Vikan - 27.05.1971, Side 44
MIOA
PREIMTUIM
HILMIR HF
SKIPHOLTI 33 - SIMI 35320
alveg voðalegt að láta stilla sér
upp á háan pall og svo allt í
einu er sagt: — Byrja! Ég veit
að ég hefði getað gert það sóló
mun betur en það var í sjón-
varpsþættinum. Aftur á móti
var ég tiltölulega ánægður með
það sem ég tók á popphátíðinni
miklu í Laugardalshöllinni, það
var mikið meiri stemning.“
„Þegar þú tekur svona sóla,“
sagði ég, „œfirðu þaS þá alveg
jrá upphafi til enda?“
„Nei nei, alls ekki. Ég set mér
ákveðna punkta hér og þar í
verkinu og svo byggi ég í kring-
um það. Ég held að það sé ekki
hægt að semja trommusóló.“
Við ræðum meira um tromm-
ara, Óðmenn og tveggja platna
albúmið þeirra sem kom út fyr-
ir jólin — og „poppmenningar-
vitar“ töldu „plötu ársins 1970“.
„Því var ég sammála,' sagði Óli,
„því mér finnst plöturnar ofsa-
lega góðar“.
„Aj hverju hættir þú í Óð-
mönnum?“
„Tjah, fyrir því voru nokkr-
ar ástæður," svaraði hann eftir
nokkra þögn. „f fyrsta lagi
vildu þeir Finnur og Jóhann
fara út í músík sem ég var ekki
reiðubúinn að spila, meiri jazz
og fleira í þeim dúr og svo var
kominn upp einhver leiðinda-
fílingur á milli mín og Finns.
En það sem var afgerandi í því
að ég hætti var sem sé músíkin
og ég er mikill vinur þeirra
ennþá.“
„Hvernig áhrif hajði það á
þig að maður var látinn víkja
úr Nát.túru svo þú kæmist að?“
Hann þagði lengi, fitlaði við
takkana á magnaranum og
hnyklaði brýrnar. „f rauninni
engin,“ sagði hann svo. Svona
er auðvitað alltaf leiðinlegt, en
einhvernveginn held ég að ekki
sé hægt að blanda mér inn í það
og því síður Rabba (Rafni Har-
aldssyni, fyrrv. trommuleikara
Náttúru). En sem betur fer hafa
engin leiðindi orðið út úr þessu
og við Rabbi erum ennþá sömu
kunningjarnir.“
„Ertu ánœgður þar sem þú
ert, i Náttúru á ég við?“
..Já. mjög. Verkefnin eru næg
og öll skemmtileg og mórallinn
er einstaklega góður. Svo hef-
ur það náttúrlega sitt að segja
að mér finnst gott að spila með
Siggá (Sigurði Árnasyni) og
reyndar þeim öllum.“
„Og platan ykkar langþráða,
hvernig gengur með hana?“
„Meiningin er að taka hana
upp í haust og helzt vildum við
gefa hana út sjálfir, en ég veit
ekki hvernig það fer. Við erum
búnir að leigja okkur sumar-
bústað suður í Straumsvík og
þar ætlum við að æfa efnið á
hana, því það verður að gerast
auk þess efnis sem við æfum
fyrir dansleiki."
ó.vald.
Á FLJÖTANDI
LOXUSHÖTELI
Framhald af bls. 27.
Ef lesandinn er að hugsa um
að fara í land í þeirri trú að
þrjár vikur á hafi úti verði
leiðinlegar til lengdar, langar
okkur til að taka það fram, að
það eina, sem varð hversdags-
legt til lengdar var, hvað það
var óhugsandi að borða alla
góðu réttina á matseðlinum!
Matseðillinn og skemmtidag-
sk'rá með tíu mismunandi at-
riðum er samin og prentuð í
einkaprentsmiðju skipsins dag-
lega.
Það er langt frá því, að hægt
sé að láta sér leiðast á skips-
fjöl. Hvernig á maður að kom-
ast yfir þetta allt? Þjónarnir
eru sífellt á næstu grösum,
þótt lítið beri á og óvenjuvel
skipulagðar skemmtanir og
næturró hjálpast til að láta
öllum líða vel og innan skamms
læra menn að njóta slíks hóg-
lífis. Ekkert hefur verið spar-
að til að öllum liði sem bezt.
