Vikan - 27.05.1971, Síða 48
— Eg vona, að þú kunnir að
synda, Bjössi!
Þeir telja, að ekki haíi skort
nema herzlumuninn á, að til-
ætlaður árangur fengizt.
í einu tilfellinu var um að
ræða verkfræðing, sem átti að
gangast undir uppskurð vegna
lungnakrabba. Enginn dró í efa,
að um krabbamein væri að
ræða, þar sem allar rannsókn-
ir bentu til þess.
Klukkan hálfellefu kvöldið
áður en uppskurðurinn skyldi
gerður, var haldin samkoma í
kirkjunni hans og beðið fyrir
honum. Sjálfur var hann hátt-
aður niður í rúm heima hjá
sér. Á þessum tíma kvaðst hann
hafa orðið fyrir undarlegri
reynslu. Þótt hann hefði aug-
un lokuð, fannst honum sem
hann sæi mikla birtu og að
hann væri ekki einn í herberg-
inu.
Þegar hann kom til sjúkra-
hússins morguninn eftir, voru
enn gerð á honum ýmis próf
samkvæmt venjunni. En þessi
próf reyndust neikvæð - þ.e.a.s.
bentu ekki til, að maðurinn
væri haldinn neinum sjúkdómi.
Var honum því vísað af sjúkra-
húsinu og sú skýring gefin, að
sjúkdómsgreiningin hafi verið
röng.
Enda þótt árangurinn af rann-
sóknum nefnds félagsskapar
hafi ekki orðið eins víðtækur
og ætlazt hafði verið til, voru
niðurstöðurnar alls ekki ó-
merkilegar og skal nú minnzt
á þær helztu:
• Dularafl, sem hefur lækn-
ingamátt er til. Til eru ein-
staklingar, sem gæddir eru
þessum mætti, og í öðru lagi
er hægt að framkalla þennan
laakningamátt með fyrirbæn-
um. Hér er annað hvort um að
ræða hreint andlegt fyrirbæri
eða eðlisfræðilegt afl, sem kem-
ur fram við viss skilyrði og
hefur enn ekki verið uppgötv-
að af vísindamönnum.
• Allur hlýhugur er mjög
mikilsverður hvað viðkemur
andlegum lækningum. Þessi at-
riði eru samhljóða sálfræði nú-
tímans.
• Fólk með sérstaka per-
sónulega gerð er gætt þessum
lækningamætti.
• Menn eru ekki á eitt sátt-
ir um, hvort hæfileikamenn
þessir fá kraftinn hjá sjálfum
sér eða ná honum annars stað-
ar frá — ellegar um hvort
tveggja sé að ræða.
—0—
A llar rannsóknir á þessum
“ málum eru mjög erfiðar,
þar sem taka verður með mik-
illi varúð framburði fólks í
sambandi við dulræn fyrirbæri.
Óskhyggja og sjálfsblekking
láta mjög á sér bera í þessum
efnum, enda þótt grandvarasta
fólk eigi í hlut. Samt er ekki
skynsamlegt að dæma allar
dullækningar blekkingu. Þessi
mál eru nú komin á það stig,
að hugsandi fólk þarf ekki að
fyrirverða sig fyrir að reyna
að kryfja þau til mergjar.
☆
f MÆNIÁSI
Framhald aj bls. 33.
fram að bæði lögin eru frum-
samin.
„Við eigum nóg af svona
efni“, sagði Guðmundur Hauk-
ur, söngvari hljómsveitarinnar,
þegar hann mátti vera að því
að setjast. „Hver semur? Tja,
sjálfsagt má segja að við ger-
um það allir. Að vísu eru það
aðallega við Vignir — þó öllu
heldur Vignir — sem leggjum
til grunnhugmyndirnar, en síð-
an vinnum við allir úr þeim
á æfingum, þannig að í raun-
inni sköpum við þetta allir í
sameiningu".
„Eru einhverjar breytingar á
döfinni“?
„Nei, ekki stórvægilegar. Við
erum ekkert að hætta, breyta
um menn eða neitt í þeim dúr
ef það er það sem þú meinar.
Hitt er svo annað mál, að ég er
sterklega að hugsa um að fá
mér ráfmagnspíanó, það myndi
auka möguleika okkar og fjöl-
breytni og svo er Vignir bú-
inn að panta sér stálgítar (steel-
guitar), en það yrði væntan-
lega fyrsta slíka hljóðfærið hér
á landi. Að vísu hafa verið
fluttir inn einir tveir slíkir,
en þeir hafa verið seldir upp
á Keflavíkurflugvöll í einum
grænum".
„En ef við snúum okkur þá
aftur að plötunni: Hvenær
kemur hún þá út“?
„Hún verður, héðan af, ekki
tekin upp fyrr en í fyrsta lagi
eftir próf og úr því við höfum
ekki einu sinni gert samninga
við 'hljómplötufyrirtæki, þann-
ig að vel gæti komið til greina
að hún yrði fjögurra laga, allt
eftir því hvað útgefendurnir
vildu“.
