Vikan


Vikan - 14.10.1971, Page 39

Vikan - 14.10.1971, Page 39
því, alvarlegur á svip. Ég gat aftur fundið hina þöglu ásökun hans gegn mér. Hún hafði brotið tyggi- gúmmíið sundur í miðjunni, stungið öðrum helmingnum upp í sig og var farin að pakka hin- um helmingnum inn í silfur- pappírinn til að geyma hann þangað til síðar. Hún kærði sig sjáanlega ekki um að hafa of stórt stykki upp í sér í einu. Gilman rótaði viðutan í öðr- um vestisvasa sínum, eins og hann gæti lika hugsað sér að fá bita. Því tók hún strax eft- ir. „Má ég ekki bjóða yður stykki?“ spurði hún. „Jú, þakka yður fyrir. Ég er svo þurr í hálsinum." Hann setti hinn helminginn upp í sig. „Og þér afhentuð þá ekki neinn pakka fyrir hr. Hessen í Mar- tine-stræti 415 núna í kvöld?“ spurði hánn. „Nei, herra, það gerði ég ekki. Ég er hrædd um, að ég viti ekki einu sinni, hvar Mar- tine-stræti er.“ Þá höfðum við í rauninni ekki meira að gera þarna. Og allt í einu stóðum við aftur fyrir utan — hann og ég — einir í myrkrinu. Að minnsta kosti var ég í myrkri. Hið eina, sem hann sagði, þegar við gengum aftur til bílsins, var: „Hvers konar tyggigúmmí var unnusta yðar vön að nota, pip- armyntu, lakkrís eða hvað?“ Hvað gat ég gert annað en segja honum sannleikann? „Hún notaði alls ekki tyggi- gúmmí. Henni fannst það vera slæmur ávani.“ Hann leit bara á mig. Svo tók hann litla stykkið, sem hann hafði fengið frá dökk- hærðu stúlkunni, út úr sér og tók smábréf sem í var annað stykki, upp úr vasa sínum og bar þau saman — með því að þefa af þeim. „Þetta stykki hérna skóf ég neðan af borðplötunni á skrif- stofunni, og það er sömu teg- undar og það, sem hún gaf mér áðan.“ Tutti-frutti. Og það tyggigúmmí er ekki sérlega al- gengt. Hún vinnur á þessari skrifstofu, og hún festir tyggi- gúmmí sitt undir borðröndinni. Hún var m'eð bréf, sem var stílað til hennar sjálfrar, og bókstafirnir á tösku hennar voru réttir. Hver er eiginlega ásetningur yðar, ungi maður? Eruð þér,að reyna að hefna yðar á þessum náunga? Eða hafið þér kannski sjálfur gert eitthvað við einhverja litla, ljóshærða stúlku og eruð að reyna að beina gruninum að öðrum, áður en við uppgötv- um neitt?“ Það var eins og heilt tonn af múrsteinum hryndi niður yfir mig. Ég tók um höfuðið með báðum höndum til að halda því saman, riðaði fram og aft- ur og sagði: „Guð minn góð- ur!“ Hann greip í flibbann minn að aftan og kippti svo kröft- uglega í, að það var furða, að ég skyldi ekki hálsbrotna. „Annað eins og þetta getur ekki gerzt,“ stundi ég upp. „Það er ómögulegt. Einmitt þegar ég er með stúlkunni minni, hverfur hún sporlaust, og enginn vill trúa mér.“ „Þér hafið í allt kvöld ekki getað fundið einn einasta mann, sem hefur svo mikið sem séð hina „ljóshærðu unnustu" yð- ar í svip,“ sagði hann með eit- ilharðri röddu. „Ekki einn ein- asta mann. Er yður orðið það ljóst?“ „Hvaðan hefði ég þá átt að fá nafnið? Og heimilisfangið?“ Hann starði á mig, þegar ég hafði sagt þetta. „Þér skuluð fá eitt tækifæri í viðbót. Við skulum láta heimili hennar skera úr um þetta.“ Hann laut áfram og sagði „Farragut 120“ við bílstjórann. Eftir það sat hann og gaf mér gætur, ^ins og hann byggist við, að ég mundi falla sáman og játa, að þetta væri allt saman rudda- legt spaug, eða að ég hefði 'sjálfur gert eitthvað við stúlku- barnið, hver sem hún annars var. Allt í einu sagði hann: „Gleymdu ekki, að þessi stúlka heima hjá honum hafði bréf, sem var aðeins þriggja daga gamalt og var stílað til hennar með því heimilisfangi, sem við erum nú á leið til. Svo að ef' þér hafið enn löngun til að leika yður að . . .“ „Ég hef fylgt henni þangað heim.“ 41.TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.