger-
lega, segir hún.
^annig fór það líka, þegar
hún ætlaði að reyna að venja
sig á víndrykkju. Árið 1928,
þegar hún var þrjátíu og átta
ára, kynntist hún Sir Max.
Hann reyndi að koma henni á
bragðið, fá hana til að kynnast
góðum víntegundum og fá
smekk fyrir gömlu viský en
Framhald á bls. 33.
8. tw. VIKAN 15