„En hvað hefur orðið af plöt-
unni með þér sjálfum sem átti
að koma út?“
„Hún kemur ekki út, því hún
eyðilagðist í pressun. Jú, vissu-
lega er ég svekktur yfir því,
en þó ekki, því ég var alltaf
mjög óánægður með annað lag-
ið. En einhverntíma fljótlega
kemur út fjögurra laga plata
með mér sem var tekin upp
í London um leið og Trúbrot
tók þar upp „ ... lifun“. Ég held
að ég vilji ekkert um hana
segja nema kannski það að
sjálfsagt hefði verið hægt að
velja fyrir mig betri lög. Nei,
ég veit ekkert nákvæmlega
hvenær hún kemur, en mér
skilst að Trúbrotsplatan eigi að
ganga fyrir“.
Þar með var Guðmundur
rokinn og áður en varði var
hann farinn að syngja af al-
þekktum krafti sínum og til-
þrifum. Þá kom enn í ljós hvað
gæði hljómsveitarinnar eru
mikil og sennilega er engin
hljómsveit hérlend jafn vel
„saman“ og þeir félagar í mæni-
ási. Tight ’n’ funky, eins og þeir
segja í útlandinu.
☆
GADDAVfR 70
Framhald af bls. 33.
lagt hljóðfærin á hilluna þar til
öllu prófstandi er lokið. Við
höfum haft svo mikið að gera
í vetur, að skólinn hefur þurft
að sitja töluvert á hakanum, en
náttúrlega gengur það ekki
mikið lengur."
Verðlaunin sem þeir félagar
hlutu í sumar voru peningar og
svo samningur um að leika inn
á tveggja laga plötu. „Við þáð-
um peningana, en ekki hitt,“
hélt Rafn áfram. „Til að byrja
með treystum við okkur ekki
til að taka plötuna — og svo
er reyndar enn — en síðar
ákváðum við, ýmissa hluta
vegna, að láta alveg eiga sig að
hugsa nokkuð um það.
Nei, við höfum lítið verið með
frumsamið efni; hreinlega höf-
um við ekki haft tíma til að
gera nokkuð í því, en nú eftir
prófin reikna ég náttúrlega með
að við reynum að gera einhvern
skurk í því að semja. Svo spil-
um við bara í sumar og reyn-
um að skemmta okkur og öðr-
um.“ Félagar Rafns í hljóm-
sveitinni eru Bragi Björnsson,
bassaleikari og Vilhjálmur
Gíslason, gítarleikari.
☆
ÞAR TIL DAUÐINN
AÐSKILUR...
Framháld af bls. 10
segirðu um að borða úti með
mér? Til dæmis á Baur au
Lac? Eigum við að hittast þar
klukkan sjö?
— Ef þig langar til þess,
sagði hann og flýtti sér út.
Helen fór í stígvélin og
horfði svo á sig í speglinum.
Hún var eiginlega mjög ánægð
með útlit sitt, hún var bæði
ung og lagleg. Hún var kann-
ske heldur mögur og augun of
stór, en að öðru leyti . . .
Eftir að hún hafði gengið
fram og aftur milli búðanna,
fór hún inn á veitingastofu,
pantaði te og bað um að fá
lánaðan síma í hliðarherbergi.
Hún valdi númerið á lækn-
ingastofu Savants læknis.
Syngjandi rödd May-Lin
svaraði.
Helen lagði á, beið í fimm
mínútur og hringdi þá aftur í
sama númer. Aftur heyrði hún
rödd May-Lin og lagði á.
Svo gekk hún að borðinu
sínu, drakk teið og borðaði
eina brauðsneið. Hún beið
þangað til klukkan var orðin
hálf tvö. Einhvern tíma hlaut
May-Lin að taka matartima.
Hún gerði nýja tilraun með
símann og í þetta sinn lánað-
ist það. Það var Savant lækn-
ir sem svaraði.
— Það hefur fleira komið
fyrir mig, sagði Helen, — og
ég verð að tala við yður. En
ekki á lækningastofu yðar,
May-Lin má ekki vita það.
Ef Savant læknir hefur orð-
ið undrandi, þá leyndi hann
því vel.
— Viljið þér kannske koma
heim til mín og fá yður í glas,
spurði hann, eins og þetta væri
mjög venjulegt boð. —■ feg bý
í Dijongötu 12. Það er síðasta
húsið í götunni, til vinstri.
‘C’jórum tímum síðar, þegar
hún ók upp Dijongötuna,
var farið að skyggja. Síðasta
húsið til vinstri var hulið frá
götunni að hálfu bak við þyrp-
ingu grenitrjáa. Stór ljósker úr
gleri og kopar lýstu innkeyrsl-
una.
Helen hringdi dyrabjöllunni
48 VIKAN 2LTBL.