Vikan


Vikan - 24.06.1971, Qupperneq 13

Vikan - 24.06.1971, Qupperneq 13
SUMAR HUSIÐ SMÁSAGA EFTIR GUNNVÖRU GESTS Þetta gæti hafa gerzt hvar sem væri, svo hér verða ekki nafngreind staðaheiti, end^ væru þau aukaatriði. Snemma sumars fyrir nokkr- um árum var ég að svipast um eftir sumarhúsi, þar sem fjöl- skylda mín gæti eytt sumrinu, í stað þess að fara eins og venjulega lengri eða skemmri ferðir með viðeigandi fyrirhöfn og þreytandi undirbúningi. Það tók mig nokkurn tíma að afla mér upplýsinga um sum- arhús til leigu. Við litum á nokkur, sem til greina komu, en ekkert þeirra hafði aðlað- andi áhrif við nánari rann- sókn. Ég hafði næstum lagt þessa hugmynd mína til hliðar, þegar mér var boðið að líta á sumar- hús örskammt frá borginni, þar sem við bjuggum, næstum of skammt til að geta talizt hæfi- legt til sumardvalar. En eig- andinn fullvissaði mig um að þarna væri um sérkennilega staðsett hús að ræða og óveniu hagstætt. Það reyndist rétt vera. Eftir lýsingu staðhátta, fundum við brátt staðinn, og þarf ekki að orðlengja það, að öllum meðlimum fjölskyldunn- ar féll húsið og staðurinn eink- ar vel. Varð því að ráði að við skyldum taka húsið á leigu allt sumarið. Um það bil tvær vikur voru til umsamins leigutíma og not- aði ég tímann til að huga að gömlum gluggatjöldum, sem ég átti í fórum mínum og notast mætti við fyrir gluggana í sum- arhúsinu. Ég gerði mér ferð þangað til að taka mál af glugg- um, sem þurfti að sníða og sauma tjöld fyrir. Einhvern- veginn varð ég vör við það hugboð að húsið hefði verið yfirgefið mjög fyrirvaralítið. Þó var allt snyrtilegt og ekki sá á neinu innanstokks, vegna slits eða notkunar. Ég lét orð liggja að þessu við eiganda hússins, og skýringin var sú, að rafkerfi hússins hefði bilað skyndilega, upp úr áramótum um veturinn og ekki reynzt kleift að gera þær endurbætur, sem þurfti svo fljótt sem nauð- synlegt var á þeim tíma árs, svo leigjendurnir fluttu burt tafarlaust. Húsið hafði verið í leigu allt árið, og var það ekki óeðlilegt. bar sem svt> skammt var til borgarinnar og öll skilyrði á staðnum til heimilishalds hvort sem var sumar eða vetur. Síð- ustu leigjendurnir höfðu verið útlendingar, sem af einhverjum ástæðum hafa kosið að búa um sig á þessum stað frekar en í borginni. Sá ég það á ýmsu som eftir hafði verið skilið, að hér höfðu verið notaðir munir sem ekki eru algengir í okkar búskaparháttum. Annað atriði, sem vakti óljóst athygli mína á þessum stað var það, hvað trjágróðri og annarri ræktun, sem á fót hafði verið komið, var lítill sómi sýndur. Talsvert afgirt land fylgdi húsinu^og augsýnilega hafði verið vel vandað til byrjunar-fram- kvæmda um ræktun. Flatir höfðu verið græddar upp og bæði blóma og trjáplöntur gróðursettar á smekklegan hátt, en einhvernveg»nn var eins og bæði eigendur og leigj- endur staðarins hefðu heykst á höfnu verki. Og allt benti til að nokkur ár væru liðin síðan nokkuð hefði verið aðhafst til að halda við þessum skemmti- lega gróðri, sem þrátt fyrir ó- rækt, gaf staðnum aðlaðandi og hlýlegan svip. Mér fannst að hver sem byggi í húsinu, hlyti að fá löngun til að hafa ánægju af, að leggja vinnu sína í að endurbæta það sem nú var svo vanhirt. Ég ákvað að ég skyldi eyða sumrinu til að gera það, sem hægt væri til úrbóta, á til- tölulega stuttum tima og með takmörkuðum kostnaði. lÉe held jafnvel, að hvarflað hafi að mér að vel væri íhugandi að kaupa’ húsið síðar, ef það væri til sölu. En fyrst var að sjá hvernig sumarið legðist í okkur þarna. Eitt er víst, að öll hlökkuðum við til að geta komið okkur fyrir á staðnum og mikið var ráðgert um fjrrir- komulag á þessu sumarheimili okkar; einkum voru það þó þeir yngri í fjölskyldunni, en ég hreifst með og beið þess með óþreyju að leigutíminn hæfist. En ekki varð að við gætum flutt í draumahúsið okkar á tilsettum tíma. Tvíburasystir mín, sem búsett er í annarri borg, veiktist skyndilega. Við höfum alltaf haft náið sam- band hvor við aðra og fór ég því strax til hennar og dvaldi hjá henni öllum stundum sem mér var leyft, fyrstu dagana eftir hættulegan uppskurð, sem hún þurfti að gangast undir. Eftir það skipti ég tíma mínum á milli heimilis míns og henn- ar, og tóku ferðirnar milli bú- staða okkar drjúgan tíma, svo lítið var hægt að gera í s/imar- húsmálum okkar. Þegar systur minni fór að batna verulega, tók ég mér meiri tíma til að undirbúa dvöl okkar í sumar- húsinu. Ég kom gluggatvöldum fyrir og við fluttum nokkurn húsbúnað, ellhúsáhöld og mat- væli, þannig að við gætum, Framhald á bls. 32. MYNDSKREYTING: SIGURÞÓR JAKOBSSON 12 VIKAN 25. TBL. 25. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.