Vikan


Vikan - 27.05.1971, Síða 50

Vikan - 27.05.1971, Síða 50
/ nœstu Grein um nýju sjónvarpsstjörnuna sem leikur dr. Kildare. „Ég er fæddur sex árum fyrir tímann," segir nýja sjónvarpsstjarnan, sem leikur í mynda- flokkinum um dr. Kildare, — Richard Cham- berlain. Kenning hans er tilkomin vegna þess, hve ótrúlega unglegur hann er. Chamberlain er nú eitt mesta kvennagull samtímans og efalaust er hann búinn að eignast hóp að- dáenda hér á landi sem annars staðar. Hann lék dr. Kildare samfleytt í fimm ár, en er nú hættur því og farinn að leika Hamlet. Við birtum skemmtilega grein um Richard Cham- berlain ( næsta blaði. Gamansaga eftir O’Henry Smásaga næsta blaðs er bráð- skemmtileg gamansaga eftir hið kunna kímni- skáld, O'Henry. Hún nefnist „Heimkoma" og segir frá manni, sem er bókstaflega að gefast upp á hversdagsleikanum. Það er hollt að reiSast Ekki eru vist aliir sammála Harriet Andersson, sem heldur því fram í viðtali í næsta blaði, að það sé hollt að reiðast og hverjum manni lifsnauðsyn. Eða kannski hún hafi rétt fyrir sér? Samkvæmi á sviðinu Það er ekki á hverjum degi, sem samkvæmi er haldið á sviði Þjóðleikhússins. En þetta gerðist að lokinni frumsýningu á Zorba í vor. Vikan tók skemmtilegar myndir í þessu fjör- uga samkvæmi. • Palladómur eftir Lúpus um Matthías A. Mathiesen, alþingismann. • Næstsiðasti hluti af sumargetraun Vik- unnar. Vinningarnir eru óvenju glæsilegir: 100 Agfa-myndavélar. • „Það er reimt í Roslagen" — grein um óvenjulega atburði, sem gerðust í Noregi nýlega. • „Lifun — ævisaga okkar" — Magnús Kjartansson segir frá hinni nýju plötu Trú- brots i þættinum „Heyra má". • Og siðast en ekki sízt spánný snið frá Simplicity, sem fást hvergi nema hjá Vikunni. HITTUMST AFTUR - i NÆSTU VIKU — Eg treysti yður, sagði Helen rólega. Hún hefði helzt viljað segja: — Leyfið mér að vera hjá yður, hér er ég örugg. En hún þorði ekki að biðja hann þess. Þess í stað stóð hún upp, dró á sig hanzkana og stakk töskunni undir handlegginn. Savant læknir fylgdi henni út að bílnum. — Au revoir, sagði hún. — Au revoir, svaraði hann og kyssti á hönd hennar. — Eitt ráð vil ég gefa yður, seg- ið engum frá hárspennunni. Eg veit ekki hvernig hún hef- ur komizt til yðar, en ég veit fyrir víst að May-Lin var ekki heima hjá yður í gærkvöldi... Helen var taugaóstyrk þeg- ar hún ók til Baur au Lac til að hitta Raoul. Þetta hlaut að vera samsæri, hugsaði hún. En hve margir voru um það . . . Raoul, Armand, May-Lin, Sa- vant læknir . . . Eða er ég í raun og veru geggjuð? Framh. í nœsta blaði. UGLA SAT A KVISTI Framhald af bls. 19. hau hlupu af stað í flýti, en ' Anna iðraðist ekki neins, þegar þau sátu saman á veit- ingahúsinu. Hann var elsku- legur. Hann kunni að hlusta, hann gat talað líka, ekki að- eins um starf sitt og annað því líkt, heldur vakti hann traust eins og hún hafði ekki kynnzt frá því að hún sat í kjöltu föð- ur síns. Spenntar taugar henn- ar róuðust og hún varð blíð og meir. Hún horfði á hann, með- an hann horfði á hljómsveit- ina. Já, hún gat það! Það var rétt, sem Kristín sagði. Kristj- án varð að sjá, að hún gat það líka . . . og þá með manni á borð við Ingva Ekander. Hann bar engan hring. Hann var ókvæntur. Hún gerði engum mein með því. Hann . . . ja, ætli hann liti ekki á það eins og hvert annað ástarævintýri eins og aðrir karlmenn. Eitt- hvað, sem stæði eitt kvöld, en ekki fleiri. Takk og bless og svo ekkert annað . . . Hún hefði aldrei getað hugs- að sér það ódrukkin, en nú var hún svolítið kennd, eilítið ró- legri og nú gat hún það. Það vissi hún. „Ertu oft ein á kvöldin?" spurði hann skyndilega. Hann hafði virt hana fyrir sér, án þess að hún hefði hugmynd um það. Augu hans voru spyrjandi og ögn áhyggjufull. Þau hrærðu hjarta hennar. Framhald í næsta blaði. 50 VIKAN 21.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.