Vikan


Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 43

Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 43
hlaupum, fyrst á 3:49,8 mín. og síðan 3:50,2. Og 21. júlí kom fyrsta metið, hann hljóp áður- nefnda vegalengd á 3:48,6 mín. og bætti met Arne Andersson um 2/10 úr sekúndu. Tíma- spursmál var nú hvenær heims- met yrði sett á vegalengdinni, og það kom á sænska meistara- mótinu. Hágg sigraði á 3:47,6 mín., og bætti met LoVelock frá Olympíuleikunum í Berlín um 2/10 úr sek. Fögnuðurinn var mikill, heimsmetið í 1500 m. hlaupi var nú sænskt! Gunder Hágg tók þátt í 23 hlaupum þetta ár og sigraði í öllum, en síðan kom reiðarslag- ið. Þann 1. september tilkynnti Sænska íþróttasambandið, að íþróttamaðurinn Gunder Hágg væri dæmdur frá keppni um óákveðinn tíma. Tveir stjórnarmenn sænska Knattspyrnusambandsins höfðu tilkynnt um brot á áhugamanna reglunum eftir keppni í Eskil- tuna, þar sem Hágg hafði tekið við 268 sænskum kr. meira, en áhugamannareglurnar leyfðu. Hann skilaði peningun- um, en var dæmdur í 10 mán- aða keppnisbann af sænska Iþróttasambandinu. Það fór ekki leynt, að Hágg tók sér þetta mjög nærri. Hann ákvað að ná sér niðri á þessum mönn- um á einhvern hátt, hann æfði meira en nokkru sinni fyrr í Valadalen og árangurinn hlaut að koma. Þegar keppnisbanninu lauk 1. júlí 1942 tók Hágg þátt í móti í Gautaborg og keppnis- greinin var 1 ensk míla. Hann sigraði á 4:06,2 mín. og bætti þar með heimsmet Englend- ingsins Woodersons um 2/10 úr sekúndu. Þetta var aðeins upphafið að glæsilegri ferli, en nokkur annar sænskur íþrótta- maður hafði unnið. Fólk, sem aldrei hafði séð Olympíuleikvanginn nema að utan, beið þolinmótt í biðröð- um eftir aðgöngumiðum, til að siá heimsmet sett. Gunder Hágg sveik ekki áhorfendur. Hann setti heimsmet á færi- bandi, fólk talaði varla um ann- að en Gunder Hágg, jafnvel stríðsfréttir féllu í skuggann í dagblöðum. Á þessu heimsmets- ári Gunders Hagg voru alls sett 10 met, og hann virtist geta mun meira. Af metunum verð- ur að telja afrek hans í 3000 metra hlaupinu bezt — 8:01,2 mín. f þá daga var tími undir 8 mínútum talinn óhugsandi, þó að slíkt sé næsta algengt í dag. Hiaup þetta fór fram á Olym- píuleikvanginum í Stokkhólmi 29. ágúst 1942. Aðgöngumiðarn- ir runnu út eins og heitar lummur. Aukamiðar voru seld- ir á okurverði, þegar uppselt var. Það leit út fyrir, að allir íbúar Stokkhólms legðu leið sína til leikvangsins þetta fall- lega sumarkvöld. Fóik í þús- undatali beið miðalaust utan leikvangsins og lögreglan átti í erfiðleikum með að halda fólkinu í skefjum. Alls sáu 19911 áhorfendur þetta stór- kostlega hlaup, lögreglan sagði stopp, þegar þessi miðafjöldi hafði verið seldur. Ailir biðu eftir þessu eina hlaupi og þeg- ar skotið reið af hófust hrópin og héldu áfram allt til loka. Fljótlega skildi Hágg við keppi- nauta sína. Þeir voru nánast eins og statistar í þessari keppni. Millitímarnir voru ó- trúlegir í hlaupinu. Henry Jons- son átti metið og margir voru í vafa um, að Hágg gæti bætt það, enda bezta afrek Jonssons. Hann hljóp fyrstu 800 metrana á 2:06,4 mín., fyrri 1500 metr- ana á 4:01,4 og 2000 metrana á 5:21,8 mín. Sami tími og heimsmet Höckerts sett 1936. Hágg flaug áfram eftir hlaupa- braufinni. Stíll hans var frá- bær og hlaupalagið létt og leik- andi. Bilið lengdist stöðugt milli hans og keppinautanna, hrað- inn hélzt óbreyttur, eða jókst frekar en hitt. Síðari hringur hófst og hrópin náðu hámarki. Þetta hlaut að verða frábært heimsmet! Gunder Hágg sleit marksnúr- una og tíminn 8 mínútur og 1,2 sekúndur þótti næsta ótrúlegur í þá daga, þó eru margir á því að tíminn hefði getað verið betri en 8 mín., ef hann hefði ekki hlaupið síðustu 200 metr- ana á þriðju og fjórðu braut. Margir voru vantrúaðir á að tími þessi væri raunverulega réttur og Hágg sjálfur bjóst ekki við slíku afreki. Hann hlióp fyrri 1500 metrana á 4:01,4 mín., og þá síðari á 3:59,8 mín.! Þrátt fyrir heimsmetaregnið 1942 má segja, að Gunder Hágg hafði unnið sér mesta frægð árið eftir — 1943. Það ár setti han'n ekki heimsmet. Stríðið stóð sem hæst og samkomulag- ið milli Svía og Bandaríkja- manna var ekki sem bezt. Það þótti því ráðlegt að reyna að bæta sambúðina milli þjóðanna. Það var því ákveðið að senda Gunder Hágg til Bandaríkjanna sem einskonar fljúgandi am- bassador. Iþróttaforystan hafði lítið að segja um þessa ein- stöku keppnisför, henni var fyrir öryggi þínu og þeirra sem eiga þig að Með aukinni umferð og hraðari akstri, skiptir öryggis- búnaður bifreiðarinnar mestu máli, þegar valin er ný fjölskyldubifreið. ÚTSYNIÐ Slæmt útsýni býður hættunni heim. Volvo hefur inn- byggða hitaþræði í bakrúðunni til varnar ísingu og móðu. Volvo 145 hefur þar að auki rúðusprautu og „vinnukonu“ við bakrúðuna. HEMLAR Tvöfalt hemlakerfi. Fari annað kerfið úr lagi, er samt sem áður 80% hemlastyrksins virkur á þrem hjólum. Gífurlegt öryggi í neyðartilvikum. Þetta eru aðeins fáein dæmi um fjölbreyttan öryggis- búnað Volvo bifreiðanna. Sölumenn Veltis h/f gefa yður með ánægju allar nán- ari upplýsingar. ÞAÐ ER KOMIÐ 1 TlZKU AÐ FÁ MIKIÐ FYRIR PENINGANA VELTIR HF Suöurlandsbraut 16 • Reykjavik • Simnefni: Volver • Simi 35200 38. TBL. VIKAN 43 argus

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.