Vikan


Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 44

Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 44
Nítl frá Hnsoagnavorzlui Revkiavíknr ■ ' NÝTT SEM VEKUR ATHYGLI I Þægilegt og vandað sófasett, stoppað með bezta fáanlega svampi. — Islenzkt og norskt ullaráklæði eða plusáklæði. — Hagstætt verð. Hnsnaonaverzlnn Revkiavíkur Brautarliolti 2 — sími 11940. komið í kring eftir diplomat- iskum leiðum, ef svo má segja. Að öðrum kosti hefði aldrei orðið af henni. Það var erfitt um ferðalög og ekki þótti ráð- legt að fljúga. Hagg valdi því sjóleiðina, þó að erfið væri, hann tók sér far með flutninga- skipinu Satúrnus, en skipið var 25 sólarhringa á leiðinni frá Gautaborg til New Orleans. Ekki er hægt að segja, að þetta væri þægilegt fyrir íþrótta mann á leið til keppni því að lítið var hægt að æfa á leið- inni, eins og auga gefur leið. Ferðin tókst í alla staði vel og um fáar íþróttaferðir hefur ver- ið skrifað meira í blöð en þessa. Árangurinn var frábær, Hágg tók þátt í 25 hlaupum og sigr- aði í þeim öllum. Veðrið á leið- inni með Satúrnus var slæmt og aðeins 12 dögum eftir kom- una til Bandaríkjanna tók Hágg þátt í fyrstu keppninni gegn bandaríska stórhlauparan- um Gregory Rice, sem talinn var ósigrandi vestra. Gunder tók strax forystuna í hlaupinu og stíllinn og hlaupalagið var létt og leikandi eins og áður, en ferðalagið hafði ekki haft góð áhrif og hitinn í New Or- leans var mikill, þannig að tím- inn var slakur fyrir Hágg, 14:48,5 mín. Gregory Rice barð- ist hetjulega í hlaupinu og var 50 metrum á eftir Hágg í mark, algerlega úrvinda af þreytu. Það varð að bera hann inn í búningsherbergið og hann var í tvo klukkutíma að ná sér eft- ir hlaupið. Hann tók aldrei oft- ar þátt í keppni eftir þetta. Helzti keppinautur Hágg í ferð inni, var bandaríski meistarinn í 1500 m. hlaupi, Gilbert Dodds, „hlaupandi presturinn" eins og hann var kallaður. Hann var góður íþróttamaður og frábær félagi. Dodds hafði þó aldrei neina möguleika í keppninni við Hágg. Þó að tímar Haggs væru ekk- ert sérstakir, miðað við fyrri árangur, verður að taka tillit til þess, að brautir voru yfir- leitt slæmar og árangur hans í míluhlaupi í Boston, 4:05,3 mín. var mjög góður, miðað við aðstæður. Heima í Svíþjóð fór eins- konar Hágg farsótt um landið, allsstaðar var talað um afrek þessa látlausa hlaupara og blöð- in voru yfirfull af frásögnum um sigra hans. En brátt fékk Hágg um ann- ■» að að hugsa. Þegar hann var í keppni í Chicago, kom skeyti frá Svíþjóð, sem í stóð, að landi hans Arne Andersson hefði sett nýtt heimsmet í mílu- hlaupi og bætt heimsmetið um 2 sekúndur, tími Anderssons var 4.02,6 mín. Hágg varð mjög hugsi út af þessu. Andersson hafði ekki sagt sitt síðasta orð, því að skömmu síðar hljóp hann 1500 m. á 3:45,0 mín. og sá tími var einnig betri en heimsmet Hággs. Unnendur frjálsiþrótta biðu óþreyjufullir eftir keppni þess- ara tveggja manna sumarið 1944, það hlaut eitthvað mikið að gerast, þegar þeir kepptu. Annarsvegar Hágg, sem átti 11 heimsmet og hinsvegar Arne Andersson, sem slegið hafði eign sinni á tvö af beztu met- unum. Flestir reiknuðu með sigri Hággs, hann hafði ein- hver sálarleg tök á Andersson og tapaði sjaldan fyrir honum. Fyrsta keppni þeirra félaga var í Östersund og vegalengdin var tvær enskar mílur. Hágg sigr- aði á nýju heimsmeti, 8:46,4, en Andersson hljóp á 8:47,8. Stóra einvígið í Stokkhólms- stadion, eða svo sögðu blöðin, olli miklum vonbrigðum. And- ersson sigraði í 1500 m. á 3:48,9 mín. Áhorfendur voru von- sviknir því að hvað er það, þegar búizt er við heimsmeti. Það versta var, að Hágg svar- aði ekki endaspretti Anders- sons. „Ég held, að Hágg hafi verið að leika sér“, sagði And- ersson eftir hlaupið. Það var hlaupari í hefndar- hug, sem hóf hlaup gegn And- ersson í Gautaborg tíu dögum síðar. Hágg var mjög ákveðinn. í þessu hlaupi kom fram hlaup- 44 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.