Vikan - 27.05.1971, Page 13
Þannig liSu sumardagarnir og sumarnæturnar.
Abbie dreymdi dásamlega
drauma, og Kevin var í þeim flestum.
Amerísk jómfrú
James Mc Ardwell fæddist í því
héraði Bandaríkjanna, sem oft er kennt við
Mark Twain. í bernsku
heyrði hann oft dapra söngva og sögur,
sem kennd voru við Missis-
sippi-fljótið, og gætir áhrifa þeirra greinilega
í sögum hans.
SMÁSAílA KFTIR JAMES Mc ARDWELL
Hann kom dag einn i maí-
byrjun. Aliigail heyrði alJs
ekki til hans. Hún sat úti á
framdyiapallinum og ruggaði
sér þýðlega f'ram og aftur.
Hljóð vordagsins sungu væru
síðdeginu mansöng: marrið í
ruggustólnum hennar. tilbreyt-
ingarlaust býflugnasuðið, dauft
klakið í kjúklingunum, sem
móktu í hlöðugarðinum og
smcllirnir í afhýddum grænu
baununum, þegar þær duttu í
skálina i kjciltu hennar.
..Daginn. fiú," sagði hann og
var nærri búinn að hræða úr
licnn' líftóruna.
Abbie deplaði augunum og
gaf til kynna með tilgerðar-
legri höfuðhneigingu, að hún
víðurkcnndi nærveru hans.
..Ég heiti Kevin Doughtery,"
sagði hann og horfði á hana
yfir grindverkið, svörtum aug-
um, sem minntu á trygg og
vingjarnleg augu í collie-
hvolpi. ,,Mér var sagt, að þig
kynni að vanta kaupamann.“
Þarna stóð hann og brosti
feimnislega. Hann hélt á
krumpuðum flcjkahatti í ann-
arri hendi og rispaðri brúnni
ferðatösku í hinni, svart, úfið
hárið ögraði öllum greiðum og
uppbrettu ermarnar á upplit-
uðu bláu skyrtunni afhjúpuðu
sólbrennda, vöðvastælta hand-
leggi ög sterklegar hendur.
„Ekki þekki ég big, herra
Doughtery?" sagði hún spyrj-
andi. ..Þú ert rkki einn af
þorpsbúum? Hvar áttu heitna?"
..Heimili mitt er í hjarta
-nínu, o« þangað sem það fer,
?er ég lika.“
Abbie brosti að þessu svari.
Það virtist hæfa manninum vel.
,,Hér er um erfiðisvinnu að
ræða,“ varaði hún hann við.
,,Ég hef ekki efni á að greiða
hátt kaup . . . Fiörutíu dollara
á mánuði oc herberei uppi
yfir hlöðunni. Þú borðar með
<mér.“
. ,.Ég hræðist ekki vinnuna,
frú. og kaupið er rétt Jaglegt."
Hún var þögul andartak, en
tók svo skyndilega ákvörðun.
Hann leit út fyrir að vera dug-
legur og heiðarlegur. „Allt í
lagi, herra Doughtery, þú byrj-
ar að vinna á mánudagsmorg-
uninn. Þú mátt flytja eigur
þínar inn í hlöðuna og vera
þar í nótt, ef þú vilt.“
Abbie gaf honum nánar gæt-
ur fyrsta morguninn, en hélt
síðan áfram eigin störfum,
þegar hún hafði fullvissað sig
um, að honum var fullljóst,
hvað vinna átti. í ljós kom, að
maðurinn var hörkuduglegur
og líka léttlyndur. Hann blístr-
aði, þegar hann sagaði viðinn
og reytti illgresið úr kartöflu-
beðunum, söng alls konar
söngva, þegar hann sneið grein-
ar af trjánum i ávaxtagarðin-
um, söng káta söngva, þegar
hann þvoði upp eftir miðdeg-
isverðinn og raulaði lágt, þeg-
ar hann kveikti upp í eldavél-
inni á morgnana.
