Vikan - 25.02.1971, Page 43
innar hefði Lucrezia í öllu
komið fram sem heiðarleg,
skynsöm og siðuð höfðings-
kona. En æskusyndum hennar
var samt ekki gleymt. Hin
bjarta, fagra Lucrezia með
sakleysislegu brosaugun og
nautnalega munninn varð því í
augum síðari tíma í senn eng-
ill og táknmynd hins illa.
☆
GLEYMDU
EF ÞO GETUR
Frarrihald af bls. 25.
flýja af hólminum og láta kylfu
ráða kasti? Nei, hann taldi ráð-
legra að vera kyrr og glíma við
vandann. Nú valt allt á því, hvað
Ingigerði datt í hug að gera og í
hvaða tilgangi hún hafði komið.
Ellen mátti ekki hitta hana. Ef
hún kæmi heim, á meðan Ingi-
gerður var enn hér . . . nei, hann
varð að gera allt sem hann gat til
að koma henni út úr húsinu og það
sem allra fyrst.
— Segðu Mikaelu, að ég komi
aftur eins fljótt og ég get, bað
Ingvar. — Og biddu hana að af-
saka, að ég skyldi ekki koma inn
í stofuna og heilsa upp á vinkonu
hennar. En ég er þegar orðinn
alltof seinn og verð að flýta mér
í vinnuna. Þær vilja hvort sem er
áreiðanlega fá að vera einar og
tala saman. Ætli sé ekki orðið
langt, síðan þær hafa sézt.
— O, þið karlmennirnir þurfið
nú að tala saman Ifka, þegar þið
hittizt, sagði Lajla.
Þau hlógu bæði.
Hvernig gat nokkur vogað sér
að hlæja, þegar hann sjálfur . . .
Reiðin sauð í Börje, en honum
tókst að hafa hemil á henni og
kveðja þau eðlilega. Síðan gekk
hann hröðum skrefum inn í vinnu-
herbergi sitt. í leiðinni lokaði hann
hurðinni að borðstofunni. þrátt
mundi Anna koma til að taka fram
af borðinu. Hann vlldi ekki, að
hún sæi hann. Þjónustufólk er
ævinlega miklu skarpara og eftir-
tektarsamara en maður heldur.
Hann reyndi að látast vera að
raða saman skjölum á skrifborð-
inu, en hann hafði ekki hugmynd
um, hvað hann var að gera. Úr
stofunni heyrðist lágt mannamál.
Hann hlustaði fullur eftirvænting-
ar. Nú var það Ingigerður, sem
talaði, en það var ómögulegt að
greina orðaskil. Síðan þagnaði
hún og sekúndu síðar heyrðist
hálfkæft óp og síðan þungur
dynkur. Hvað í ósköpunum var að
gerast þarna inni?
Hann spratt á fætur, snaraðist
fram og opnaði stofudyrnar var-
lega. Um leið sá hann hvað um
var að vera. Mikaela var náföl í
andliti. Hún hélt um háls Ingi-
gerðar föstu taki, og Ingigerður
baðaði út öllum öngum til að losa
sig. Hvað höfðu þær sagt? Hvað
hafði eiginlega gerzt?
— Mikaela! Ingigerður! Eruð þið
gengnar af göflunum? Hann greip
í öxl Mikaelu og kastaði henni
upp að veggnum með ruddalegum
tilburðum. Það er ekki ofsögum
sagt af þessum viðurstyggilega
kvenmanni, hugsaði hann. Þarna
ætlaði hún að valda reginhneyksli
á hans eigin heimili og gera málið
allt helmingi erfiðara en það var
nú þegar. Hann skyldi láta hana
fá orð í eyra síðar.
Hann lyfti Ingigerði varlega upp
og hélt utan um hana.
— Náðu í koníaksglas fram í
skápinn, skipaði hann Mikaelu, án
þess að líta á hana. — Og vertu
fljót!
Mikaela hlýddi orðalaust. Hún
varð skelfd við tilhugsunina um
það, sem hún hafði nærri því
gert. Ekki svo að skilja, að líklegt
væri, að átök þeirra hefðu orðið
svo alvarleg. ingigerður var sterk-
ari en hún og mundi hafa tekizt
að losa sig. En Mikaela hafði f
raun og veru viljað kyrkja hana.
Hvers konar manneskja var hún
eiginlega innst inni? Augu henn-
ar voru full af tárum, þegar hún
rétti Börje koníakið þegjandi.
— Hérna, sagði Börje og hélt
glasinu upp að vörum Ingigerðar.
— Drekktu þetta og þá líður þér
betur.
Og svo skaltu í guðsbænum
flýta þér héðan, hugsaði hann,
en það gat hann ekki sagt. Hann
lagði handlegginn utan um axlir
henni og reyndi að ýta við henni
til þess að fá hana til að líta upp.
Hún hlaut að hafa fengið tauga-
áfall.
— Ingigerður, hvíslaði hann. —
Ingigerður . . .
— Birger!
Hún lauk augunum upp í einni
svipan.
— Birger! Hvernig stendur á
því, að þú ert hér? Hvernig viss-
irðu, að ég var hér?
— Svona, svona, sagði Börje
og varð vandræðalegur. — Drekktu
nú konjakið og reyndu að róa big.
Og segðu mér svo, hvað er eigin-
lega um að vera.
