Vikan


Vikan - 14.10.1971, Síða 21

Vikan - 14.10.1971, Síða 21
Þau héldu henni og hún braust um til einskis. Svo heyrði hún Guy segja rétt hjá sér: — Þetta verður allt í lagi, elskan. £g sver að allt skal verða gott... Leynidyrnai gátu aðeins ver- ið í línskápnum, sem frú Gar- denia heitin hafði víggirt, og hún hafði áreiðanlega verið lömuð og drepin með sams kon- ar seið og vesalings Hutch. Frú Gardenia hafði verið í söfnuð- inum — hún hafði gefið Minn- ie kryddjurtirnar hennar, hafði Terry ekki sagt það? Lá þá ekki beint við að gera leyni- dyr gegnum línskápinn, til að umferðin á milli íbúðanna vekti ekki athygli nágrannanna? Leynidyrnar voru á bakhlið línskápsins. Fyrir löngu síðan hafði hún verið borin í gegnum þær í draumi. En það hafði ekki ver- ið draumur. Það hafði verið teikn að ofan, guðdómlegur boðskapur, sem átti að geym- ast í undirvitund hennar og rifjast upp fyrir henni þegar mest lægi við. Ó, Faðir vor á himnum, fyr- irgefðu að ég efaðist! Fyrir- gefðu að ég sneri við þér baki, miskunnsami Faðir, hjálpaðu mér, hjálpaðu mér nú á stund neyðarinnar! Jesús, góði Jesús, hjálpaðu mér að bjarga bam- inu mínu saklausa! Pillurnar fólu í sér lausnina, það var ljóst. Hún tróð hend- inni innundir dýnuna og tíndi þær fram, hverja af ann- arri. Þær voru átta og allar eins — litlar og hvítar með skoru í miðju svo hægt væri að skipta þeim í tvennt. Hvað svo sem þær innihéldu þá höfðu þær haldið henni ró- legri og viðráðanlegri, meðan hún tók inn þrjár á dag. Átta í einu myndu áreiðanlega sjá Lauru-Louise eða Helen Wess fyrir heilsusamlegum dúr. Hún lézt vera róleg og við- ráðanleg eins og ekkert hefði í skorizt, borðaði, blaðaði í vikuritum og dældi úr sér mjólkinni. Leah Fountain var hjá henni þegar rétta stundin rann upp. Hún kom inn þegar Helen Wees var nýfarin út með mjólkina og sagði: — Hæ, Rosemary! Fram að þessu hef ég látið hinum stúlk- unum eftir ánægjuna að líta inn til þín, en nú er röðin kom- in að mér. Þú hefur það bara eins og í bíó! Er eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu í kvöld? Þær horfðu á mynd með Fred Astaire og Ginger Rog- ers, og í einu hléinu fór Leah fram í eldhús og kom aftur með tvo kaffibolla. — íig er svolítið svöng líka, sagði Ro- semary, þegar Leah hafði sett bollana á náttborðið. — Þú vildir líklega ekki vera svo góð að smyrja mér sneið með osti? —- Auðvitað, elskan, sagði Leah. — Hvað viltu hafa á henni? Salat og majonnes? Hún fór fram aftur og Ro- semary tók pillurnar upp úr öskjunni, þar sem vasaklút- arnir voru geymdir. Nú voru bær orðnar ellefu. Hún lét þær allar út í hjá Leu og hrærði í með sinni skeið, sem hún síðan þurrkaði með vasa- klút. Hún tók upp sinn bolla, en hönd hennar titraði svo að hún varð að setja hann á borð- ið aftur. Hún var að smásúpa á boll- anum þegar Leah kom inn með brauðsneiðina og var aldrei ró- legri. — Þakka þér fyrir, Le- ah, sagði hún. — Ó, hvað þetta lítur girnilega út. Kaffið er svolítið rammt. — Á ég að hella aftur uppá? spurði Leah. — Nei, svo slæmt er það ekki, sagði Rosemary. Leah settist hjá rúminu, tók bollann sem henni var ætlað- ur, hrærði í og saup á. — Mm, sagði hún, kinkaði kolli og sam- sinnti Rosemary varðandi kaff- ið. — En það má vel drekka það, sagði Rosemary. Þær horfðu á myndina, en áður en varði var Leah farin að draga ýsur. Hún setti frá sér bollann, en í honum var þá aðeins þriðjungur eftir. Ro- semary lauk við brauðsneiðina og horfði á Fred Astaire og tvær manneskjur aðrar dansa á borði, sem snerist og var í óraunverulegu húsi, sem virt- ist eiga sér stað í ímynduninni einni. Leah sofnaði undir næsta þætti. — Leah? sagði Rosemary. Roskna konan sat