Vikan


Vikan - 14.10.1971, Síða 4

Vikan - 14.10.1971, Síða 4
Skoðið ÁTLÁS r FRYSTIKISTURNAR Skoðið vel og sjáið muninn í YtrabyrÖi og lok úr formbeygðu stóli, sem dregur ekki til sín ryk, gerir samsetningarlista óþarfa og þrif auðveld. Hiti leiddur út með ytrabyrði og botni til að hindra slaga. Ósamsettar frystipípur inn- an við létthamrað ól-innrabyrði. Það er öruggast. Ný, þynnri en betri einangrun veitir stóraukið geymslurými og meiri styrk. Sér- stakt hraðfrystihólf og hraðfrystistilling, auk froststillis með örygg- islampa, sem gefur til kynna rétt kuldastig. Mikil frystigeta, langt umfram kröfur gæðamatsstofnana. Hentugar körfur og færanleg skilrúm skapa röð og reglu í geymslurýminu. Lok með Ijósi og jafnvægislömum, sem gera það lauflétt og halda því opnu, þann- ig að allur umgangur um kistuna er frjóls og þægilegur. Lamir leyfa stöðu fast við vegg. Það sparar rými, skemmir ekki vegginn og er miklu fallegra. Þétt segullokun og lykillæsing. Nylonskóf hlífa gólfi og auðvelda tilfærslu. Sterklega húðað lok í borðhæð veitir auka vinnuplóss. Og ekki spillir útlitið: Litasamsetning og form eins og dönsk hönnun gerist bezt. SÍMI 2 44 20 - SUÐURGÖTU 10 Notið frístundirnar Vélritunar- og tiraðritunarskóli Vélritun — blindskrift, uppsetning og frá- gangur verzlunarbréfa, samninga o. fl. Notkun og meðferð rafmagnsritvéla. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og inn- ritun í síma 21768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, — sími 21768. Gullverðlaunahafi — The Business Educators' Assn of Canada. PÓSTURINN Svitalykt Sæll, Póstur minn. Nú bið ég þig að reynast vinur í raun Ég hef við nokkuð leið- inlegt vandamál að stríða. Svo- leiðis er nefnilega mál með vexti, að ég vinn á skrifstofu og félagi minn þar er karlmaður, sem mér hefur yfirleitt líkað ágætlega við Af honum er samt svo ofboðsleg svitalykt, að stundum er það næstum óbæri- legt. Ég er búin að tala utan að þessu við hann en kann ekki við að koma að þessu umbúðalaust, af ótta við að hann kunni að móðgast. Hann virðist alls ekki skilja þetta né finna lyktina. Getur þú ekki gefið mér gott ráð til að hrista upp í honum? Sóla. _______ Þetta er vissulega viðkvæmt vandamál og við skiljum mæta- vel þá afstöSu þína aS vilja ekki koma beint framan að hon- um og segja: „ÞaS er svitalykt af þér." Þú gætir til dæmis reynt að halda áfram að tala utan aS þessu við hann; nefna honum dæmi um illa lyktandi fólk og þar fram eftir götunum og ef það hrífur ekki, verður þú ein- faldlega að tala um þetta við hann, en gættu þess þó vand- lega að undirbúa hann, vera hreinskilin og láta engan verða vitni að því. Ef þú kemur þér ekki að því, skaltu gæta þess eitthvert kvöld- ið að láta hann fara heim á undan þér og lauma síðan svita- lyktareyði í eina skúffuna hjá honum. Daginn eftir gætir þú til dæmis verið veik . . . Efni blaðsins ... Ástkæri Póstur! Ég ætla að þakka þér fyrir allt gott sem VIKAN hefur birt. Þar á meðal þáttinn „Við og börnin okkar" (er hann alveg dottinn út af ?); framhaldssögurnar „Óskilabarnið", „Þar til dauð- inn aðskilur" og „Barn Rose- mary" — og ekki má gleyma greinunum um dulræn efni. Og hvernig er það með hann Ómar Valdimarsson; er hann al- veg hættur að „skrípast"? Fyrir alla muni biðjið hann að halda því áfram og eins að halda áfram að segja sínar skoðanir, hann er enginn bréfakassi fyrir skoðanir annarra. Þá langar mig að biðja ykkur alvitru að greiða úr eftirfarandi spurningum: 1. Hvað er kvikmyndaleikstjórn langt nám? 2. Hvað er mannfræði langt nám? 3. Hvað er innanhúsarkitektúr langt nám? 4. Hvað er Christopher Plummer gamall, er hann giftur og hverr- ar þjóðar er hann? Þetta er veð- mál. Loks var það eitt sem ég vildi koma á framfæri, en það var í sambandi við getraunaseðlana. Hingað til hef ég ekki tímt að klippa þá út úr blaðinu, því að ég safna því. Mér datt f hug hvort ekki væri hægt að prenta litla getraunaseðla og festa þá í miðopnu blaðsins, eins og eitt- hvert servíettufyrirtæki gerði einu sinni eða tvisvar. Svo ætla ég að vona að það sé ekki voðaleg ókurteisi að skrija með blýanti Með kveðju til allra starfsmanna VIKUNNAR og þökk fyrir gott blað. Virði ngarfy I Ist, 2. september. Allir starfsmenn VIKUNNAR biðja kærlega að heilsa þér og þakka hlýleg orð. Blaðamaður- inn sém þú talar um segist eiga bágt með að „skrípast" öllu lengur, þar sem hann verði jafn- vel fyrir því í mjólkurbúðum að fólk haldi að hann sé eitthvað að „skrípast" á vegum VIKUNN- AR. Aftur á móti fullvissar hann þig um að hann hefur fullan hug á að segja sínar eigin skoðanir, þótt hann komi til með að virða skoðanir annarra um ókomna framtíð eins og hingað til. Mannfræði mun vera langt nám, 6—9 ár, eftir því hvar fólk lærir og hversu margar gráður það vill fá aftan við nafnið sitt. Inn- anhúsarkitektúr mun vera eitt- hvað aðeins styttra (5—6 ár) og kvikmyndaleikstjórn yfirleitt 4 ár, en í öllum tilfellum fer þetta eftir því hvar fólk lærir og hvaða 4 VIKAN 41.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.