Vikan


Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 19

Vikan - 23.09.1971, Blaðsíða 19
allrar íhugunar, hugsunar og rannsóknar. Aðferð hippanna við rannsókn mannlegrar sál- ar, er umfram allt sjálfsíhugun og dómgreindarleg skilgreining. Þessar aðferðir austurlenzkra heimspekinga (t.d. Yoga), nota hippar ásamt litum, ljósaeffekt- um og tónlist. Andúð hippa á miklu framkvæmdabrölti virð- ist mörgum geld heimsafneitun eða jafnvel ábyrgðarleysi, af- staða þeirra er hinsvegar — og þvert á móti — upphaf nýrr- ar ábyrgðartilfinningar, heims- hyggju og lífsgleði. Hippahreyfingin setur sér að einu leyti það markmið með lífi sínu og hegðun, að vera mannkyninu fyrirmynd nýrrar andlegrar reisnar". Hárið fjallar um þetta — og sitthvað fleira: „Ég sveima ég sveima um háloftin og sál mín er andspænis þér Drottin". Maðurinn hefur alltaf barist fyrir eigin frelsi en sjálfsagt hefur hann oftar barist fyrir frelsi sem ekki er til, nema á hernaðarkortum í Pentagon og Kreml. í þeirri lífsmynd sem brugðið er upp í Hárinu berst hann þó fyrst og fremst fyrir því að fá að vera til — rétt eins og „útskýring hippaheim- spekinnar" gerir grein fyrir hér að framan. En það segir sig sjálft, að svo maðurinn geti frelsað sjálfan sig, þarf hann að geta andað: „Halló brennisteinsbræla blessuð kolsýringssvæla ég finn ég finn loft flæða um allt djúpt inn anda þú skalt ávallt. Blóðrás bullandi af víni brjósthol fyllt nikótíni ég ljúfan ilm finn leika um allt djúpt inn anda þú skalt ávallt“. Hárið hefur sigrað og mað- urinn kemur til með að sigra. En Claude tapaði og Hernáms- liðið og Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna fá þakkir í leik- skrá. „Leyfið geislum, sólargeisl- um, að gægjast inn. . . . “ •k MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON 38. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.