Vikan


Vikan - 25.02.1971, Page 44

Vikan - 25.02.1971, Page 44
Komið og skoðið úrvalið frá 50/MAIERS Somvyl veggklæðning, áferðar- Tapisom gólfteppi, einlit og mynztruð. falleg, endingargóð, hentar alls staðar. Tapisom S-1000 og S-300 í íbúðir. _ A , Tapisom Super 600 í skrifstofur,stigahús, Tapiflex gólfdukur, sterkur, skóIa veitingahús. þægilegur að ganga á. Sommer teppin hafa alþjóðlegt vottorð um endingu. ÓTRÚLEGA STERK Grensásvegi 22-24 slmar 30280, 32262 En þegar hún var staðin á fæt- ur og lögð af stað til dyra, sneri hún sér skyndilega við og hljóp í fangið á Börje. Hann laut yfir hana og kyssti hana, en þar sem hann var sér meðvitandi um návist Mika- elu þorði hann ekki að gefa. löng- un sinni lausan tauminn. Ingigerð- ur var girnileg stúlka, því varð ekki neitað. En hún gat lagt líf hans í rúst, ef hún vildi. Og kannski líka þótt hún vildi það ekki? Honum fannst að hann yrði að sýna henni, að hann tæki skiln- aðinn nærri sér engu síður en hún og mundi sakna hennar. Hann faðmaði hana fast og innilega. — Jæja, sagði Ingigerður og sleit sig úr fangi hans. — Það verður erfitt að finna mann, sem jafnast á við þig. En það þýðir ekki að fást um það. — Ég ætla að fylgja þér til dyra, flýtti Börje sér að segja. Ingigerður leit andartak á Mika- elu um leið og hún kvaddi Börje og sagði: — Varaðu þig á henni. Láttu hana ekki komast upp með neitt. Mikaela yppti öxlum yfir þess- um háðsyrðum. Hár hennar var rðnnblautt af svita. Eins og úr óra- fjarlægð heyrði hún útihurðina lokast og skildi að Ingigerður var farin leiðar sinnar. Síðan heyrði hún fótatak Börjes nálgast aftur, hægt og þungt og á samri stundu gerði hún sér grein fyrir, að hið liðna mundi aldrei gleymast að fullu, ekki á meðan þau tvö bjuggu undir sama þaki. Hann vissi ekki allt um hana, en ef hann færi í heimsókn til Gautaborgar . . . Hún settist niður í sófann og reyndi að róa sig. Hún varð að herða sig upp. Það þýddi ekki að leggja árar í bát, úr þv( sem kom- ið var. Einn sigur hafði hún þó alla vega unnið: Hún var laus við Ingigerði, enda þótt hún yrði að viðurkenna, að það var ekki henni að þakka. Ef Ingigerður hefði ekki verið svona hrifin af Börje, hefði hún aldrei látið undan. Börje sá hana sitja í sófa og drúpa höfði, þegar hann gekk inn í stofuna. Hann gekk beint að maghónyskápnum. — Ætli sé ekki bezt, að við tvö fáum okkur svolítið koníak, sagði hann skjálfraddaður. Mikaela hafði ekki minnstu löngun til að sitja og drekka með honum, Það gerði þau að eins kon- ar samsærismönnum. Nei, hún vildi það ekki. En hún var illa á sig komin og dauðþreytt eftir átökin, svo að hún þurfti nauð- synlega að fá sér hressingu, áður en móðir Ingvars kæmi heim. Börja rétti henni glas og settist f sófann hjá henni. — Skál, sagði hann þurrlega. — Eigum við ekki að koma okkur saman um vopnahlé? Hann vildi vingast við Mikaelu. Ekki svo að skilja, að hann væri hættur við að bregða sér við tæki- færi ( heimsókn til Gautaborgar, svona til öryggis að minnsta kosti. En hann var farinn að þekkja Mikaelu og hafði kynnzt því, að hún lét hart mæta hörðu, ef hún sá sér hag í þvf. Og peningarnir, blessaðir peningarnir. Þessa litlu heimsókn til Gautaborgar