Vikan


Vikan - 27.05.1971, Síða 49

Vikan - 27.05.1971, Síða 49
og Savant læknir opnaði rétt strax. Hann var í brúnni peysu og flauelsbuxum í sama lit, með ilskó á fótunum. — Velkomin, frú, sagði hann og tók í hönd hennar. — Eig- um við ekki að fá okkur sæti við arininn? Og hvað viljið þér drekka? Martini? — Já, takk, sagði hún bros- andi og settist í leðurstól, sem hann dró að henni. Hún horfði á hann meðan hann blandaði drykkinn og hú var viss um að hún hafði gert rétt í að fara þessa leið. Þetta var ákaflega traustvekj- andi maður. Hún dreypti á glasinu. Drykkurinn var kaldur og hressandi. Það hvarflaði að henni hve notalegt það hefði verið að vera hér sem venju- legur gestur. Rabba við Savant lækni og gleyma öllu hinu. En hann leit spyrjandi á hana svo að hún varð að ganga hreint til verks. Það voru gestir hjá okk- ur í gærkvöldi, hóf hún mál sitt. —• Það var vinur Raouls frá París, Armand og . . . Er það maðurinn sem þér sögðuð mér frá í gær? Sá sem meðurinn yðar var með, þeg- ar þér hittuð hann í fyrsta sinn? tók Savant læknir fram í fyrir henni. — Já, einmitt. Ungur, ljós- hærður maður með dökk gler- augu. Hann var með Raoul á Paris 2000. — Það er svo. En ég tók víst fram í fyrir yður. Haldið áfram. Voru fleiri gestir hjá yður? Já, aðstoðarstúlka yðar. Savant læknir starði undr- andi á hana. ■—• May-Lin? Er- uð þér vissar um að það sé rétt? Helen opnaði töskuna sína og tók upp hárspennuna með Búddamyndinni. — Ég fann þetta á baðher- bergisgólfinu. Kannizt þér ekki við þetta? May-Lin var með tvær svona spennur í hárinu um kvöldið. Læknirinn hristi höfuðið. — Það er undarlegt. Hafið þér sagt nokkrum frá þessu? — Nei, engum nema yður. —- Ekki manninum yðar heldur? — Nei. En þetta er samt ekki það versta. Þegar Renée . . . það er húshjálpin . . . ætlaði að fara að hátta, fann hún . . . það er svo hræðilegt að ég veit varla hvernig ég á að segja það . . . en þegar hún fletti upp sænginni, lágu tveir dauðir kettir í rúminu hennar. Það voru Romeo og Júlía, sem búið var að grafa upp . . . maðurinn minn reynir að fá mig til að trúa því að mig hafi dreymt þetta allt. Hann segir að engir gestir hafi ver- ið hjá okkur og að kettirnir hafi alls ekki verið í rúminu og . . . En ég veit að þetta var ekki draumur. Þér verðið að hjálpa mér, læknir! Sg get ekki haldið þetta út lengur. Savant læknir hallaði sér fram og klappaði á hönd henn- ar. — Við skulum komast til botns í þessu. Það nauðsynleg- asta er að þér látið sem ekk- ert sé, sama hvað skeður. Hann þagnaði og brosti til hennar. — Skýrið þetta nú ljóslega fyrir mér. Voru gestirnir við- staddir, þegar stúlkan fann kettina? — Auðvitað. Það var ekki svo framorðið. En þau fóru rétt á eftir. Renée setti niður í töskur og fór, sagðist aldrei stíga fæti sínum í húsið okkar framar, en í morgun var hún þar, eins og ekkert hefði skeð. Það er það sem er svo von- laust. Enginn heyrir né sér það sem ég verð vör við. Stundum hvarflar það að mér að ég sé í raun og veru orðin brjáluð. Hvað á ég að gera, læknir? — Þér hafið verið mjög skynsöm, frú. — Viljið þér láta mig hafa hárspennuna? — Já, að sjálfsögðu. Þér haldið þá ekki að ég sé geggj- uð? Helen varð að leggja þessa spurningu fyrir hann, hún varð að fá vissu sína. Læknirinn horfði vingjarn- lega á hana. — Síður en svo! sagði hann. — Við verðum að- eins að fá tíma til að athuga þetta, en umfram allt verðið þér að brynja yður með þolin- mæði. Verið ekki hrædd, reyn- ið að gera það sem yður finnst skynsamlegt og reynið að láta ekki á yður fá þótt eitthvað óskiljanlegt komi fyrir yður. Sg hringi eftir nokkra daga til að heyra hvernig gengur. NILSDL sMnhWI Hin heimsþekktu ítölsku Nilsol sólgleraugu eru komin í miklu úrvali. - TIZKU-SÓLGLERAUGU 1971 - - POLARIZED-SÓLGLERAUGU - - KLASSISK-SÖLGLERAUGU - NILSOL-tízkugleraugun 1971 liafa farið sigurför um ftalíu og Vestur-Evrópu í vor. HeildsölubirgSir: HARALDUR ARNASON heildverzlun hf. - símar 15583,13255. 21.TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.