hrjótandi með höfuðið niðri á bringu; hendurnar lágu á hnjánum og sneru lófarnir upp. Gulgrænt hár hennar, sem var hárkolla, hafði dregizt niður á ennið og einstaka hvít hár sáust útund- an því í hnakkanum. Rosemary stóð upp, smeygði fótunum í inniskóna og fór í bláhvítrúðótta morgunsloppinn, sem hún hafði keypt til að vera í á sjúkrahúsinu. Hún læddist út úr svefnherberginu, lokaði dyrunum næstum alveg og gekk að útidyrunum, sem hún setti bæði slagbrand og keðju fyrir. Síðan gekk hún fram í eld- hús og tók lengsta og hvass- asta hnífinn upp úr hnífa- skúffunni — hann var næstum nýr, með sagtenntu stálblaði, þungu beinskafti og messings- bólu. Hún hélt hnífnum við hlið sér með oddinn niður og gekk út úr eldhúsinu til lín- skápsins. Jafnskjótt og hún hafði opn- að dyrnar að.honum skildi hún að hún var á réttri leið. Hill- urnar voru að vísu á sínum stað, en skipt hafði verið um það, sem var á tveimur þeirra. Baðhandklæðin voru þar sem rekkjuvoðirnar höfðu verið og rekkjuvoðirnar þar sem bað- handklæðin höfðu verið. Hún lagði hnífinn frá sér á baðherbergisþröskuldinn og tók allt út úr línskápnum nema það sem var á föstu hillunni efst. Hún lagði handklæði og rúm- föt á gólfið og tók síðan niður hillurnar fjórar, sem hún hafði klætt með dúki fyrir þúsund sinnum þúsund árum. Bakhliðin í línskápnum und- ir efstu hillunni var öll einn hvítur flötur, rammaður inn í mjóa, hvíta lista. Rosemary stillti sér þétt upp að fletinum og sneri hliðinni að, svo að birtan næði betur að falla á hann. Hún sá að þar sem flöt- urinn og listarnir komu saman var sprunga í málningunni allt um kring. Hún ýtti á flötinn öðrum megin og síðan hinum megin. Ýtti fastar og fastar unz flöturinn lét undan og seig frá á ískrandi hjörum. Hinum meg- in var dimmt, annar fataskáp- ur. Á gólfinu glampaði á herða- tré úr stálþræði og þar var Ijósblettur — skráargat. Rose- mary opnaði dyrnar alveg, gekk inn í hinn fataskápinn og laut að skráargatinu. Gegnum 20 VIKAN 41.TBL. Framhaldssaga eftir Ira Levin SÖGULOK það sá hún í fimm metra fjar- lægð listmunaskáp, sem stóð í horni í forstofunni hjá Minnie og Roman. Hún tók í hurðina. Hún var ólæst. Hún lokaði henni og gekk tilbaka gegnum sinn eig- in fataskáp og sótti hnífinn og kom síðan sömu leið aftur, gægðist aftur gegnum skráar- gatað og opnaði dyrnar lítið eitt. Síðan ýtti hún þeim upp á gátt, lyfti hnífnum í axlarhæð og hélt oddinum beint fram. í forstofunni var enginn, en innan úr dagstofunni heyrðust raddir. Baðherbergið var til hægri og dyr þess opnar. Svefn- herbergi Minniear og Romans var til vinstri, og þar inni log- aði á lampa á náttborði. Þar var engin vagga, ekkert barn. Hún gekk varlega frameftir forstofunni. Til hægri voru lok- aðar dyr, aðrar til vinstri reyndust vera að línskápnum. Yfir listmunaskápnum hékk lítið en líflegt olíumálverk af kirkju sem stóð í ljósum loga. Áður hafði veggurinn verið þar auður, burtséð frá einum nagla. Kirkjan leit út eins og kirkja Heilags Patreks, og gul- um og glóaldinlitum logunum sló út um glugga og þak. Hvar hafði hún séð þessa mynd áður? Brennandi kirkju í draumnum. Þegar hana dreymdi að þeir báru hana gegnum línskápinn. Guy og annar til! „Þú hefur fyllt hana um of.