Vikan


Vikan - 24.06.1971, Side 10

Vikan - 24.06.1971, Side 10
Enginn er lengur óhultur á götum úti í stórborgum, allra sízt konur, sem eru einar á ferð. Þetta hefur leitt til þess, að 1 farið er að framleiða alls konar tæki, sem konur geta borið á sér og hjálpa þeim ð verja sig gegn óþokkum sem ráðast á þær. Sjálfsvörn samkvæmt júdókerfinu getur komiS aS góSu gagni. En þaS kostar mikinn tíma og peninga aS öSlast leikni í júdó-brögSum. Afbrot aukast með hverju ári víðast hvar í heiminum. Enginn er lengur óhultur á göt- um úti í stórborgum, allra sízt konur, sem eru einar á ferð. Við prísum okkur sæl að búa í litlu og tiltölulega friðsælu landi eins og íslandi. En afbrot gerast einnig hérlendis, þótt sjaldgæfari séu en með stór- þjóðunum, og fer víst fjölgandi fremur en hitt. Menn verða að laga sig eftir aðstæðum, reyna eftir beztu getu að verja sig gegn hættum nútímans, svo sem mengun, eit- urlyfjum og síðast en ekki sízt árásum afbrotamanna. Árið 1969 voru 6766 nauðg- unarafbrot framin í Vestur- ÞýzkalEindi, árið eftir voru þau 27% fleiri og hætta er á að þau verði enn fleiri í ár. Sérstak- lega þykir orðið uggvænlegt, hversu oft er ráðizt á konur á götum úti í Vestur-Þýzkalandi, og þróunin mun vera svipuð víðar í heiminum. Allt hefur þetta leitt til þess, að farið er að framleiða alls konar tæki, sem konur geta borið á sér og hjálpað þeim að verja sig gegn óþokkum, sem ráðast á þær. Konur, sem hafa lært sjálfs- vörn samkvæmt júdó-kerfinu, sem nú er mikið í tízku, standa betur að vígi, ef þær lenda í ræningjahöndum. En það kost- ar bæði tíma og peninga að læra júdó. Það er ekki fyrr en eftir þjálfun í hálft ár eða svo, sem konur eru orðnar færar um að verja sig með júdóbrögðum. Og jafnvel þótt þær hafi lært júdó, getur kunnáttan brugðist þegar á henni þarf að halda, eins og eftirfarandi frásögn þrítugar konu frá Miinchen ber með sér: „Fyrir sjö árum var ráðizt á mig, þegar ég var á heimleið vetrarkvöld nokkurt. f mann- lausri göng komu þrír karl- menn gangandi á móti mér. Ég reyndi að víkja úr vegi fyrir þeim, en þeir gengu upp að mér, þrýstu mér upp að veggn- um og héldu mér þar fastri. f skelfingu minni reyndi ég að nota olnbogana og sló frá mér með regnhlífinni minni. Einnig hrópaði ég á hjálp eins hátt og ég gat. En ég hafði enga mögu- leika á að verja mig gegn þess- um sterku karlmönnum. Það vildi mér til happs, að allt í einu kom fólk inn í göngin, og þá tóku óþokkarnir til fótanna. Ég slapp sem sagt með skrekk- inn í þetta sinn, en það olli mér miklum vonbrigðum, að júdó- kunnátta mín kom mér ekki að neinu haldi.“ Hin nýju varnartæki, sem nú eru komin á markaðinn, eru miklu ódýrari og einfaldari. Helztu gerðir slíkra tækja eru þessar: 10 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.