Allt gengur snurðulaust og
farþegunum líður eins og
kóngafólki. Þó að manni finn-
ast, að barþjónninn hefði get-
að sætt sig við venjulegan
hanastélsbar er indælt að finna
steinlaus kirsuber með stilki í
„Planter's Punch“ og í klefan-
um eru ekki þessar venjulegu
tvær, hálfvisnuðu nellikur með
grænum kvisti, heldur stór
blómvöndur úr fimmtán túlí-
pönum og sjö páskaliljum. Og
við bendum á enn eitt dæmið
um öll heimsins gæði um borð:
Trúræknir farþegar geta ekki
aðeins valið um eina venjulega
kapellu. Þar er ein kaþólsk,
lútersk og þegar siglt er frá
Flórída kemur einnig banda-
rískur prestur um borð. Þeir
messa allir þrír daglega.
„Hamborg" var byggð árið
1969 og er fyrsta ferðamanna-
skip, sem Vestur-Þjóðverjar
byggðu eftir heimsstyrjöldina
síðari. Hér var ekkert sparað
til að gera glæstan knörr, sem
flytja átti þýzka heiðursmenn
yfir höfin sjö. Árangurinn af
þessum tilraunum varð 25000
tonna glæsilegt skip, þótt óvan-
ir menn líti á suma hluta þess
sem ófyrirgefanlega byggingar-
galla. T. d. tekur fólk strax
eftir því, að reykháfarnir eru
disklaga — en gagnrýnin hætt-
ir, þegar menn komast að því,
að lögunin er höfð slík til þess
að pelsar og glös farþeganna
óhreinkist ekki af ösku og að
þeffæri þeirra, sem aldrei hafa
kynnzt öðru en ilmvötnum,
þjáist ekki af reykjarfýlu.
„Hamborg“ er ekki aðeins
glæsilegt. og þægilegt skip
heldur og velbyggt og traust.
Við fórum yfir Biscaya-flóann
í 8 hnúta vindi og fundum
naumast fyrir honum. Denny
Brown jafnvægishreyflarnir
tveir sjá svo um, að ekkert
skvettist úr barmafullu viskí-
glasi. Hverfilhreyflar skipsins
knýja það áfram með 23000
hestöflum og eyða 190 tonnum
af olíu á dag. Mesti hraði skips-
ins eru 22 hnútar. Hverfil-
hreyflarnir gera það að verk-
um, að titringurinn, sem gæt-
ir svo mjög á öðrum skipum,
finnst ekki.
Þessum 25000 tonnum er
skipt niður á 12 þilför, sem eru
tengd hvert öðru með breiðum
stigum og vélknúnum tröppum.
Það er bæði innanhús- og ut-
anhússundlaug og á barmi
þeirra er hægt að fá kalda
drykki, heitar steikur og glæsi-
legt smurt brauð. Hér þarf
ekki að hafa einhverjar vélar
til að halda hreyfingu á vatn-
inu, því að sjórinn í. þessari
100 tonna upphituðu sundlaug
hreyfist í samræmi við bylgju-
ganginn, á hafinu, sem skipið
siglir á.
Stærstu danssalirnir tveir
heita Atlantic Club og Han-
seatic Salon og rúma 400
manns í sæti. Maturinn er bor-
inn fram í veitingahúsum, sem
heita Hamborg, Berlín og
Miinchen og svo snarlbarnum
Lido við útisundlaugina. Auk
þess eru margir barir og næt-
urklúbbar í viktoríönskum stíl
með rauðu plussi, slípuðum
glösum og kertaljósi á borð-
um. Á gönguþilfarinu er hrein-
asta verzlunargata með búð-
um, rakarastofu, hárgreiðslu-
stofu, snyrtistofu, ljósmynda-
stofu, ferðaskrifstofu, bóka-
safni og já, rétt er það, sjón-
varpsstöð. Á skipinu er nefni-
lega send út sjálfstæð sjón-
varpsdagskrá, sem við vitum
44 VIKAN 21.TBL.