Vikan - 25.02.1971, Qupperneq 18
Kit þrýsti henni svo fast að sér að hún náöi
varla andanum og hann gróf andlitið í skínandi
hári hennar. - Ég kem aftur, hvíslaöi hann í
ákafa og hljóöfallið í rödd hans var sem fyrir-
heit. -- Ég kem aftur!
— Nei, síður en svo, það var
bara átylla, til að láta kalla
þaer heim. Hann er að vona að
hann fái annarrar hvorrar, til
að verða ríkur. Damaris hrukk-
aði enriið. — Ég held hann
hljóti að vera mjög heimskur,
því að hann gerir ekkert til að
koma sér vel hjá föður systr-
anna. Það geta allir séð að
Charnwood fyrirlítur hann.
— Og hann hefur fullkomna
ástæðu til þess! Chamwood
gefur aldrei þessum apaketti
dóttur sína. Jafnvel hér í Port
Royal geta systurnar fengið
betra gjaforð.
Allt í einu, í fyrsta sinn á
ævinni hvarflaði það að Da-
maris að einn góðan veðurdag
myndi Kit koma með brúði
sína heim til Fallowmead.
Henni hafði aldrei dottið þetta
i hug, því að þótt fullt væri af
glæsilegum ungum stúlkum í
kringum hann, hafði Kit aldr-
ei sýnt neinni annað en venju-
lega háttvísi, én nú sá hún að
hún hafði ekki verið framsýn.
Auðvitað hlaut hann að kvæn-
ast einhvern tíma. Hún reyndi
að hugsa sér Oliviu Charnwood
sem húsmóður á Fallowmead,
og hún fann skyndilega fyrir
sárri einmanakennd.
Hugsunin um þetta ásótti
hana stöðugt, en hún reyndi
að drekkja henni við undir-
búning samkvæmisins. Þegar
dagurmn rann upp, var allt
klappað og klárt strax um
morguhinn, en þá fór hugsun-
in um kvonfang Kits að leita á
hana aftur. Hún reyndi að full-
vissa sjálfa sig um að ekkert
væri að óttast, Kit hefði ekki
sýnt neinn sérstakan áhuga á
ungfrú Charnwood. En þegar
henni kom í hug fagurt og ró-
legt andlit Oliviu, greip hún
spegil og virti fyrir sér sitt eig-
ið andlit, — og i fyrsta sinn
með nokkurri ánægju.
— Rebekka, sagði hún við
herbergisþernuna, sem var að
hjálpa henni að taka fram föt-
in hennar og skartgripi fyrir
kvöldið, — finnst þér ég vera
lagleg?
— Já, það finnst mér!
Ábyggilega fallegasta stúlkan á
Jamaica.
Damaris hélt áfram að at-
huga ásjónu sína. — Mary
Ritchie er einu ári yngri en ég
og hún hefur verið gift í fimm
mánuði.
Rebekka hristi höfuiðið.
— Hvað er nú þetta? Mary
hafði bara einn aðdáanda,
vesalingurinn, en þér gætuð
gift yður á morgun, ef því væri
að skipta.
— Ég hef enga löngun til að
gifta mig, sagði Damaris og
gretti sig, en þessi athugasemd
beindi huga hennar inn á nýja
braut.
Olivia var nýkomin til Ja-
maica og kunningjar föður
hennar voru allir af eldri kyn-
slóðinni, en Damaris þekkti yf-
irleitt alla unga menn þar um
slóðir. Hún ætlaði að reyna að
sjá svo um að Olivia kynntist
þeim og hún gladdist yfir því
að hún hafði verið.svo sniðug
að' bjóða nokkrum þeirra til
samkvæmisins.
Henni varð rórra við þetta
og hún gekk út í garðinn, og
þar fann Nick Halthrop hana.
Þau tóku tal saman, en þegar
nafn Kits bar á góma, varð hún
aftur róleg.
— Veiztu hvað ég var að
hugsa, Nick? sagði hún allt i
einu. — Að ég sé fegin yfir
því að Kit er ekki kvæntur.
Þau stóðu upp við lágan
múrvegginn, þar sem hún hafði
talað við Sii*' Jocelyn Wade.
Nick virti fyrir sér jurt sem óx
milli steina og sagði svo, með
illa duldum ákafa: — Ég vildi
óska þess að hann væri kvænt-
ur!
— Hvers vegna? spurði hún
undrandi.
—- Því að ef hann ætti konu
sjálfur, þá væri hann ekki
svona yfirgangssamur hvað þér
viðvíkur. Sterklegir, brúnir
fingur Nicks kreistu plöntuna
í klessu. Það þýðir reyndar
ekki neitt að tala um það!
hann finnur aldrei konu sem1
hæfir stolti hans, ekki frekar
en að hann finnur aldrei nokk-
urn mann, sem honum finnst
vera þér boðlegur. Þessi hroka-
fulli Lucifer skipstjóri. Púh-
hú!
Nick! Hún var gráti nær.
Þú mátt ekki segja neitt
þessu líkt við mig. Hann er
bróðir minn og ég elska hann.
Þessutan er þetta ekki satt. Þú
veizt vel að hann fékk þessa
nafngift, vegna þess að hann
eyddi ekki peningum sínum i
vín og konur, eins og margir
aðrir. Fólk skilur hann ekki,
og þess vegna dæmir það hann
hrokafullan, en þú ættir að
vita betur.
— Það er naumast að þú
tekur svari hans, sagði hann
með biturri rödd. — Stundum
dettur mér í hug að í hjörtum
ykkar hafið þið aðeins rúm
fyrir hvort annað.
— Það er heldur ekki satt.
Hún fann að hún hafði sært
hann og í ákafa sínum að gera
það gott aftur, sagði hún meira
en hún ætlaði sér. — Ef þú
værir mér ekki svo kær, þá
gætirðu sagt hvað sem er, án
þess að það snerti mig. En
vegna þess hve mér er vel við
þig, þykir mér leiðinlegt að
vita til þess að þið Kit séuð
ósammála.
Hún heyrði að hann saup
hveljur, og i söriiu andrá lá
hún í örmum hans og hann
jós yfir hana ástríðufullum
orðum, og hún gat með engu
móti stöðvað þann örðaflaum.
Hún varð bæði undrandi og
vandræðaleg, því að enginn
hafði komið þannig fram við
hana fram að þessu, en hún
var ekki nógu skelfd, til að
veita mótspyrnu. Það var líka
notalegt að finna fyrir sterkum
örmum hans, og þegar hann
þagnaði, leyfði hún honum að
kyssa sig, full trúnaðartrausts
eins og barn.
Kit hafði farið með Sir Jo-
celyn, til að sýna honum plant-
ekruna um morguninn og þeg-
Framhald á bls. 48.
18 VIKAN 8. tbi.