Vikan


Vikan - 27.05.1971, Síða 5

Vikan - 27.05.1971, Síða 5
nær er hann fæddur og svo framvegis? Mig langar að vita allt sem þið vitið um hann og hans feril. Heimilisfangið væri upplagt að fá. Með fyrirfram þökk. IG. Murray Head var algjörlega óþekktur þegar hann fékk eitt aðalhlutverkið í Hárinu i London og hefur siðan aflað sér mikilla vinsælda. Hann hefur ekki leik- ið í kvikmynd — svo við vitum og í rauninni vitum við ákaflega lítið um hann, nema að hann syngur Júdas af hreinustu snilld. Þú gætir reynt að skrifa honum á þetta heimilisfang: c/o Decca Records Co. Ltd. Decca House, 9 Albert Embankment, London SE 1, ENGLAND. Æðaslit í andliti Kæri Póstur! Þú hefur nú svo oft gefið góð ráð, að mér datt í hug að skrifa þér. Hvers vegna fær maður æðaslit í andliti? Ég er 19 ára og er byrjaður að fá æðaslit. Er ekki til krem eða eitthvað svo- leiðis við þessu? Viltu vera svo vænn að svara þessu, kæri Póstur? Svo vil ég þakka fyrir viðtalið við Lennon og margt fleira gott sem hefur verið ( blaðinu. Með fyrirfram þökk fyrir svar. P.S.T. P.S. Hvers vegna er ekki fram- leiddur Root Beer á íslandi? Æðaslit í andliti getur stafað af ýmsu, fólk er með misjafnlega sterka húð, snöggar hitabreyt- ingar og margt fleira. Ekki höf- um við heyrt þess getið að til séu krem sem berast á andlitið við æðasliti, en hvaða læknir sem er ætti að geta sagt þér það. Oq væntanlega í gegnum síma. Root Beer? Ojbarasta! Nei, í al- vöru, þá er ástæðan sennilega sú að engum hefur dottið það í hug. Feitt hár og Humperdink Ágæti Póstur! Ég á við vandamál að stríða eins og margir aðrir og vonast til að fá góð ráð hjá þér. Vanda- málið er sem sagt það, að hárið á mér fitnar svo ofsalega. Ég hef farið eftir mörgum ráðlegg- ingum, en ekkert dugar. Að vísu er ég bara 14 ára svo það er kannski eðlilegt að hárið fitni, en fyrr má nú vera! Það er orðið spikfeitt á öðrum degi eftir þvott, svo ég get varla lát- ið nokkurn mann sjá mig. (Þó nota ég þetta „indæla" blabla- sjampól). Getur þú ekki gefið mér gott ráð, því að ég er að verða vit- laus á þessu? Mér þætti líka vænt um ef þú gætir frætt mig eitthvað um Engelbert Humperdink, aðal- lega heimilisfang hans, þó ég búist nú varla við að þú hafir það á reiðum höndum. Spikfeit. Bezta ráðið sem við getum gef- ið þér er að labba inn á næstu rakara- eða hárgreiðslustofu og biðja þar um nánari ráð. Humperdink er líka í athugun hjá „Heyra má", en utanáskrift hans er til dæmis þessi: c/o Artistes Management & Agency, Ltd. 24—25 New Bond Street London, W. 1, England. Flasa Kæri Póstur! Eins og margir leita ég til þín í vandræðum_ mínum. Þannig er mál með vexti að ég er með flösu. Ég þvæ hárið einu sinni í viku og hef reynt alls konar sjampó en árangurslaust. Hvað á ég að gera? Og hvers vegna fær maður flösu? Ein með flösu. Enginn veit hvað flasa er, hvorki læknar né færustu rakarar. Gam- alt húsráð kennir að gott sé að bera matarolíu í hárið, láta hana liggja í því í ca. 10—15 mínútur og þvo það síðan vel. Þetta læknar að vísu ekki flösu — frekar en annað — en það held- ur henni niðri. Annars ættir þú að fara til læknis og það er al- drei að vita hvað út úr því fæst, en ástæðulaust er fyrir þig að örvænta. Þó viljum við taka þér vara fyrir að reyna að þvo hárið mikið oftar en þú gerir nú, slíkt bætir ekkert. Þaö endast ekki allirbílar jaíntl SAAB V4 er t.d. óvenju sterkur bíll, byggður af sænskri tæknikunnáttu fyrir erfiðustu vegi og veðurfar. SAAB V4 er vandaður bíll, utan sem innan — léttur í akstri, rúmgóður og þýður. SAAB-er sparneytinn og liggur vel á vegi í öllum akstri. SAAB er öruggur bíll — SAAB er bíll hinna vandlátu. ^"^PIÖRNSSON &co. SKEIFAN 11 SÍMI 81530 Þér sparið með áskrift VIKAi SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320 21. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.