— Fjárkúgun, svaraði Mikaela,
lágt en greinilega.
Börje fölnaði, en Ingigerður tók
ekki eftir því.
— Segðu mér það, bað Ingi-
gerður. — Hvernig stendur á þvf,
að þú ert allt í einu kominn hing-
að?
— Ég . . . hóf hann máls, en
þagnaði aftur. Síðan sagði hann
tannduftið
sem gerir
gular
tennur
HVÍTAR
með rödd, sem hann reyndi ár-
angurslaust að láta hljóma styrka
og rólega:
— Ég bý hér, Ingigerður. Þetta
er heimili mitt.
— Heimili þitt?
Undrun Ingigerðar varð ekki
með orðum lýst.
— Þú átt við, að þú . . . og
hún . . .
Hún leit á Mikaelu hatursfullu
augnaráði.
— Sonur minn, flýtti Börje sér
að segja. — Ekki ég, Ingigerður.
— Ó, sagði Ingigerður hægt.
— Þú heitir þá alls ekki Birger
Rosén.
— Nei.
— Já. í rauninni grunaði mig
það alltaf. En . . .
Hún þagnaði og Börje vogaði
sér ekki að spyrja, hvað hún hafi
ætlað að segja.
— Þá vissirðu áðan, að það var
ég, sem kom. Ég á við, þegar ég
bað þjónustustúlkuna að segýa
Mikaelu hvað ég héti.
— Já, ég vissi það.
Ingigerður hló allt í einu skær-
um og dillandi hlátri.
— Ja, þér er ekki fisjað saman,
það verð ég að segja. Annars
skiptir það engu máli lengur. Þú
stóðst þig vel, þegar þú bjargaðir
okkur úr klfpunni, þegar Sixten —
ja, þá heitir hann það væntanlega
ekki réttu nafni, eða hvað? En
sleppum því. Hins vegar máttu vel
vita, að ég hafði ekki hugmynd
um þetta þá. Ég kom ekki hingað
til þess að ná mér niðri á þér . . .
— Heldur aðeins á mér, skaut
Mikaela inn í, en hvorugt þeirra
hlustaði á hana.
— Það var annars gaman, ^að
við skyldum hittast einu sinni enn,
hélt Ingigerður áfram. — Þú veizt
að ég var stúlkan þín, Birger. Bara
þín. En þú skilur, að ég varð að
hafa öll spjót úti til að geta dregið
fram lífið. Þú skilur það, er það
ekki?
— Jú, ég skil það, svaraði Börje
Rickardson og hélt niðri í sér and-
anum af spenningi. Táknaði þetta
þau gleðilegu tfðindi, að málið
væri leyst? Að hann slyppi svona
auðveldlega? Hann þorði varla að
hugsa hugsunina til enda.
— Ég hitti náunga í Gautaborg,
og ég ætla að flytjast þangað og
gifta mig, sagði Ingigerður og
glotti. — Það er ekki hægt að
halda áfram að lifa alla ævi eins
og við gerðum í Stokkhólmi. Mika-
ela virðist líka hafa skilið það.
Börje leit eldsnöggt á unnustu
sonar síns.
— Ég veit ekki allt um hana,
það finn ég á mér, sagði hann og
rödd hans gerði það að verkum,
að Mikaelu rann kalt vatn milli
skinns og hörunds. — En ef þú
vildir segja mér svolítið um hana,
Ingigerður. . .
— Já, gerðu það, sagði Mika-
ela. — Segðu honum allt, sem þú
getur látið þér detta í hug. Þegar
þú hefur gert það, kæri ég þig
fyrir fjárkúgun og segi síðan konu
Börjes og syni allt sem ég veit um
hann.
Þetta var djarft teflt, en hún
varð að reyna það. Og það heppn-
aðist. Það varð grafarþögn f stof-
unni.
— Hvað þessa fjárkúgun snert-
ir, sagði Ingigerður loks og yppti
öxlum. — Ja, frómt frá sagt, þá
sé ég um mig héreftir sem hingað
til. Og ég vil ekki gera neitt, sem
kemur sér illa fyrir þig, Birger. Þú
skilur það?
Orð hennar kölluðu fram ein-
kennilega tilfinningu í huga Börj-
es. Ef Ingigerður væri ekki eins
og hún var . . . hvað það væri þá
dásamlegt að eiga eiginkonu eins
og hana! Hún var heiðarleg og
stóð við hlið hans heil og óskipt.
Hún gerði engar kröfur, veitti hon-
um aðeins þá ást, sem hann þarfn-
aðist. En hvað var hann að hugsa!
Hann átti Ellen og sfna virðulegu
tilveru. Ingigerður var eins og hún
var og mundi alltaf vera það. Auk
þess ætlaði hún að fara að gifta
sig.
En það varð heldur ekki hróflað
við Mikaelu. Og það var hún, sem
átti peninga Per Unos Melanders.
— Það er gott, Ingigerður, sagði
hann hraðmæltur. — Við skulum
ekki tala meira um það. En ég
kem kannski einhvern tfma og
heilsa upp á þig í Gautaborg.
— Þú ert velkominn, saaði Ingi-
oerður og augu hennar Ijómuðu.
— En nú verð ég að fara. áður en
einhver kemur. Ég vil ekki, að þú
hafir áhyggjur mín vegna.
8 tbi. VIKAN 43