Vikan


Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 50

Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 50
í næstu viku Þeir smíða á vetrum, en sigla á sumrin í Nauthólsvíkinni, sem er ekki lengur nothæf sem baðstaSur Reykvíkinga vegna mengunar, er friður hópur af strákum, sem fást viS báta- smiðar og syngja viS raust á meSan þeir vinna. /EskulýSsráS Reykjavíkur starfrækir þarna siglingaklúbb og hefur fastan mann til aS leiðbeina strákunum á hverjum laugar- dagseftirmiðdegi. Strákarnir smiSa á vetrum, en sigla á sumrin. Vikan segir frá heimsókn til þeirra í máli og myndum i næsta blaSi. Einn dagur í listaskóla Sigurgeir Sigurjóns- son, sem er viS Ijósmyndanám í Sví- þjóð, hefur sent okkur myndasögu. ViS birtum spjall við Sigurgeir skömmu eftir áramótin, en myndasagan hans fjallar um einn dag í listaskóla. Snillingur eða brjálæðingur Denis Hopper er bæSi leikari og leikstjóri og rísandi stjarna á himni kvikmyndanna. Hann gerði sína fyrstu- mynd í fyrra með Peter Fonda í aSalhlutverki og hlaut hún geysigóð- ar móttökur. Sumir telja, að Denis sé hreinn snillingur, en aðrir telja hann brjálæðing. Við segjum nánar frá honum næst. Álit Svía á fslendingum Nemendur í blaSamannaháskólanum I Gauta- borg gáfu nýlega út sérstakt hefti um ísland af skólablaSinu sínu. Þarna kenndi ýmissa grasa og var mörg fróðleg klásúlan um land og þjóð. Nemendurnir gagnrýndu okkur nokk- uð, en sögðu yfirleitt bæði kost og löst. Nokk- ur sýnishorn úr blaðinu birtast í næstu Viku. Hvað færðu í skatt? Svarið í Vikunni Sigurður Þórðarson, verkfræðingur, hef ur gert línurit, sem sýnir mönnum, hvað þeir fái í skatt næst. Svarið við þessari brennandi spurningu fæst sem sagt í næstu Viku. HITTUMST AFTUR - I NÆSTU VIKU Hef ég nokkurn tíma gefið þér ástæðu til að efast um heiðar- leika minn? Það var ásökun í rólegum orðum hans. Nick roðnaði. — Nei, aldrei, sagði hann lágt. — Ég bið þig afsökunar, en ef slík ástæða er fyrir hendi, get ég ekki skilið hvers vegna ég get ekki fengið að heyra hana. — Ég get ekki sagt þér það, svaraði Kit ákveðinn. — Það getur verið að þú fáir einhvern tíma að vita það, og þá veit ég að þú skilur mig og afstöðu mína. Nei, hann lyfti höndinni og stöðvaði orðin á vörum piltsins, — við tölum ekki meira um þetta mál. Þú hefur fengið svar mitt. Þú ræður sjálfur yfir framtíð þinni, en Damaris getur ekki orðið kona þín. Hann gekk áleiðis að húsinu, en þegar hann gekk fram hjá Halthrop, nam hann staðar og lagði höndina á öxl hans. Svo sagði hann með einkennileg- um svip: — Mér þykir þetta leiðinlegt, Nick. Þú heldur kannske að ég sé harður og meðaumkunarlaus, en þar skjátlast þér. Trúðu mér, ég skil þig betur en þig grunar. Hann hélt áfram upp að hús- inu og þeir stóðu kyrrir og horfðu á eftir honum. Að lok: um sagði Alex, eins og hann væri að hugsa hátt. — Þarna fer maður sem býr yfir leyni- legri sorg, byrði, sem hann get- ur ekki eða vill ekki láta aðra vita um. Hann andvarpaði og leit á Nick. — Varaðu þig á því að brýna hann of mikið, drengur minn. Þegar maður er bundinn á píslarbekk, þá getur hann orðið hættulega reiður. Kit gekk hægt, og honum fannst hann allt í einu svo óendanlega þreyttur. Hve lengi gat hann haldið út þessa hroða- legu raun, sem var að gera honum lífið ómögulegt? Hve langt var þess að bíða að hún yrði til þess að hann gerði eitt- hvað af sér, sem hann svo iðr- aðist eftir, þegar hann kæmi til sjálfs sín? Hann vissi að það munaði aðeins hársbreidd í dag, að hann hefði án efa drepið Nick, ef Blair hefði ekki verið viðstaddur. Og Nick var vinur hans! Honum varð skyndilega kalt í hitabeltissól- inni.. Framhald í nœsta blaOi. 50 VIKAN s. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.