Vikan


Vikan - 24.06.1971, Page 21

Vikan - 24.06.1971, Page 21
m ekkert gert, nema sjá um að öryggiskeðjan væri fyrir. Hann hafði lykil og gat opnað, ef hann vildi. En hún ætlaði sér ekki að standa þar og bíða eftir honum. Hún rauk inn í svefnherbergið og skellti. Hún henti sér endilangri á rúmið, lá þar kyrr og beið þess að hjartsláttur hennar kyrrðist lítið eitt. Nú vissu allir í stigaganginum, hvað hafði komið fyrir! En, það skipti engu máli. Og Kristján yrði fljótlega þreyttur á að bíða fyrir utan. Ef hún gæti aðeins hvílt sig um stund, leg- ig og beðið, færi hann. Hann varð að fara í vinnuna. Hún neyddi sig til að hugsa um vinnuna og ekkert annað. Nú var allt svo kyrrlátt og ekkert heyrðist frá ganginum. Kristján var víst loksins far- inn. Það var gott, hún varð að fara á fætur, drekka kaffið sitt og leggja af stað til að koma ekki of seint. En hún gat ekki sett öryggiskeðjuna fyrir, þeg- ar hún færi! Það kom henni skyndilega til hugar. Nei, hún gat ekki læst Kristján úti, þegar hún færi. Hann gat kom- ið hvenær sem honum hent- aði og setið kyrr og beðið eftir henni . . . Hvað átti hún að gera? Hún braut heilann um það, meðan hún var í baði og seinna, þeg- ar hún drakk kaffið. Hún hug- leiddi það, meðan hún bjó um rúmin og hafði ekki hugmynd um, hvaða verk hún væri að vinna, þegar hún hristi svæfil Kristjáns og lagði rúmteppið yfir rúmin. Seinna setti hún föt í tösku. Hversdagsföt, snyrtidót, blöð, ekkert annað. Svo hringdi hún á leigubíl. Hún bað bílstjórann um að Framhald á bls. 34. 25. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.