Vikan


Vikan - 24.06.1971, Síða 6

Vikan - 24.06.1971, Síða 6
STIGIÐ A TOMAN SALTSTOKK Svipmyndir frá Saltvíkurhátíðinni um hvítasunnuna Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari VIKUNNAR, EgilJ Sigurðsson, í Saltvík um hvíta- sunnuna, á hátíð þeirri er hljómsveitin Trúbrot stóð fyrir í samvinnu við Æskulýðsráð. Það hefur margt verið ritað og rætt um þessa hátíð og hún er álitin hafa misheppnast. Allavega slógu nokkur dag- blaðanna því upp á forsíðu strax eftir helgina, og eitt þeirra hafði meira að segja eft- ir einum verði laganr.a að ung- lingum væri „ekki treystandi.“ Slíkur uppsláttur verður að teljast mjög varhugaverður, enda beinlínis rangur. Það vita allir sem vilja yita, að það var aðeins örlítið brot af unga fólk- inu sem bróst vonum forráða- manna, en meirihlutinn var til fyrirmyndar, — sem er meira en hægt er að segja um meiri- hluta þess fullorðna fólks sem hátíðina heimsótti. Nægir þar að benda á tvö dæmi sem Hin- rik Bjarnason, framkvæmda- stjóri hátíðarinnar, gaf í blaða- viðtali ekki alls fyrir löngu. Annað dæmið var þess efnis, að maður nokkur kom inn á skrif- stofu Hinriks og kvartaði illi- iega undan öllu fylleríinu á svæðinu; taldi það þjóðar- skömm með meiru. Siálfur var hann svo drukkinn, að hann gat varla staðið. Hitt dæmið sem Hinrik minntist á var, að gæzlumenn komu að tveimur ungum stúlkum, sem voru að stumra yfir fullorðnum manni, sem var ofurölvi. Það var faðir annarrar stúlkunnar, og hafði hann komið á svæðið til að fylgjast með því, að dóttir sín hagaði sér almennilega. Og uppslátturinn sem við minntumst á hér að ofan er rangur vegna þess einfaldlega að það þykir ekki góð uppeld- isaðferð að rasskella börn. Yf- irleitt forherðast þau, ef svo má að orði komast, og því er ástæða til að leggja áherzlu á það góða sem fram fer á slík- um skemmtunum og þess meiri óstæða er til að ætla að betur gangi næst. Enda sögðu ung- mennin sem stóðu að hátíðinni þegar þau voru spurð hvort þau ætluðu að reyna aftur að ári: „Hvað heldurðu?" Lifi baráttu- viljinn! Það virtist nokkuð útbreidd skoðun þegar það fór að spyrj- ast að halda ætti mikla hátíð í Saltvík um Hvítasunnuna, að nú væri búið að leysa „hvíta- sunnuvandamálið". Þarna ætti að safna öllum unglingunum saman á einn stað, láta Saltvík '71" var hugsuð sem hátíS friðar og mannkærleika. Þessi tvö lifðu það i reynd.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.