Vikan


Vikan - 14.10.1971, Page 36

Vikan - 14.10.1971, Page 36
— Robert, sagði ég, — ég er ekki hamingjusöm. — Ég er nú ekki mjög ham- ingiusamur heldur. — Þú hefir þá ekki komizt yfir skilnaðinn frá henni. Hann horfði á mig og sagði svo á mjög hátíðlegri frönsku: — Ég bið þig að láta af þess- um leiða vana, að tala um kon- una mína, Hún hafði nægilegt hugrekki til að byrja nýtt líf. — Kallarðu það hugrekki? Það var allt lagt upp í hend- urnar á henni. Þú gafst henni allt, svo það er engin furða þótt hún hafi getað byrjað nýtt líf, ég á við, haft hugrekki til þess. Hann leit á mig með greini- legri óvild og svaraði kulda- lega: — Þú veizt ekki hvað ég á við. Þér finnst hugrekki í því falið ,að þjóta til Afríku og hafa stefnumót á hótelum. — Þú ert grimmur, Robert. Þetta er ekki réttlátt. — Það getur verið, en þegar maður sér ... — Er þér Ijóst að þú ert að verða fjörutíu og eins árs og ég er aðeins tuttugu og tveggja? sagði ég og starði á hann. — Og er þér ljóst að það tek- ur aðeins fimm mínútur að láta niður í tösku? — Já, mér er það vel ljóst. Hann horfði lengi á mig, skuggalegur á svip. — Ég get aldrei fyrirgefið þér að elta mig til Amsterdam. — Vertu ekki að hafa áhyggj- ur af því. Þú hefir alltaf elsk- að hana. — Ég er að fara, Candice. — Ætlarðu til hennar aftur? — Nei. — Jæja, hvað sem öðru Hð- ur, þá var yndislegt í Afríku, tautaði ég. aðallega við sjálfa mig, því hann sneri að mér baki; hann fór til að láta niður dótið sitt. Og þar með var franska æv- intýrinu mínu lokið. En ég komst ekki svo auðveldlega yf- ir það. Eins og dapurlegt tóna- ljóð læddist þetta gegnum hug- skot mitt, eins og til að storka mér eða dæma mig, eða hvort- tveggja. Ég fór fljúgandi, áleið- is til New York. Það var sært stolt og horfin ást, sem drógu upp fyrir mér myndina af því sem ég hafði gert: Ég hafði far- ið til Parísar. Ég hafði hitt mann. Ég hafði elskað þennan mann í Afríku, Amsterdam og París. Nú elskaði ég hann ekki lengur, en ég gat ekki hugsað um neitt annað... Og þegar ég kom til New York, var allt við það sama. í dag, á morgun... já alltaf var ég að sjá einhvern mann með eins augu og hann. Þá þekkti úg ekki sjálfa mig og ég tautaði: — Mon Amérique, je ne la recon- nais plus ... Þegar ég talaði við sjálfa mig var það alltaf á frönsku. Ég býst við að það sé eðlilegt að fólk sem talar við sjálft sig noti annað tungumál, ef því er það tamt, en... Nei, ég hafði lært frönsku vel, búið með henni og það hafði næstum gengið frá Ameríkanum í mér. Mér fannst eins og ég væri í sorg vegna glataðs þjóðernis. Á einhvern hátt gat ég ekki sam- lagazt sjálfri mér. Ég hafði glat- að æsku minni, fleygt henni vegna misskilinnar ástar á Frakklandi. Og það var fertug- ur maður sem hafði flogið burt með hana. Og hann hafði flog- ið burt í bókstaflegri merk- ingu. Þeir Michael fóru strax til Vietnam. Ég las það í blöð- unum í New York og Parísar- blöðin voru full af því. En skynsemin gaukaði þ-ví að mér að ég væri nú ekki svo gömul og að það sem skeð hefði, væri á engan hátt banasár. Ro- bert yrði mér ekki ólæknandi sjúkdómur. Ég myndi ná mér, finna sjálfa mig aftur. Ég hafði ástæður til að ferðast. Ég elska amerískan munað og þægindi. Ég gæti snúið mér að fyrra starfi. Þetta yrði svo sem allt í lagi. Já. góðir háslar, „Made in U.S.A.“ er ágætis setning. Og ég gæti fyllt ísskápinn minn af allskyns góðgæti... farið í bíla- bíó. Þetta get ég allt, vegna þess að ég er Ameríkani og ég elska ættjörð mína. Ég gæti líka átt stefnumót við einhvern notalegan landa minn, frá Houston eða Memphis, gengið í hjónaband og eignast hóp af fallegum börnum, skýrt þau John eða Elisabeth. Já, þetta er allt ósköp einfalt. Ég get líka farið á bak stríðshesti og kynnzt Ameríku eins og hún er. Ég get kynnzt Buffalo Bill okkar tíma í ieigubíl og síðasta Mohikanan- um í Emoire State Building. Lee hershöfðingi er alls ekki dauður, hann er aðeins farinn til Vietnam — til Saigon. Já. daginn sem ég kom aftur frá Evrópu, var ég ákveðinn f að elska Robert ekki lengur og ég ætlaði aldrei framar að fara til Parísar, Afríku eða Amster- dam ... Næst