Vikan


Vikan - 25.02.1971, Side 41

Vikan - 25.02.1971, Side 41
andi aðdáendur hennar. Gagn- stætt því sem búast hefði mátt við gerðist Lucrezia aldrei nær- göngul við þá. Aðeins einu sinni sendi hún Strozzi rauða rós, sem hún hafði áður kysst. Þessa litlu gjöf mátti hann gjalda með lífi sínu, því að skömmu síðar var hann ráðinn af dög- um að undirlagi Alfonsos, sem hefur líklega hugsað sem svo að hverja á skyldi að ósi stemma. Þau Lucrezia og Pietro Bem- bo skrifuðust á með leynd og af verulegri ástúð, en ekki er vitað til þess að nokkuð meira hafi orðið á milli þeirra. Lík- legra er að hún hafi slegið sér eitthvað upp með svila sínum, hertoganum af Mantúu, en varla hefur það verið nema einu sinni eða tvisvar. Hertogi þessi, Francesco Gonzaga( var kvæntur hættulegasta keppi- naut Lucreziu meðal kvenna- blómans á þeim slóðum, Isa- bellu d‘Este, systur Alfonsos. Gonzaga lagði fljótlega hug á Lucreziu. Hann var glæsilegur höfðingi og kunni á kvenfólk. En Lucreziu var gætt of strang- lega til að mikið yrði úr ævin- týrum þeirra á milli. Annars konar ást var Lucre- ziu þó ekki bönnuð. Hún hélt þeim vana sínum frá Róm að fara daglega í bað, en tók nú venjulega með sér í kerið eft- irlætis hirðdömu sina, er Ni- cole hét. Miklu af ilmefnum var blandað í baðvatnið og reykelsi brennt í baðherberg- inu. Að baðinu loknu hvíldu þær Lucrezia og Nicole, báðar klæddar næfurþunnum slopp- um, góða stund saman á mjúk- um hægindum. Alfonso frétti þetta en hafði ekkert við það að athuga, enda er ekki víst að hann hafi skil- ið hvaða tilstand þetta var. Hann varð því ánægðari með konu sína sem lengur leið. Hann gerði sér ljóst að hún var óvitlaus og fékk henni því i hendur stjórn hertogadæmis- ins, er hann var sjálfur í ferða- lögum eða stríði. Og Lucrezia brást ekki trausti hans. Árið 1508, eftir sex ára hjónaband og tvö fósturlát, fæddi Lucrezia loksins son, sem lifði. Honum var gefið nafnið Ercolo. Næstu ellefu ár- in var hún næstum alltaf ólétt. En hún fæddi aðeins fjögur börn lifandi í viðbót, þrjá syni og eina dóttur. Að því loknu var beinlinis ekkert eftir af Lucreziu Borgia. Viðkvæmur líkami hennar, sem eiginmaður hennar hafði á engan hátt hlíft, þoldi ekki meira. Þegar hún hélt upp á þrítug- asta og níunda afmælisdag sinn í apríl 1519, var hún veik og úttauguð og ennþá einu sinni barnshafandi. Fjórtánda júní fæddi hún andvana barn. Tíu dögum síðar gaf hún upp öndina. Allir luku upp einum munni um að síðustu seytján ár æv- 8 tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.