“ Inn í danssalinn, þar sem kirkjan brann. Þar sem þessi kirkja brann. Hafði hún í alvöru verið borin gegnum línskápinn og séð málverkið þegar hún var borin framhjá því? Finna Andy. Finna Andy. Finna Andy. Hnífurinn fullreiddur til höggs. Læstar dyr. Annað mál- verk: naktar konur og karlar sem dönsuðu í hring. Fram- undan henni voru útidyrnar, hvelfdi gangurinn til hægri lá inn í dagstofuna. Raddirnar fóru hækkandi. — Ekki ef hann er að bíða eftir flugvél, eða hvað! sagði herra Fountain, og siðan var hlegið og sussað. f draumnum hafði Jackie Kennedy talað til hennar vin- samlega og farið svo sína leið, og eftir það höfðu þau verið hér öll, gervallur söfnuðurinn, öll nakin og syngjandi kring- um hana. Hafði það raunveru- lega skeð? Roman hafði verið í svartri kápu og dregið til tákna á henni. Sapirstein læknir hafði rétt að honum bolla með einhverju rauðu. Rauðu? Blóði? — Nei, í hamingju bænum þá heldur Hayato, sagði Minn- ie. — Þið eruð að grínast með mig. Minnie? Komin aftur frá Evrópu? Og Roman lika? En það var ekki lengra síðan en í gær að kort frá þeim hafði komið frá Dubrovnik, og þar stóð að þau ætluðu að verða þar áfram! Höfðu þau yfirhöfuð farið nokkuð? Hún var nú komin fram í hvelfda ganginn, sá skápinn sem dúkur var breiddur ofan á og bridsborðið með stöflum af blöðum og haugum af um- slögum. Þau stóðu öll í hinum enda herbergisins. Hlógu og töluðu lágt. Það hringlaði í ís- molum. Hún herti takið á hnífsskeft- inu og steig eitt skref áfram. Svo nam hún staðar og starði. Starði . . . í hinum enda herbergisins, í gluggaskotinu stóra, var svört barnsvagga. Hún var svört, kolsvört, og yfir hana breitt svart silkiléreft, skreytt með leggingum úr fínu mússulíni, einnig svörtu. Skrautmunur úr silfri hékk í svörtum streng sem náði niður á milli svartra vöggutjaldanna. Dáinn? Nei. Það var titring- ur í svarta mússulíninu, og silfrið sem hékk í þræðinum sveiflaðist til. Hann lá þarna. í þessari hræðilegu vöggu. Silfurmunurinn var kross- mark, sem hékk öfugt. Rosemary táraðist, er hún hugsaði um barnið sitt varnar- lausa í þessu hryllilega um- hverfi, og skyndilega fann hún til sterkrar þarfar til að falla saman og gráta, gefast alger- lega upp fyrir svo þrælskipu- lagðri og ótrúlegri illsku. En hún harkaði af sér. Hún depl- aði augunum til að stöðva rennsli táranna, las Ave Maria í snarheitum og hnitmiðaði allri sinni ákveðni og öllu sínu hatri gegn andstæðingum sínum, gegn Minnie, Roman, Guy, Sa- pirstein lækni —- öllum þeim sem stóðu að samsærinu til að ræna Andy frá henni og mis- nota hann á svo hroðalegan hátt. Hún þurrkaði af sér tárin á kjólnum, herti enn takið á sveru hnífsskaftinu og gekk fram á gólfið svo að allir mættu sjá hana og gera sér ljóst að hún var komin. Það leið smástund áður en þau tóku eftir henni. Þau héldu skrafi sínu áfram eins og ekk- ert hefði í skorizt, eins og hún væri ósýnileg vofa eða lægi í rúmi sínu og léti sig dreyma. Minnie var þarna og Roman, Guy, herra Fountain, Wees- hjónin, Laura-Louise og ungur Japani með gleraugu, sem leit út fyrir að leggja metnað sinn í að fá að vita sem mest og flest. Þau voru þarna öll um- hverfis málverk af Adrian Mar- cato, sem hékk yfir opna eld- stæðinu. Hann var sá eini þarna sem horfði á hana, hreyfingar- laus, ofurvaldslegur, en án máttar, málverk. Svo kom Roman auga á hana. Hann setti frá sér glasið og ýtti við Minnie. Það varð alger þögn, og þau sem höfðu snúið í hana baki sneru sér að henni spyrjandi. Guy stóð upp, en settist aftur. Laura-Louise sló höndum fyrir munn sér og tók að æpa. Helen Wees sagði: — Farðu og leggðu þig, Rosema- ry, þú veizt að þú mátt ekki vera á fótum ennþá. — Er þetta móðirin? spurði Japaninn, og þegar Roman kinkaði kolli hélt hann áfram: — A, sssssss, og leit áhyggju- fullur á Rosemary. — Hún hefur myrt Leu, sagði herra Fountain og stóð upp. — Hún hefur myrt hana Leu mína. Eða hvað? Hvar er hún? Drapstu hana Leu mína? Rosemary starði á þau, og á Guy. Hann var undirleitur og rauður í framan. Hún herti takið á hnífsskaft- inu. — Já, sagði hún. — Eg drap 41.TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.