Vikan


Vikan - 27.05.1971, Blaðsíða 21

Vikan - 27.05.1971, Blaðsíða 21
SlvaxandS vínsaeldir Gaddavírs ’70 Geysivinsæl Gaddavírsmúsík: Bragi Björnsson, bassaleikari, Vilhjálmur Gíslason, gitarleikari og Rafn Sigurbjörnsson, trommuleikari. í vetur hef ég komið víða á skólaskemmtanir og annars konar mannamót, bæði hér í bænum svo og úti á landi. Við og við hefur mér verið sagt (réttilega) frá geysilega skemmtilegri og góðri hljóm- sveit, „sem allt of lítið ber á“, ef ég má vitna í orð eins heim- ildarmanns míns. Það er hljóm- sveitin „Gaddavír 70“, sem var kjörin „Táningahljómsveitin 1970“ á Sumarhátíðinni í Húsa- felli. Svo var það að ég rakst á Rafn Sigurbjörnsson, trommu- leikara á förnum vegi ekki alls fyrir löngu, og krafði hann sagna um það sem helzt væri á döfinni hjá hljómsveitinni. „Það er helzt,“ sagði Rafn, „að standa sig í prófum. Og til að geta það höfum við alveg Framhald á bls. 48. I MÆNIASI Það er ekki oft sem maður þarf að hendast landshornanna á milli til að heyra í Reykja- víkurhljómsveitum enda senni- lega ekki ástæða til þess. En um páskana var ég á Akur- eyri og Roof Tops sömuleiðis svo ég notaði tækifærið og sat með þeim eina æfingu og hlustaði á þá á dansleik í „All- anum“ eitt kvöldið. Roof Tops hafa aldrei verið betri en nú og síðan Vignir Bergmann bættist í hópinn hafa orðið miklar framfarir. Sérstaklega er það „gamli“ gítarleikarinn, Gunnar Guð- jónsson, sem hefur tekið stór- Roof Tops, síhressir (og frumlegir í myndatök- um!): Gunnar, Jón Pétur, Ari, Vignir og Guðmundur Haukur. stígum framförum. Það er með fullri virðingu fyrir hinum, að ég held því fram að framfarir hafi orðið miklar síðan Vign- ir slóst í lið með þeim, en þar tel ég að hafi sannast enn það sem áður hefur verið sagt, að nýtt blóð hefur yfirleitt mjög góð áhrif. En Akureyrartúrinn varð þeim í Roof Tops ekki eins ár- angursríkur og æskilegt hefði verið, því Gunnar lagðist í flenzu, hvotsótt eða hvað það nú heitir og þar með fór æski- leg ráðagerð þeirra út um þúf- ur. Sem sé sú, að æfa þarna upp tvö lög sem þeir ætluðu að setja á plötu sem átti að taka upp áður en skólasveinarnir innan hljómsveitarinnar settust að próflestri. Platan átti svo að koma út strax í byrjun sum- ars — og ekki sakar að taka Framhald á bls. 48. Virðulegi viðtakandi: Mig langar til að biðja yður um að senda mér svolitlar upp- lýsingar um hljómsveitina hér á staðnum fyrir skömmu og „Gaddavír 70“. Þeir spiluðu hér á staðnum fyrir skömmu og varð ég mjög hrifin. Því yrði ég ákaflega þakklát ef þér myndir af eim og nöfn (jafnvel í póstkröfu eftir fórnfýsi yðar). Að lokum þakka ég mjög gott efni í blaðinu að und- anförnu. Virðingarfyllst, G.Þ. Garði. Satt að segja sáum við enga ástœðu til að vera að eltast við að senda þér eitt og annað, en í þessu blaði er mynd og sitthvað fleira varðandi „Gaddavír 70“, sem við vonum Framhald á bls. 41. 21. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.