Vikan


Vikan - 14.10.1971, Síða 34

Vikan - 14.10.1971, Síða 34
Ilvar fæ§t Pira - system? Pira-System fer sigurför um heiminn eins og fram kemur í samtaii við uppfinningamanninn, Olle Pira, í Vikunni 29. júlí sl. Hús og skip hefur einkaumboÖ fyrir Pira System. Það er selt í verzluninni í Norðurveri, Hátúni 4A. Allt ann- aS, sem selt er undir þessu nafni annars staSar, eru eftir- líkingar, sem ber aS varast. PIRA SYSTEM — EinkaumboS á íslandi: Hús og skip, sími 21830. þriðjudögum og föstudögum," sagði Helgi, þegar við spurðum hann útí skemmtikraftinn óvænta (ekki hefði ég viljað vera hann morguninn eftir!). „Þá fáum við fólkið til að koma upp og syngja. Addi í Hárinu kemur oft og fleira gott fólk. Þetta er fyrst og fremst til að fá fólk til að vera frjálst. Það er líka ástæðan fyrir því að ég er kjaftfor, eins og þú kallar það. 80—90% af íslendingum eru smáborgarar og þeim líður ekki vel á dansleik fyrr en þeir eru búnir að fá sér nokkur glös. Ef ég get fengið fólk til að gleyma sjálfu sér um stund, með því að vera ruddalegri en það sjálft, þá líður því vel. Allar hömlur losna af því og það skemmtir sér í miklu stuði frá 10—2. Ég er búinn að vera með Hauka í 8 ár og þetta hef- ur alltaf reynzt mér bezt og það er okkar skoðun að svona verði þetta að vera. Maður verður að vera svolítið „röff“ við fólkið.“ „Þetta er röff skoðun.“ „Já, við gerum okkur líka fyllilega grein fyrir því. Sumir eiga bágt með að sætta sig við þetta (Helgi segir til dæmis í syrpuskiptum: Jæja, andskotizt þið í sætin og fáið ykkur sjúss!), en þeir sem koma hing- að að staðaldri, eru ánægðir og eitthvað hlýtur að liggja að baki þeirri staðreynd að hjá okkur er alltaf góð stemmning og troðfullt hús kvöld eftir kvöld.“ „Til að segja alveg eins og er, þá fannst okkur þið ekki vanda músíkina mjög.“ „Nei, enda er það alls ekki ætlun okkar að leggja okkur svo mjög fram. Það sem við viljum gera er að skemmta fólkinu og okkur og því fylgj- um við engri línu. Við spilum það sem okkur þykir skemmti- legt og fólkið kann að meta, en hitt er svo annað mál, að á mánudögum, þegar allir eru þunnir, þá spilum við með það fyrir augum að vanda okkur. Þá geturðu heyrt það bezta sem við höfum upp á að bjóða.“ „En eruð þið þá alltaf jafn vel upplagðir til að skemmta ykkur, 6 kvöld í viku?“ „Alltaf. Ef við værum í vondu skapi myndum við hætta þessu því þá leiddist fólki. Eins og ég var að segja, þá er ég bú- inn að vera með Hauka í 8 ár og hef alltaf farið eftir þessu boðorði. Við eigum náttúrlega okkar einkalíf, fjölskyldur og annað, en þau vandamál sem upp koma í því sambandi för- um við ekki með nema að sviðinu. Á sviðinu skemmtum við okkur.“ Og víst er að engum leiðist á balli hjá Haukum. ☆ LIFÐU LIFINU Framhald aj bls. 11. — Það getur varla verið, sagði Michael. Ég spurði hvort hann vildi aftur í glasið. — Ég vildi það gjarnan, en það er orðið svo áliðið ... — Jæja, við sjáumst þá á morgun, sagði ég í skyndi, áð- ur en hann hafði tækifæri til að segja meira. Michael er mjög skemmtilegur, en ég hafði tekið eftir því að Robert var þögull og fjarrænn. Hann hafði varla sagt orð allt kvöldið. En hon- um hefði átt að þykja gaman að sjá þessar myndir, eins og okk- ur Michael. Ég var ákveðin í að byrja ekki á samræðum við Robert að svo stöddu, ég ætlaði að sjá til hvort eitthvað sérstakt amaði að honum. Það gat verið að hann væri aðeins þreyttur, hann hafði unnið eins og ber- serkur undanfarið. Eftir að hafa fylgt Michael til dyra, sagði ég. — Michael er nú alveg prýðilegur, finnst þér það ekki líka? — Jú, jú, hann er það, sagði Robert', en hann var ennþá viðutan. — Mér finnst ótrúlega gaman að skoða þessar kjánalegu myndir, finnst þér það ekki? — Ó, jú, jú. Þær eru nokkuð góðar. En þegar hann sagði þetta, leit hann ekki einu sinni á mij;; starði aðeins fram undan sér. — Hvar hefur þú verið í kvöld? spurði ég blíðlega. — Hvað áttu við? — Þú hefur verið svo fjar- rænn, svo langt í burtu allt kvöldið. — Ég var í Afríku, sagði hann dauflega. — Robert? — Já. Ég bleytti varirnar, ég varð að vita ... ■— Robert, hefurðu séð kon- una þína nýlega? Nú sneri hann sér að mér. — Þú veizt það ósköp vel að það hefi ég ekki gert. Svo ákvað ég að segja honum að ég hefði séð hana. Hann spurði hvenær það hefði verið og ég svaraði því. — Hversvegna ertu að segja m*r þetta núna, úr því þú hef- ir ekki sagt mér það fyrr? Hann var rólegur- að sjá, en röddin var kuldaleg. Mér fannst eins og ég væri að játa smáyfirsjón fvrir föður mínum; yfirsjón, '•em hann vildi ekki heyra tal- að um. Ég fann á mér að Robert vildi hætta þessu samtali, ef ég gæfi honum tækifæri til þess. Jæja, ég hafði ekki löngun til að láta við það sitja ... — Ég sagði þér þetta nú, vegna þess að mér finnst nauðsynlegt að við tölum rækilega saman. — Hvað vildi hún þér? — Það var ekki hún sem átti frumkvæðið. Það var ég sem vildi hitta hana. Mig langaði til að tala við hana ... um sjálfa mig ... um okkur ... Svo sagði ég honum að hún hefði komið til mín og ég sagði honum líka að hún hefði verið hrifin af íbúðinni, sagt að hún minnti á íbúðina, sem þau höfðu haft saman Hann anzaði því ekki, svo það var engu við að bæta. Ég myndi fá mér glas af volgri mjólk og við myndum fara í rúmið, — elskast — og næsta morgun — voilá! svo kæmi ann- ar sólarhringur. 34 VIKAN 41.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.