Fréttin um vinnumann Ab-
biear barst út eins og eldur í
sinu. Allir í héraðinu töluðu
hver upp í annan. Við bæna-
stundina í babtistakirkjunni á
sunnudagskvöldið, hristu kon-
urnar höfuðið um leið og þær
tistu: „Við efumst ekki um, að
þú sért fær um að gæta þín,
Abigail Garter, guð veit, að
það hefur þér tekizt ágætlega
þessi tuttugu ár, síðan faðir
þinn dó, en þú hefðir átt að
hugsa þig um tvisvar, áður en
þú réðst þennan mann. Hann
er ekki einn af okkur. Veiztu
nokkurn skapaðan hlut um
hann?“
Abbie, freknótt, há og grönn,
unglegri — og þó á kynlegan
hátt aldurslegri — en þrjátíu
og níu sumrin hennar gáfu til
kynna, sagði blátt áfram en
fjarrænt: „Hann heitir Kevin
Doughtery. Hann er irskur ...
held ég.“ Þetta var 10. maí.
í júní urðu næturnar heitar
og rakar. í fyrsta skipti á æv-
inni átti Abbie bágt með svefn.
Henni fannst kæfandi í svefn-
herberginu. Veggirnir þrengdu
miskunnarlaust að henni. Hún
svipti opnum öllum gluggum
og stóð lengi og horfði út í
nóttina. Máninn virtist önnum
kafinn ' við að mála silfur-
landslag, hvert sem litið var.
Smávaxin laufin á kirsuberia-
trénu iðuðu og hvísluðu eins
og þar væri fullt rúm af óþæg-
um börnum, sem neituðu að
fara að sofa. Af undarlecum
ástæðum fyllti ilmur nætur-
blómstrandi jasmínunnar lík-
ama hennar af þúsund örsmá-
um vængjum, sem allir blök-
uðu í einu og hótuðu að senda
sál hennar svífandi gegnum
glitrandi næturengin og alla
leið til mánans.
Það var sem næturgalinn
skildi tilfinningar hennar, hann
fór að svngia í nálægu tré.
Glöð kallaði Abbie blíðlega:
„Velkorninn heim, gamli vin-
U”. Éi; hef ekki séð þig í tvær
vikur. Ég hélt, að kannske
hefði köttur náð í þig eða þú
hefðir flutt í annan ávaxta-
"arð.“ Gola blés í gluggatjöld-
in, herbcrgið varð svalara, og
Abbie fór aftur i rúmið. Stuttu
seinna fór þún með bænirnar
sínar, síðan fékk hún bakþanka
og bætti við þessari eftirskrift
til drottins: „Ég þakka þér
lika fyrir að senda fuglinn til
baka. Næturnar verða þá ekki
eins einmanalegar. Amen." —
Hún svaf.
Næstu dagar liðu hjá eins og
myndir á tjaldi, að því er virt-
ist allir eins, ■ en fólu þó í sér
hægfara breytingu árstíðar-
innar. Kvöld nokkurt í júní-
lok varð Doughtery um kyrrt
í eldhúsinu eftir miðdegis-
verðinn og bauðst til að þurrka
diskana. Hún maldaði í mó-
inn, hann sat við sinn keip.
Abbie var hamingjusöm og
taugaóstyrk. Fyrst töluðu þau
um búið, en síðan dró úr sam-
ræðunum. Hana langaði til að
segja honum, að einmanaleg-
asta verkið í allri veröldinni
væri að þvo upp og þurrka,
alein. En hún þagði, og brátt
byrjaði Kevin hikandi að tala
um staði, þar sem hann hafði
dvalizt og segja frá öllu því
margvíslega, sem hann hafði
tekið sér fyrir hendur.
„Ja, hérna, Kalifornía virð-
ist vera indæll staður," sagði
hún.
„En bezti staður i heimi,
ungfrú Abbie, er við Karabía-
hafið.“
,,Kara-bía-hafið,“ hún treindi
sér orðin, smjattaði á hverju
atkvæði eins og þetta væru
síðustu bitarnir af heimatil-
búnum rjómaís.
Doughtery hallaði sér upp
að svörtum járnofninum, og
stóru hendurnar héldu lauslega
um útsaumaða diskaþurrkuna.
„Það er nú staður, leyfist
mér að segja. Þar eru eyjar,
þar sem hitinn fer aldrei upp
fyrir 30 gráður og aldrei niður
fyrir 20. Menn þurfa ekki einu
sinni hús, sofa bara í hlýjum
sandinum og þcgar þá sveng-
ir, þurfa þeir ekki annuð en
tína ávexti af trjánum eða
veiða fisk.“
Framhcild á hls. 32.
21. TBL. VIKAN 13