Vikan


Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 33

Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 33
ar Jerúsalem eru söguleg- ir. Sú borg er örvandi likt og fíknilyf; sá sem hefur vanizt henni á erfitl með að vfirgefa hana aftur. Enda er Jtrúsalem sú borg sem engir vilja gefa eftir, hvorki Gyðingar, Múham- eðingar eða kristnir. — En þú hefur engu að siður gerzt íslenzkur rík- isborgari. — Já. Ég kom fyrst til Islands 1957, vann þá liálft ár í sælgætisgerðinni Frevju. Ég hreifst af land- inu við fyrstu sýn og það lirífur mig engu síður enn í dag. Island er eins og álfasaga, ævintýri. Það ein- kenni þess sem ef til vill lirífur mig mest er þessi viði', opni sjóndeildarhring- ur, sem kemur til af trjá- leysinu. Þar er sérstaka fegurð að finna. Hér má raunar víða sjá eyðimerk- urlandslag sem minnir á Israel, nema hvað hér er sandurinn svartur, en hvít- ur þar. Lika er líkt með ])essum löndum að i þeim háðum má i öllum stéttum þjóðfélagsins finna fjölda af vel upplýstu og mennt- uðu fólki. í Israel er götu- sóparinn kannski fiðlu- snillingur eða hókmennta- fræðingur, þegar hann kemur heim til sín á kvöld- in. Þetla stafar af því hve mikið var af mennta- og háskólafólki meðal Gyð- inga; þeir sem lil ísraels fluttu gátu ekki nærri allir fengið störf samsvarandi menntun sinni og þekk- ingu. En að einu leyti er stór munur á ísrael og íslandi. Island á í engum þrætum við nágrannaúíki sin um landamæri eða réttinn til að vera til; þið lifið ekki í umsátursástandi með liat- ursfulla aðila á allar hend- ur eins og Israelsmenn. Is- land er kyrrlát, örugg vin mitt i ískyggilegu róti heimsins. Ég er báðum þessum löndum, Islandi og ísrael, svo nátengd að ég gel illa gert þar upp á milli. Ég er íslenzkur ríkisborg- ari, en ísraelsk engu að síður. Svo ísraelsk að ég flutti til Jerúsalem frá Paris eftir sexdagastríðið. Þá varð ég í París vör við andúð á vfirgangsstefnu sionista, eins og það var orðað. Mér finnst verk mín húa yfir stöðugleika, öryggi, sem ég hef ekki sjálf, sagði María Jósefsdóttir enn- fremur. — Ég skvnja mig sjálfa ekki sem þroskaða veru, og aðeins þegar ég lit á verk mín finnst mér ég vera eðlileg. Listakonan minntist lít- illega á hjónahand þeirra Úrrós og taldi að innbyrð- is hjónabönd listafólks tækjust sjaldan vel. Enn- fremur ræddi hún þann vanda, sem húinn væri listakonu er jafnframt væri móðir. Listin væri kröfuhörð, og því viss liætta fyrir hendi að barn- ið hefði minna af móður sinni að segja en æskilegt væri. Héðan liggur leið Mariu til Belgiu, þar sem hennar híður mjög svo áliugavert verk. sem vinur hennar í Brussel hefur falið henni. — Heima hjá lionum, sagði Maria. — er salur með mörgum múrskotum, og á hverju múrslcoti hefur hann stillt upp slrútseggi. Þau vill hann láta mig skrautmála. dþ. HAUKAR Framháld af bls. 19. Goode“, „Money“, „Memphis“ og „Rakarinn á horninu". Svo fórum við. Á eftir hittum við Helga Steingrímsson, kjaftforan ung- an mann, sem leikur á gítar í Haukum. (Hinir eru Engilbert Jensen, trommuleikari; Sveinn Guðjónsson, orgelleikari — og grípur við og við í gítar — og Gunnlaugur Briem, bassaleik- ari). „Við gerum þetta alltaf á -| 't ® dralon FLÍK (FRÍMÍNCJTUM Heklu peysa hlý og lipur AUSTURSTR/ETI 41. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.