Vikan


Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 40

Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 40
Knattspyrnu- handbókin óskabók stráka Ii • Ql*j Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 POSTHÖLF 533 SIMI 35320 REYKJAVlK skipti og tvö hundruð og tutt- ugu gullsaumaðar skyrtur, hver þeirra metin á um fjörutíu og átta þúsund krónur. Lucrezia Borgia ruplaði fjár- hirzlur Vatíkansins. Það sem hún tók með sér að heiman íyllti hundrað og fimmtíu vagna og var auk þess nóg i klyfjar á jafnmörg múldýr. Ríkari brúður en Lucrezia Borgia hefur varla verið til í sögunni. Sjö sinnum . . . Þann sjötta janúar 1502 steig hún upp í burðarstól sinn í Róm og hóf ferðina norður. Skrúði hennar var úr rauðu flaueli og gullnu brókaði með raufarermum, sem náðu niður að gólfi. Um háls hennar var festi með gimsteinum, sem voru á stærð við dúfuegg. Yf- ir kjólnum hafði hún kápu úr blóðrauðu flaueli, fóðraða og bryddaða með hreysikatta- skinnum. Með henni fór heill her af þjónum, hirðdömum, að- alsmönnum og hermönnum. Til skemmtunar á leiðinni voru tvö hundruð hljóðfæraleikarar og hirðfífl, sem brugðu við og sýndu og létu heyra listir sín- ar hvenær sem húsmóðirin gaf merki. Þetta var brúður sem Alfon- so d'Este átti ekki að þurfa að skammast sín fyrir, en því fór fjarri að hann væri hrifinn. Þrátt fyrir alla ættgöfgina var þessi hálfþrítugi hertogi gróf- gerður groddi, sem til þessa hafði lítið lagt í vana sinn að hokra að konum. Ef hann skipti sér eitthvað af þeim, þá tók hann stæðilegar og bosmamikl- ar stúlkur af alþýðunni langt fram yfir aðrar. Hann var her- maður góður, og langmesta yndi hans voru fallbyssur. Æðsti unaður hans var að hanna og steypa vopn þessi, enda orðinn mikill snillingur í þeirri grein. Sinnti hann iðn þessari af slíkri alúð að lang- tímum saman yfirgaf hann kan- ónuverkstæðið hvorki daga né nætur, enda í flestum tiltekt- um líkari járnsmið en aðals- manni. Kurteisin bauð að hann kæmi til móts við brúði sína þegar á öndverðri leið hennar, en fyrst þegar Lucrezia átti aðeins tvær dagleiðir eftir til Ferrara dróst hann nöldrandi af stað til móts við hana. Þegar þau hittust, auðsýndi hann engan blíðskap, en hellti þess í stað yfir hana miklu spurningaflóði. Hún svaraði auðmjúk og greið- lega, og varð hann þá ánægð- ur. Brúðkaupsveizlan í Ferrara stóð í tvær vikur. Þegar fyrsta kvöldið sýndi Alfonso brúði sinni, hvers hún mátti vænta af honum í hjónabandinu. Þeg- ar þau stigu á brúðarbeðinn, þreif hann til hennar orða- og aðdragandalaust og yfirskyggði hana sjö sinnum í röð. Þegar að því loknu reis hann úr rekkju, klæddist og gekk orða- laust út í smiðju, þar sem hann sat við að banga kanónur fram- undir morgun. Ekki leið á löngu áður en hann sendi mestan hluta hirð- liðs konu sinnar aftur til föður- húsa hennar; hafði þau orð um að hann ætlaði ekki að láta þetta rómverska hyski éta sig út á húsganginn. Aldrei brást að hann vitjaði konu sinnar á kvöldin með svipuðum aðgangi og í fyrsta skiptið, en annað hafði hún ekki af honum að segja nætur eða daga. Henni fannst tíminn lengi að líða í kastalanum gamla og skugga- lega, sem faðir Alfonsos hafði fengið úngu hjónunum til íbúðar. Fyrir dóttur Rómar var Ferrara heldur dapurleg- ur staður. Hér voru menn smá- munasamir og gamaldags; til dæmis var það í lögum her- togadæmisins að konur voru teknar af lifi fyrir framhjá- hald, en karlmennirnir máttu hins vegar lifa og láta eins og þeir vildu. Raunar var ekki teljandi hætta á að Lucrezia félli fyrir þess háttar freisting- um; hún hafði beinlínis enga orku aflögu til þess. Hún var aum og marin eftir járnsmiðs- arma eiginmanns síns, sem var álíka atlotamjúkur og fallbyss- urnar hans. í september 1502 missti hún fóstur. Banvæn rós Smám saman vandist Lucre- zia lífinu í Ferrara og lærði að hagnýta sér þess góðu hlið- ar. íbúar borgarinnar voru álíka margir og Stór-Reykja- víkur nú og nærri því eins margir og sjálfrar Rómar. Þar var þá einhver bezti háskóli á ítalíu og þar höfðust við nafn- fræg skáld og vísindamenn. Þegar á öðru ári hjónabands- ins hafði Lucreziu tekizt að gera sig að miðdepli í samfé- lagi menntamanna borgarinn- ar. Kynnin af henni veittu skáldunum Pietro Bembo og Ercolo Strozzi innblástur til eldlegra ástarljóða. Þessi skáld bæði og fjölmargir aðrir há- imenntaðir menn voru brenn- 40 VIKAN 8 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.