ætlaði ég að fara tiT Ítalíu... sjá allar fögru byggingarnar þar... fara til Florens og Pisa, þar sem skakki turninn ber við himinn ... og ég ætlaði að losna við Robert úr lífi mínu, láta hann fljóta burt með mannhafinu í þessum glæsilegum borgum. Og ég reikna með að þetta geti orðið þannig. En ég husga stöðugt um hann ... þegar ég stend á svölunum, hátt uppi y'fir skrúðgarðinu, horfi á fólkið og snjóinn í New York, þessari dýrðlegu borg. Þegar ég dansa við einhvern kjánalegan náunga hjá Arthur... þegar ég fer í reiðtúr ... þegar ég borða ... þegar ég sef ... þegar ég anda .. En ég ætla að gleyma honum, og ég ætla að hætta að lesa frönsku blöðin, hætta að fylgj- ast með fréttum af honum. Já, ég er ákveðin í því. Framhald. í næsta blaSi. OLOF PALME Framhald af bls. 17. — Hún klæðist þægilegum og smekklegum fatnaði. Hvað finnst yður um klám- ölduna? — Það sem ég hef heyrt finnst mér fráumnalega leiðin- legt. Það verður líka að taka tillit til þeirra sem hafa and- sytggð á þessu. Pierre Trudeau, embættis- bróðir yðar í Kanada, hefur verið gagnrýndur fyrir að kvænast tuttugu og tveggja ára stúlku, en hann er kominn yfir fimmtugt. Hvað finnst yður um þennan mikla aidursmun milli hjóna? — Aldursmunur milli hjóna hlýtur að vera einkamál þeirra, ég get ekki séð að það komi öðrum við. En aftur á móti er aldursmunur ekki alltaf bund- inn við árafjölda. Sumir geta orðið gamlir, áður en þeir ná þroska og sumir eru ungir í anda og hafa óskerta lífsorku, þótt þeir séu aldnir að árum. Kennið þér sjálfum yður um að flokkur yðar hefur tapað fylgi, samkvæmt skoðanakönn- un? —• Að sjálfsögðu bera flokks- foringjar nokkuð af ábyrgð á fylgi flokks síns. En fyrir okk- ur er innihald stefnunnar aðal- atriðið. Það verða sosial-demo- kratar sem vinna árið 1973. Hvað segið þér sjálfur um framkomu yðar? — Stjórnmálamaður er ekki leikari, sem þarf að „koma fram“. Hann verður að vera sjálfum sér samkvæmur. Hvernig komizt þér í sam- band við fólk? — Ég held að hreinskilni sé alger forsenda lýðræðislegra stjórnmála. Stundum verður maður vonsvikinn, en það þýð- ir ekkert að tala um það. Fáið þér oft bréf og síma- upphringingar frá almenningi? — Ég fæ nokkur þúsund bréf á ári. Það er oft þá frá fólki, sem vill ræða vandamál þjóð- arinnar. En í flestum tilfellum eru þetta bréf um persónuleg vandamál, frá fólki sem þarf á hjálp að halda. Við reynum að leysa vandamál þessa fólks, rannsökum málin og vísum þeim til viðkomandi embætt- ismanna. Ég vil að allir fái svar. Þessi bréfaskipti hafa oft leitt til þess að viðkomandi hef- ur fengið mál sitt upplýst og hjálp- samkvaémt því. Fáið þér gjafir og takið þér á móti þeim? — Ef við fáum gjafir, sem er aðeins vináttuvottur, tökum við að sjálfsögðu á móti þeim. Finnst yður leiðinlegt ef þér heyrið að Tage Erlander hafi verið skemmtilegri og hlýlegri maður? — Ég hef sjálfur svo mikið álit á Tage Erlander og mér finnst hann svo stórkostlegur persónuleiki að mér finnst það ekkert leiðinlegt, þótt saman- burður á okkur falli ekki mér í vil. Gerið þér.kröfu til sjálfs yð- ar um að vera vingjamlegur og áhugasamur um málefni manna? —• Þetta eru sjálfsagðar kröf- ur til manns í minni stöðu. Ann- að mál er að það getur verið erfitt að koma til móts við þær. Hvernig duga launin yðar? — Við erum ekki mikið fyr- ir munað. Við reynum að not- færa okkur vélvæðinguna til heimilisþarfa, eins og títt er, þegar hjónin vinna bæði úti. Að sjálfsögðu slíta yngri dreng- irnir fötum þeirra eldri. Við kaupum ekkert gegn afborgun- um. Sem sagt; launin duga og við getum séð af hluta þeirra til opinberra málefna, til dæm- is í flokkssjóðinn. Hvemig takið þér því ef þér getið ekki sagt meiningu yðar opinberlega? — Það kemur auðvitað fyrir alla menn að hugsa ýmislegt sem ekki er hægt að tjá opin- berlega. En það er ekki þar með sagt að maður geti haft ákveðna skoðun á stjórnmálum go tilhögun þeirra, en látið svo allt aðrar skoðanir í ljós opin- berlega. Það er ekki hægt að vinna gegn eigin sannfæringu til lengdar. Hve mikla vasapeninga fá börn yðar? 36 VIKAN 41.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.