Vikan


Vikan - 25.02.1971, Qupperneq 29

Vikan - 25.02.1971, Qupperneq 29
í MÖMMULEIK Frank Zappa hefur fyrir nokkrum mánuðum endurstofnað hljómsveit sína „Mothers of In- vention" og gengur nú mun betur en áður. Einu sinni hitti ég stúlkukind sem hafði búið í New York um tíma, í Þorpinu eins og það heitir, og þar hafði hún meðal annars lent á hljómleikum með Frank Zappa og mæðrunum hans. Kvenvera þessi var af amerískri gerð, og þar af leið- andi fannst henni Zappa ofsa- lega ,,groovy“, „freaky“, „far out“, „outasite“ og ég veit ekki hvað. Þá vissi ég álíka mikið um Frank þennan Zappa og aðrir fslendingar; að þetta var kall- inn sem lét taka af sér mynd á meðan hann sat berrassaður á klósettinu. Fæstum ber saman um hvað Frank Zappa er að fara í tónlistarsköpun sinni, en fáir hafa þrætt við hann um þá fullyrðingu hans að hann sé þó nokkuð mörgum árum á undan sinni samtíð. Sú var ástæðan fyrir því að hann leysti upp upprunalegu mömmuhljóm- sveitina, en Zappa er hálfgerð- ur einræðisherra í sinni hljóm- sveit og rekur menn og ræður þegar honum einum sýnist svo. Stúlkan sem sagði mér fyrst af þessum fræga manni minntist þess helzt af hljómleikunum sem hún var á, að Zappa mætti einn þegar hljómleikarnir áttu að hefjast og sat í tvo tíma (þar til hinir áttu leið hjá) á svið- inu, spilaði á bassa og söng, al- einn. Og einhversstaðar hef ég séð að stundum eigi þeir (eða þær) það til að hella úr nátt- gögnum hver yfir annan, en enginn hefur viljað staðfesta slíkan sóðaskap. Nú í sumar endurreisti Zappa „Mothers of Invention" og kom sú hljómsveit í fyrsta skipti fram á Bath-hátíðinni í Bret- landi, en þangað fóru Zeppelin eftir að þeir höfðu verið hér. (Leiðinleg plata, LZ 3.) Við komuna til Bretlands var Zappa spurður að því hvað það hefði verið sem fékk hann til ,t' stofna hljómsveitina á ný, ol koma til Bretlands. Svaraði hann: „Mikið af peningum!" Hér á eftir fer viðtal, saman- sett úr mörgum viðtölum, við þennan mann, og ætti það að gefa okkur einhverja smáhug- mynd um hugsanagang þessa manns. Annars vil ég eindregið ráðleggja fólki að hlusta á Zappa, og þá ekki sízt plötu hans „Hot Rats“, sem var kjör- in bezt pródúséraða plata árs- ins 1970. í einu viðtali var Zappa spurður um álit á allri þeirri gagnrýni sem að honum hefur verið beint sl. fimm ár. — Ja, sagði hann, — annað- hvort semja menn tónlist a! því að þeim finnst það gaman eða þá að þá vantar peninga Það veit enginn af hverju ég er í þessu og þess vegna draga menn alls konar ályktaniv af minni vinnu og þær ályktanir eru yfirleitt alrangar. — En vœri þá ekki góð hng- mynd að bú reyndir að gera grein fyrir því sem þú ert að reyna að segja á einfaldan hátt, til dœmis á plötuumslaginu? — Aa. Sjáðu til, ég reyndi það á fyrstu plötunni okkar og sjáðu hvað skeði. Á umslagið setti ég lista af nöfnum sem ég taldi hafa haft áhrif á mig í tónlistarþroskun minni, til dæmis Stravinsky, Varese og fleiri. En það sem skeði var að næstu fimm árin var sífellt ver- ið að analýsera þessar plötur mínar og þessi nöfn voru oft nefnd. En, þau voru alltaf nefnd á vitlausum stöðum og sett í samband á kolvitlausan hátt. Einhver gagnrýnandi átti til að halda fram að viss hlutur væri gerður undir áhrifum af Var- ese, en þá var það alrangt. Ég sé ekki tilganginn í að halda þessu áfram. — Á þessi hljómsveit að vera til í einhvern vissan tíma? — Nei. Hljómsveitir breytast ef þær þurfa að breytast og ég er ekki að hafa áhrif á það. í gömlu hljómsveitinni hætti Ray Collins þrisvar og byrjaði alltaf aftur, en það var of erfitt, því maðurinn var söngvarinn og ég þurfti sífellt að vera að endurskipuleggja. Svo einu sinni þegar hann hætti sá ég mér leik á borði og neitaði að taka hann aftur. Næsta LP-plata Zappa heitir CHIJNGA og er sögð einskonar forleikur að viðamesta verk- efni hans hingað til, en það er hljómsveitarverk sem ber nafn- ið „200 Motels“ og verður unn- ið að einhverju leyti í samvinnu við Fílharmóníuna í Los Ange- les undir stjórn hins snjalla Zolta. Þá verður „200 Motels“ einnig fært í kvikmyndarbún- ing og fjallar um það líf sem er samfara rokki og rolli. Frank segir þetta ganga mjög vel og kvikmyndun hefur þegar haf- izt. Þó viðurkenndi hann að að- ilinn sem hefði ætlað að standa straum af kostnaði við kvik- myndina hefði hætt við þegar hann fékk að sjá það sem þegar hafði verið tekið. >á hefur Zappa einnig verið að dunda við að fullgera kvikmynd sem ber sama nafn og ein breiðplata hans, „UNCLE MEAT“. — Hún er geymd £ kjallaranum heima hjá mér, segir hann. — Ég á ekki peninga til að klára hana. Síðasta LP-plata gömlu mæðr- anna, „Weasels Rip My Flesh“ var einskonar samnefnari fyrir allt það sem við eigum ekki Framhald á bls. 31. FRANK ZAPPA (fremstur i stól) og Mother of Invention. Frá vinstri: MARK VOLMAN, söngvari, áður í Turtles; AYNSLEY DLINBAR, trommu- leikari; JEFF SIMMONS, bassa- og píanóleikari; IAN UNDERWOOD, slagverk; HOWARD KALEN, söngvari, áður í Turtles og GEORGE DUKE, trombónleikari. Sjálfur leikur Zappa á gitar og það sem hendinni er næst. 8 tbt. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.