Vikan


Vikan - 14.10.1971, Qupperneq 37

Vikan - 14.10.1971, Qupperneq 37
ÞÉR ÞURFIÐ EKKI AÐ KAUPA NÝ TEPPI YFIR ALLT GÖLFIÐ EF.ÞÉR KAUPIÐ RÝJATEPPI UNDIR SÖFASETTIÐ ÞAR SEM TEPPIN SLITNA FYRST RÝJATEPPI PRÝÐA OG LlFGA UPP DAGSTOFUNA PERSIA, SUÐURLANDSBRAUT 6. SÍMI 85822 — Fimm krónur (sænskar) á viku. Hvað gerið þér, þegar þér verðið veikur? — Sem betur fer hef ég sjaldan verið veikur fram að þessu. En þegar það hefur kom- ið fyrir þá hef ég kallað í frænda minn, sem er læknir, eða ég hef farið til trúnaðar- lséknis ríkisstjórnarinnár. Hvaða dauðdaga óskið þér yður? Þar sem ég hef engan til- lögurétt um það mál, þá hef ég aldrei lagt þá spurningu fyrir mig. Hvaða hetjum hafið þér mest dálæti á? — Það getur verið mjög at- hyglisvert að kynna sér eigin- leika manna, afstöðu þeirra til lífsins og athafnir. Það er hægt að vera hrifinn af fólki, án þess að kalla það hetjur. Ég hef þá skoðun áð raunveruleg- ar hetjur séu ekki til, aðeins mismunandi gerðar manneskj- ur. Hvað ætlið þér að gera, þeg- ar þér hættið störfum sem for- sætisráðherra? — Fram að þessu hefur iðju- leysi ekki verið mitt vandamál, ég hef frekar verið í tímahraki. Verðið þér fyrir óþægilegum ágangi blaðamanna? — Það tilheyrir starfi mínu og blaðamenn þurfa að sinna starfi sínu eins og aðrir. En ég óska þess aðeins að fjölskylda mín fái að vera sem mest í friði. ☆ EG VERÐ AÐEINS AUGNABLIK Framhald af bls. 12. að hnén létu undan undir mér, og ég var að falli kominn. „Nei, það hef ég ekki gert?“ sagði hún til að svara ein- hverju, sem hann hafði spurt hana urh, og leit til mín. Þetta var dökkhærður kvenmaður, af þeirri tegund. sem kemur frá fjarlægum löndum, og hún var eins há og ég, og sólin var aft- ur gengin undir, og myrkrið hafði lagzt yfir að nýju. „Þetta er ekki Steffie!“ sagði ég örvæntingarfullur. „Þetta or önnur stúlka, sem hann nefn- ir nafni hennar!" Hessen leit ekki einu sinni í áttina til mín. Hann lyfti augabrúnunum og leit á Gil- man. „Þetta er eina unga kon- an, sem vinnur fyrir mig.“ „Hve lengi hafið þér starfað fyKjf hr. Hessen?“ spurði Gil- man hana. „Siðan í október í fyrra. Það er að segja næstum átta mán- uði.“ „Og þér heitir Stephanie Riska?“ Hún brosti með umburðar- lyndi, eins og til að leggja áherzlu á, hve heimskuleg spurningin væri. „Já, náttúr- lega.“ Hún ákvað að ganga svolítið nær, en fann bersýni- lega, að það krafðist svolítils siðferðislegs stuðnings. Hún hafði tekið með sér litla, svarta handtösku, þegar hún fór frá ritvélinni. Hana opnaði hún nú, þannig að lokið sneri beint að Gilman og mér, og fór að leita að einhverju með því að róta í töskunni. Auðvelt var að lesa hina tvo stóru, gylltu málm- bókstafi á lokinu, enda þótt þeir stæðu á höfði ~— S. R. Taskan var slitin að sjá, eins og hún hefði haft hana í lang- an tíma. Ég gat blátt áfram fundið, hvernig Gilman starði ásakandi á mig í huganum og spurði: „Nú, hvað segið þér þá?“, þó að augu hans hvíldu stöðugt á töskunni. Hún fann það, sem hún var að leita að, og hún fann meira en það. Hún fiskaði venjulegt tyggigúmmístykki í silfurpapp- ír upp úr töskunni, en um leið slæddist líka umslag með, sem hún missti af og datt á gólfið. Bezt mætti lýsa því þannig, að hún væri klaufaleg á sérstak- lega kænan hátt. Gilman beygði sig ekki und- ir eins eftir umslaginu, en fingr- um hans tókst að ná í það, rétt áður en hún hafði náð því. „Leyfið þér?“ sagði hann. Ég las með starandi augum heim- ilisfangið yfir öxl hans: „Ung- frú Stephanie Riska, Farragut- stræti 120.“ Á umslaginu voru bæði frímerki og póststimpill. Hann tók innihaldið út og las í skyndi þessa einu örk af bréfapappír. Svo skilaði hann 41. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.