Vikan


Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 10

Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 10
TÍUNDI HLUTI CATHERINE Ég varð reglulega ergileg við Robert, þegar hann spratt upp af stólnum, án nokkurs tilefn- is, og þaut út úr matsalnum, án þess að segja nokkurt orð. Og þegar tíu mínútur liðu, án þess að hann kæmi aftur, þá varð ég meira en ergileg, ég varð fjúkandi vond. Robert átti það til að vera gleyminn, en aldrei að því marki að hann yrði ruddalegur, og mér fannst þetta ófyrirgefanleg fram- koma! Vegna þess að reiðin sauð í mér, þá kallaði ég í bjóninn og fór að athuga matseðilinn með honum eins og til að sanna fyrir sjálfri mér að ég væri veraldarvön. Hann var ákaf- lega elskulegu, en spurði samt hvort ég ætlaði ekki að bíða eftir Monsieur. — Vissulega ekki, sagði ég snöggt. Meðan sg sötraði drykkinn minn og Robert var hvergi sjá- anlegur, varð ég enn meira undrandi. Hvað hafði komið yf- ir hann og hvar gat hann ver- ið? Tíu mínúturnar voru nú orðnar að korteri og svo leið enn lengri tími. Maturinn, sem ég hafði pantað í reiði minni, var kominn á borðið. Þá var ég orðin leið og áhyggjufull. Robert hafði einu sinni fengið snert af magasári. Gat það ver- ið að hann hefði skyndilega fengiö krampa í magann og svo miklar kvalir, að hann hafi ekkí getað afsakað sig? Já, þannig hlaut það að vera. Ég flýtti mér að borða. Ég var viss um að hann hefði farið upp á herbergið okkar og lægi nú þar sárþjáður. En rétt í því kom hann, rólegur, eins og ekkert hefði skeð. Hann brosti til mín, meðan hann gekk yfir gólfið og settist, ró- legur, aðlaðandi og sjálfum sér líkur. Það var greinilegt að hann hafði ekki orðið fyrir neinum óþægindum. — Jæja, þú hefur vissulega haft þína hentisemi, sagði ég með ís- kulda. — Mér þykir það afskaplega leiðinlegt, elskan, en. . . . — Þú verður að hafa mig af- sakaða, ég beið ekki eftir þér, eins og þú sérð, tók ég fram í fyrir honum, súr á svipinn. — Ó, það er allt í lagi. Var maturinn góður? — Já, mjög. Eftir að ég hafði svarað hon- um svona stuttaralega, þögðum við bæði. Þessi þögn varð því áþreyfanlegri, að við vorum einu gestirnir, sem höfðum komið svona snemma til að borða. Ég þvældi köldu græn- meti fram og aftur um disk- inn, eins og ég væri ennþá að seðja hungur mitt. Ég leit ekki einu sinni á hann. En þá hóf hann allt í einu þá furðulegustu tölu sem ég hefi heyrt, um það sem hann hafði aðhafzt í fjarveru sinni. Venjulega get ég séð þegar Ro- bert segir ósatt, en hann gerir það þó oftast með einhverjum sannfæringarkrafti, þannig að það verður ekki ósennilegt. En þetta var svo heimskulega fjarri öllum sanni. Ég gat varla fylgzt með þessum mótsagna- kennda vef. Það var eitthvað um að hann hefði séð blaða- sala í anddyrinu, svo hann hefði stokkið á eftir honum til að ná í nýjustu blöðin frá Par- ís. Ég spurði hann ekki hvort hann hefði líka lesið þau, en spurði, þess í stað, hvar þessi blöð væru. Hann roðnaði reynd ar þá, stamaði og tautaði eitt- hvað um það að drengurinn hefði verið búinn að selja öll blöðin, en stungið upp á því 10 VIKAN 38.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.