gat ver- ið gott að nota svona til áherzlu, ef þörf gerðist. . . Hann ætlaði að leggja höndina yfir axlir Mikaelu í vináttuskyni og til að undirstrika vopnahléið, En hún sneri sér að honum um leið og í sama bili lét hann höndina síga á bak við sófann í staðinn. Hann hrópaði upp yfir sig, þeg- ar fingur hans snertu eitthvað hart. — Hvað í ósköpunum er þetta? Hann sneri sér við og lyfti upp stóru Ijósmyndinni í silfurramm- anum, brúðkaupsmyndinni. Hann starði á myndina og síðan á Mika- elu. — Ég setti hana þarna, svo að Ingigerður ræki ekki augun í hana, sagði Mikaela þreytulega. — Mér fannst ekki nauðsynlegt, að hún þekkti þig aftur. — Þú . . . hóf hann máls, en þagnaði. Hafði hún reynt að verja hann þrátt fyrir allt? Eða var það Ingvars vegna, sem hún hafði gert þetta, til þess að hann þyrfti ekki að sjá föður sinn afhjúpaðan? Ef til vill þekkti hann ekki Mikaelu eins vel og hann hugði. — Við tölum ekki meira um þetta, sagði hann. — Við vitum það, en það er engin þörf á að aðrir viti það, ekki satt? Hún kinkaði kolli. Hún var þreytt, úrvinda af þreytu. En Ingi- gerður var farin og hættan var lið- in hjá. Ingvar mundi ekkert fá að vita. Hann mundi losna við þá lífsreynslu að bæði unnusta hans og faðir brygðust honum. Hann mundi geta unnað þeim báðum falslaust eins og hann hafði gert hingað til. Það skipti mestu máli. Ingvar og Mikaela gengu í heil- agt hjónaband tveimur mánuðum síðar. Þeim hafði tekizt að koma ( veg fyrir umfangsmikið brúðkaup, eins og Ellen hafði ráðgert . . . Framhald í næsta blaði. ÞAÐ VAR BARA TENNIS Framhald af bls. 17. — Hann er ekki jafnslæmur og ég bjóst við, sagði Mar- got eftir að við vorum laus við hann. Hún hló: — Þú ættir ekki að kalla hann Eggið. Nokkrum dögum síðar sagði hún mér að hann hefði komið inn í búð til sín og spurt eftir henni. — Hann var að leita ráða hjá mér og keypti mjög dýra handtösku, sagði hún er við snæddum hádegisverð á ódýrum matsölustað. Við skrimtum og spöruðum hve- nær sem við gátum komið því við, til að geta notað pening- ana í annað, svo sem föt — hús og sumarleyfi. — Hann bauð mér í mat með sér! Hún skemmti sér en ekki ég. Nokkrum kvöldum síðar beið hann mín við útidyrnar mínar. — Við þurfum að tala svolítið saman, sagði ég. — E'g veit um hvað þú ætlar að ásaka mig, sagði hann. Þeg- ar hann brosti var eitthvað undarlegt við hann. Var þetta undirferli í grænum augum hans? — Mig langaði til að sjá hana aftur og bjóst ekki við að þú hefðir neitt við það að athuga. Hún er ekki með hring... . É'g lét ekki eftir mér að verða reiður. Hann var svo sem engin ógnun. — Ef þú varst á móti því þá þykir mér það leitt, sagði hann, en hann leit ekki út fyrir að meina það og hann drakk síð- asta bjórinn minn áður en hann fór. Margot fékk boðskort sem á var skrifað með nær ólæsilegri hönd — á mjög dýrt hausaðan pappír: „Viltu ekki koma og vera í Bay View yfir helgina?“ Undirskriftin var Frances Gos- horn — móðir Eggsins. — Er hann af ríkum foreldr- um? spurði Margot. Við vorum að mála stofuna í íbúðinni hennar. — Það efast ég um, svaraði ég. f háskólanum hafði hann verið á eldgömlum Ford og 44 VIKAN 8- tbi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.